sunnudagur, 13. desember 2009

DV og alvöru fjölmiðlun.

Nú ætla ég að tala um fjölmiðil. DV er gul pressa í hugum flestra og virðingin sem borin er fyrir blaðinu í samræmi við það. Þannig er það bara og engin þrætir í raun fyrir það. Hreinn Loftsson á það og rekur og ræður menn eftir því hvernig hann vill að þeir skrifi og hann ber því fulla ábyrgð á skrifum þess. Hann og vinir hans í hópi útrásarvíkinga. Þetta fólk er allt mjög trúverðugt eins og þekkt er og hefur ekki vílað fyrir sér að nota fjölmiðla sína.

Hreinn þessi hefur reyndar alltaf þrætt fyrir að hann og rekstur DV tengist Jóni Ásgeir með nokkrum hætti. Rétt upp hönd sem trúir því! Einhverntíma var sagt að Hreinn hafi farið til útlanda til að bera fé á Davíð Oddsson fyrir þennan sama Jón. Hver trúir því ekki í dag...? Svona skrif eru vissulega svolítið DVleg er það ekki og næstum þvi óþolandi?

Hreinn þessi Loftsson er með Reyni Traustason í vinnu við að skrifa blaðið sitt. Reynir veit hvernig best er að standa að þeirri vinnu. Frægar upptökur af samtali hans við starfsmann sinn segja allt um það hvernig samskipti eiganda DV við ritstjórann sinn fara fram.

Núna hefur klíkan ákveðið "að taka Bjarna Ben niður" eins og það heitir á fagmáli DV manna. Þá eru endurteknar fullyrðingar í blaðinu um að Bjarni sé útrásarvíkingur og sukki með fé í slagtogi við vonda menn. Þetta er endurtekið alveg óháð skýringum sem gefnar eru. Þessi aðferð er alþekkt og svinvirkar stundum sérstaklega í höndum sérfróðra fagmannna eins og hér er um að ræða.

Það stendur ekki upp á Bjarna að afsanna söguna. Það er skylda DV að sanna sitt mál. þannig er alvöru fjölmiðlun en ég er kannski fullbrattur að gera slíka kröfu á hendur DV.

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

DV hefur ekki breyst. Það eru sáralitlar líkur á breytingum til batnaðar á þeim bænum, amk. er maður löngu búin að afskrifa slíkt. Blaðið er svona meira eins og "náttúruöflin", valtar yfir það sem fyrir verður án þess að rökstyðja nokkurn skapaðan hlut eða breytast í áranna rás.

Heiða B Heiðars sagði...

DV hefur staðið sig best í því að afhjúpa sukkið og svínaríið sem hefur tíðkast í íslensku samfélagi. Það var löngu kominn tími á Engeyjar-Bjarna og það er vægast sagt óeðlilegt að þú skulir blogga hérna um blaðamennsku í kringum það mál.. en ekki málið sjálft.

En ég átti svo sem ekki von á öðru. Og það hlýtur að teljast jákvætt þegar maður þekkir vini sína nógu vel til að vita að þeir eru fyrirsjáanlegir.... eða hvað?