föstudagur, 12. mars 2010

Fólkið sem tekur ákvarðanirnar

það virðist margt skrýtið í gangi þessar vikurnar og mánuðina. Sumt skilur maður eins og ég hreinlega ekkert í. Ég trúi því til dæmis ekki að þeir sem stýra landi og þjóð pólitískt séu verr úr garði gerð en annað fólk. Samt skil ég sumt bara alls ekki...

Og allt góða fólkið sem stýrir bönkunum og skilanefndunum hálaunuðu. Varla er þetta fólk illa meinandi eða hvað? Samt veit ég að ég er ekki einn um að fatta ekki hvað þar er hugsað og gert.

Bankarnir fá lánin okkar á niðursettu verði en pumpa okkur upp í topp með greiðslur en eru svo á meðan að hlaða undir glæpamennina sem komu okkur á hausinn. Þetta er stór fullyrðing en ég spyr. Hefur einhver bankamaður reynt að mótmæla þessari söguskýringu með sannfærandi hætti??

Eða stjórnmálamaður? þeir sem öllu ráða höfðu enga skoðun á bönkunum þegar þeir réðu þar öllu. Núna gapir þetta sama fólk af undrun þegar það loks fréttir af öllu saman. Hvurslags er það?

Mér finnst allt þetta fólk, bankamenn, skilanefndarmenn og stjórnmálamenn láta eins og hlutirnir séu svona, af þvi bara. Kerfið er bara svona...við getum ekkert gert er viðkvæðið. Kjaftæði...

Á bak við þetta allt er fólk, takið eftir, fólk sem tekur ákvörðun um að þetta sé svona. Ekkert af þessu gerist af sjálfu sér. Það er einhver og einhverjir sem bera ábyrgð á þessu. Það ákveður einhver maður af holdi og blóði að gefa Jóni Ásgeir fullt af peningum til baka og leyfir honum að halda bónus og fjölmiðlunum.

Hvaða manneskja er það? Ég vill að þeir sem tóku ákvörðun um að berja á almenningi þó lánin séu niðurgreidd gefi sig fram og sannfæri mig um að það sé besta lausnin. Ég er tilbúinn að hlusta..

Hvar ertu?

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rétt hjá þér Röggi.

Vel mælt.

Stjórnmálamennirnir eru Þjóðarógæfa.

Óvinir fólksins.

Arinbjörn Kúld sagði...

Nú ertu að tala sama tungumál og við hin. Líklega er það AGS sem ræður þessu. Með vitund og vilja okkar tröllheimsku stjórnmálamanna í öllum flokkum.
Kveðja að norðan.