miðvikudagur, 24. febrúar 2010

Lausn á skuldavanda 101 hótel fundin

það fer furðulítið fyrir fréttinni sem fréttastofa stöðvar 2 hafði fyrsta í kvöldfréttum í gærkvöldi. þar sagði að þau heiðurshjón Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálmadóttir hafi fært "eign" sína 101 hótel á sínar persónulegu kenntölur en skilið skuldina, pínulitlar 13 þúsund milljónir eftir.

Nú munu þau "eiga" sitthvor 50% í hótelinu skuldlaust trúlega. Þetta er fallegt ævintýr og gaman að sjá að þurfalingar þessa þjóðfélags skuli fá aðstoð á þessum harðindatímum.

þetta vesalings fólk skuldar reyndar ekki nema 1 000 milljarða eða svo og þvi eðlilegt að starfsmenn bankans sjái á því aumur enda getur Íslensk þjóð klárlega bætt þessu hóteli og skuldum þess á sitt skulduga bak.

Ég sé ekki betur en að hér sé fundin lausn á skuldavandræðum okkar og því er rétt að fagna þessum tíðindum. Ég legg til að sá maður sem kvittaði undir þetta í bankanum verði dreginn fram og hann fenginn til að líta sem snöggvast yfir heimilisbókhald venjulegs Íslendings með þessa lausn í huga.

Hver segir svo að bankarnir séu ekki að sinna þörfum viðskiptavina sinna þegar þeir lenda í kröggum?

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það þarf ekki samþykki bankans fyrir því að færa eign frá einum aðila til annars. Í þessu tilviki er hótelið eflaust ennþá veðsett til tryggingar skuldum þess félags sem "seldi" hjónunum hótelið. Það er því óþarfi að sparka í bankann fyrir það sem hann ber ekki ábyrgð á. Það er víst nóg samt, ekki satt?

Nafnlaus sagði...

Fréttir af íslenskum fjármálamarkaði eru slíkar að það kæmi manni ekkert á óvart að bankinn hefði talið það strykja stöðuna að afhenda þeim hjónum hóteliið skuldlaust. Þetta hljómar náttúrulega eins og klikkun. En hvað er ekki að gerast í þessu þjóðfélagi. Ég hafði nú reyndar ekki hugmyndaflug í það að þau hefðu náð að skilja skuldirnar eftir í einhverju félagi. Tær snilld, var nú einhvern tíma sagt.