þriðjudagur, 2. febrúar 2010

Stjórnmál þórólfs Matthíassonar

Ég deili áhyggjum Ólafs Arnarsonar af Þórólfi Matthíassyni sem mér skilst að kenni hagfræði. Þórólfur hefur verið eins og blaðafulltrúi ríkisstjórnar Samfylkingar og VG og fagnað öllu sem sú stjórn gerir í blindni hins sannfærða stjórnmálamanns.

Þórólfur hélt því fram að eina leiðin til að loka fjárlagagatinu stóra væri að hækka neysluskatta. Sú hugsun er í besta falli brosleg. Og núna æðir hann í erlenda fjölmiðla og reynir að vinna málsstað viðsemjenda okkar fylgis.

Skilin milli hagfræði og stjórnmála verða eiginlega engin þegar þórólfur Matthíasson talar.

Röggi

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég lít á alla þá sem vilja að við tökum á okkur Icesave-klafann og styðji þar með sjónarmið Breta og Hollendinga, sem landráðamenn.

Nafnlaus sagði...

Þórólfur Matthíasson,,,, hvern fjandann er hann að fara með þessum skrifum og hvers vegna í norskum fjölmiðli??? í minni heimasveit væri hann kallaður landráðamaður í besta falli. las greinina og fékk þá flugu í höfuðið að hún kæmi hans fræðum ekki við á neinn hátt heldur pólitik. þarf að spyrða saman þá félaga Steingrím J og Þórólf.

Nafnlaus sagði...

Það er bara hlægilegt að þú skulir tala um aðra sem tala í blindni, algjörlega helblár í framan. Lepur allt sem forystan lætur frá sér án allrar gagnrýnnar hugsunar. Ertu kannski einn af þeim sem væntir þess að fá eitthvað í staðin?

Hólmfríður Bjarandóttir sagði...

Að mínu áliti eru áhyggjur ykkar Ólafs algjörlega óþarfar. Þórólfur hefur valið að fara skynsamlegu leiðina og horfa á staðreyndir málsins, í stað þess að fara í draumórafantasíur og þjóðrembuorðræður eins og svo margir um þessar mundir

Kristján Pétur sagði...

Hákot er stórt orð nafnlaus 23:30. Persónulega lít ég á alla sem segja svona sem hálfvita.