föstudagur, 9. apríl 2010

Broskallinn Jón Ásgeir

þetta var þá allt bara grín og glens. Jón Ásgeir er að grínast með okkur en við sjáum bara ekki alltaf grínkallinn fyrir aftan spaugið. þar liggur okkar vandi. Við föttum ekki grínið! Þessi mesti þjófur Íslandsögunnar ætlar að stefna þjóðinni fyrir mannorðsmorð á meðan við borgum reikningana hans.

Mér er eiginlega spurn. Hvenær ætlar þessi vesæla þjóð að sjá hvurslags maður hér er á ferð? Ég nenni ekki að reyna að muna hversu marga milljarða hann og hans fjölskylda og viðskiptafélagar hafa komið undan en þeir eru ófáir og við sættum okkur við málshöfðanir þessa fólks á hendur þeim sem um þau mál véla.

Þetta er gamla trixið sem gékk upp í baugsmálinu. Sókn er eina vörnin. Ráðumst að fóki sem hefur lífsviðurværi sitt af því að hafa upp á glæpamönnum og sjáum hvað þeir þola mikinn hita. Ef þjóðin ætlar enn einu sinni að kóa með þessum lýð þá er best að fara héðan.

Man einhver eftir því þegar Hreinn Loftsson reyndi að múta Davíð á sínum tíma? það var allt í hálfkæringi sagði skósveinninn þá þegar hann gafst upp á að reyna að ljúga því að það hafi hann reynt. Vinnubrögðin hafa allan tímann verið eins. það er bara núna sem sumir eru að sjá ljósið.

Tökum ekki þátt í gríni þessara manna lengur. Ég er kannski bara húmorslaus gaur en ég bara hef aldrei komið auga á spaugilegu hliðina á viðskiptum Jóns Ásgeirs og það er ekki vegna þess að ég hafi týnt broskallinum í sögunni....

Röggi

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála Röggi, það er ekkert fyndið við Broskarla en þetta hér er óborganlega fyndið:

http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs

Nafnlaus sagði...

Jón Ásgeir klikkaði illa á þessu, hann ætlaði að ná sér niðri á þeim sem kærðu hann, en svona broskallar verða að stóru J þegar þeir flytjast á milli outlook forrita. Þess vegna hefur þetta verið fjarlægt. Pínlegt fyrir JáJ í meira lagi :(

(svona merki verður að diet coke þegar það flyst yfir á næstu tölvu!!!!)

Annars er merkilegt hvað Jón Ásgeir mundi lítið þegar hann var yfirheyrður í Baugsréttarhöldunum um árið, þá talaði hann um að milljarðarnir streymdu gegnum sjóðsvélarnar hjá sér, og hann gæti ekki munað eitthvað skitterý eins og einkaþotu eða snekkju. Núna er hann foxillur yfir að einhver náungi hafi deletað út eitt brosmerki og það sé forsenda einhverra stórmála!!!!!

H

Nafnlaus sagði...

Við vitum að þú hefur ekkert leyfi til að tjá þig í nafni Sjálfstæðisflokksins, skárra væri það nú, enda kærum við okkur ekki um að hafa nein lík í lestinni og erum að horfa til framtíðar og endurreisnar flokksins. Davíðstíminn er búinn og við erum að díla við afleiðingarnar.

Á meðan þið í Náhirðinni hafið ekki stofnað annan flokk og ræðið og skrifið á þeim nótum sem nú er gert þá eruð þið klárlega að vinna gegn Sjálfstæðisflokknum og formanni hans Bjarna Ben.

Áhrif ykkar á almenning eru kölluð Hannesar Hó áhrifin og þau fæla almenning, venjulegt fólk, frá Sjálfstæðisflokknum. Talsmáti ykkar og afstaða og afneitun tefur fyrir að flokkurinn geti orðið trúverðugur á nýjan leik.

Á meðan flokkurinn á vini eins og þig G2F, Skafta og Hannes Hó, þá þurfum við ekki á neinum óvinum að halda….enda er það mat okkar að þið skaðið meira en allir pólitískir andstæðingar flokksins til samans.

Annað hvort komið þið með í Endurreisnina, gerum upp Davíðstímann, klárum uppgjörið (eins og Bjarni Ben ítrekar) og við göngum fram á veginn, eða þið bara gangið alla leið og stofnið flokk til heiðurs Davíð og gangi til kosninga.

Skilaboð formanns Sjálfstæðisflokksins eru skýr:
http://visir.is/article/20100409/FRETTIR01/605714167

Þessu tímabili hér er lokið og við þurfum að gera það upp:
http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs

Nafnlaus sagði...

G2G

Við vitum að þú hefur ekkert leyfi til að tjá þig í nafni Sjálfstæðisflokksins, skárra væri það nú, enda kærum við okkur ekki um að hafa nein lík í lestinni og erum að horfa til framtíðar og endurreisnar flokksins. Davíðstíminn er búinn og við erum að díla við afleiðingarnar.

Á meðan þið í Náhirðinni hafið ekki stofnað annan flokk og ræðið og skrifið á þeim nótum sem nú er gert þá eruð þið klárlega að vinna gegn Sjálfstæðisflokknum og formanni hans Bjarna Ben.

Áhrif ykkar á almenning eru kölluð Hannesar Hó áhrifin og þau fæla almenning, venjulegt fólk, frá Sjálfstæðisflokknum. Talsmáti ykkar og afstaða og afneitun tefur fyrir að flokkurinn geti orðið trúverðugur á nýjan leik.

Á meðan flokkurinn á vini eins og þig G2F, Skafta og Hannes Hó, þá þurfum við ekki á neinum óvinum að halda….enda er það mat okkar að þið skaðið meira en allir pólitískir andstæðingar flokksins til samans.

Annað hvort komið þið með í Endurreisnina, gerum upp Davíðstímann, klárum uppgjörið (eins og Bjarni Ben ítrekar) og við göngum fram á veginn, eða þið bara gangið alla leið og stofnið flokk til heiðurs Davíð og gangi til kosninga.

Skilaboð formanns Sjálfstæðisflokksins eru skýr:
http://visir.is/article/20100409/FRETTIR01/605714167

Þessu tímabili hér er lokið og við þurfum að gera það upp:
http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs

Nafnlaus sagði...

Mér finnst eina lógíska leiðin til þess að ná sér niður á jóni og pabba hans vera sú að versla EKKI í Bónus og Högum.

En því miður er það sama gamla sagan; fólk greiðir atkvæði með veskinu. Þess vegna mun Jón rísa aftur og Framsóknarflokkurinn verða eilífur.