þriðjudagur, 9. febrúar 2010

Ósigrar Jóhanns Haukssonar

Jóhann Hauksson blaðamaður á DV og stjórnmálaskýrandi með meiru komst að því fyrir nokkru að stjórnarandstaðan hafi tapað Icesave málinu á þingi. það er mögnuð upplifun og fréttaskýring hjá Jóhanni.

Ríkisstjórnin hefur í raun gefið allt frumkvæði frá sér í málinu og nú er það stjórnarandstaðan sem knýr málið áfram. Hlutir sem Steingrímur og Jóhanna hafa barið frá sér í heillt ár eru nú að verða eðlileg samningsmarkmið og heilbrigð skynsemi.

Nú berast fréttir af því sem ég var búinn að nefna fyrir nokkrum vikum að félagi Össur sé farinn að þefa af Framsókn. Samfylkingin er endanlega búin að fá nóg af VG enda er sá flokkur að stimpla sig út. Reynsla Framsóknar af því að vera stuðpúði milli þessara vinstri flokka hlýtur að vera þannig að sá möguleiki sé ekki fyrir hendi.

það er engin útgönguleið fyrir Samfylkinguna. Hún situr uppi með VG og aðgerðaleysisríkisstjórnina. Allar æfingar til þess að stytta sér leið og plotta sig frá klúðri þessarar ríkisstjórnar munu og eiga að mistakast.

Núna er stjórnarandstaðan að reyna að koma til hjálpar alveg eins og þegar fyrirvararnir voru settir. Farlama ríkisstjórnin er algerlega ófær um að leiða nokkur mál til lykta. Og nú þegar flóttatilraunir Samfylkingar eru að koma upp á yfirborðið hljóta dagar hennar að verða fáir eftir.

Þangað til verðum við að vona að stjórnarandstaðan hafi heilsu til að vinna störfin og koma með gagnlegar tillögur. Kannski sér Jóhann Hauksson þetta allt saman sem enn einn ósigur stjórnarandstöðunnar.

Mér þætti gaman að sjá þennan eftirsótta fréttaskýranda segja mér í hverju sigur stjórnarinnar sé fólginn í atburðum síðustu mánaða ef hann sér ósigra í málflutningi stjórnandstöðunnar.

Röggi

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi "eftirsótti" fréttaskýrandi er ekki trúverðugur fyrir 5 aura.

Hann er á fullu í pólítík fyrir Samfylkinguna og stjórnina, þó svo að sá miðill sem hann starfar á eigi að heita frjáls og óháður.

Þar að auki er Jóhann ber að því að minnast aldrei á Jón Ásgeir og þá félaga, sem gerir Jóhann Hauksson enn ótrúverðugari og hreinlega hlægilegan.

Hér er á ferðinni maður sem rær örvæntingarfullan lífróður fyrir ríkisstjórnina og Jón Ásgeir.

Hann vill innköllun kvóta, svo menn eins og Jón Ásgeir geti komist í kvótann og að gömlu kvótagreifarnir sem seldu kvótann, geti komist aftur að kjötkötlunum og selt kvótann enn eina ferðina.