fimmtudagur, 25. mars 2010

Okkur kemur þetta nefnilega við

Líklega er það bara rétt hjá Jóni Ásgeir að okkur kemur bara ekkert við hvað hann er að dunda sér svona dags daglega í sínum viðskiptum. Hann fer sínu fram og stjórnmálamenn honum vinveittir og bankafólk dansar skuldadansinn og sendir okkur reikninginn. Og spurningar um eignarhald hans á bónus og fjölmiðlum og nýjustu trixin þar koma okkur bara ekki við.

Ég hreinlega trúi því ekki að fólk telji enn að gagnrýnin á viðskipti hans og eignarhald á fjölmiðlum sé talin pólitísk. Ég hef sagt það árum saman að reikningurinn af þessum blekkingarvef og þátttaka stjórnmálmanna í myndun skjaldborgarinnar um þennan mann yrði erfiður afborgunar.

Á hverjum einasta degi er Jón Ásgeir og hans fjölskylda að þéna stórkostlegar upphæðir í skjóli banka sem gefa honum eftir skuldir en ekki öðrum stórskuldurum. Þessir peningar eru notaðir til að kaupa sér fjölmiðla til að ráða umræðunni í þjóðfélaginu.

Það er þetta fólk, ekki við sem keyptum okkur sjónvarp, sem setti okkur á hausinn. þetta er fólkið sem tapar engu. Kennitala þessa fólks er tandurhrein. Við borgum reikninginn og þeir sem ráða og hafa ráðið frá hruni skulda mér skýringar á þessu. Af hverju þarf Jón Ásgeir að eiga fjölmiðla sína? Hvar er fólkið sem trompaðist þegar Mogginn fékk afskriftir?

En okkur kemur þetta ekki við. Blessaður drengurinn á þó fyrir gosdrykk og faðir hans talar um einelti.

Hvað þarf til að koma þessu fólki frá?

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

því verður ekki komið frá.

þegar Jón Ásgeir er í vandræðum með afskriftir og rán, afsakið ég meina með að fá lán hjá nýju ríkisbönkunum, þá er bara einhverju hent upp í áróðurmiðla, meina fjölmiðlana um önnur málefni.

hvað er stærsta málefnið í dag fyrir utan gosið? það eru sjávarútvegsmál. öll orka stjórnvalda og annara fara í að ræða um málefni atvinnugreinar sem þó greiðir enn af sínum skuldum og biður bara um tíunda hluta þess sem þegar hefur verið afskrifað hjá þeim Baugsfeðgum.

þegar ríkisstjórnin eða Baugur er í vanda þá er búið til nóga stórt moldviðri til þess beina sjónum almennings frá þeim.

-fannarh

Nafnlaus sagði...

Guðmundur 2. Gunnarsson

Fjölmiðlar eiga alls ekki að gefast upp, heldur liggja fyrir honum og spyrja sem mest af óþægilegum spurningum sem þjóðin á heimtingu að fá að vita, enda skuldar dreng tuðran þjóðin örugglega það. Spurningum sem Baugsmiðlunumtekst af tærri snilld að krækja fram hjá. Og engin er hættan á að Baugsfylkingin og VG láti sér detta í hug að spyrja. Meðan drengurinn treður öll vit full af Diet Kókinu sínu og baðar sig upp úr því, sem er það eina sem hann skiptir máli eins og allir vita eftir tímamóta viðtalið.