miðvikudagur, 28. apríl 2010

Sargið í jonasi

Sumir hafa dálítið gaman að jonasi Kristjánssyni. jonas þessi hefur meðal annars unnið sér það til frægðar hin seinni ár að ritstýra einni af dapurlegustu útgáfum af DV sem menn muna eftir og er þar þó af nægu að taka. Eftir að hann hætti því tók hann að blogga af miklum móð og þolir engum athugasemdir við skrifin. Skynsamleg ákvörðun það reyndar....

Í dag skrifar hann handónýtan pistil sem ritstjórn Eyjunnar virðist þó telja merkilegt innlegg í pólitíska umræða dagsins af einhverjum ástæðum. Þar sargar jonas sama gamla guðspjallið um stjórnarandstöðuna og Icesave en karlinn telur að Framsókn og Sjálfstæðis eigi ekki að hafa skoðanir heldur bara að skammast sín.

Fortíðin skiptir auðvitað máli en það gerir nútíðin líka og stórnarandstaðan á að vera stjórninni aðhald. Það eru stjórnmál 101 en vefst þó fyrir jonasi.

það er mun minni frétt að Sigurður Kári hafi nefnt Icesave í þinginu en daglegt vandræðaástand stjórnarinnar við uppbygginguna sem lofað var. Það úrræðaleysi hefur ekkert með stjórnarandstöðuna að gera. Fréttamatið hans jonasar svíkur ekki...

Öllum er frjálst að gera athugasemdir við þennan pistil minn.

Röggi

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Röggi litli. Jónas er mest lesni bloggarinn á skerinu. Og líklega er hann besti bloggarinn.
Þú ert lítill hvolpur, miðað við Jónas. „Fortíðin skiptir auðvitað máli en það gerir nútíðin líka og stórnarandstaðan á að vera stjórninni aðhald”, skrifar þú. Þvílikt bla, bla, drengur. Brunavargarnir eiga sem sagt að vera brunaliðinu aðhald.
Hvað sagði kúlulánadrottningin þín? Endurmenntun. Hvernig væri að þú færir í endurmenntun, þ.e.a.s. ef einhver menntun var fyrir hendi?

Haukur Kristinsson

Elísa sagði...

Ég fíla Jónas í ræmur og tætlur. Hann er fjölmiðill frekar en bloggari.

Mig hefur oft langað til að kommenta hjá honum, oftast til að hrósa honum fyrir frábær skrif.
Skil vel að hann hafi ekki opið fyrir athugasemdir. Það er mikið starf að fara yfir og svara athugasemdum á mikið lesnum og vinsælum síðum.

Nafnlaus sagði...

Hrapaleg hugvilla hjá þér.
Jónas hitti algjörlega naglann.
Það er ömurlegt að hlusta á þetta steingelda uppskrúfaða og barnalega þras á Alþingi. Í stjórn alvöru fyrirtækis (sem Ísland ætti að vera) væri fólki sem svona talar umsvifalaust hent út. Það er algjörlega ástæðulaust að taka gagnrýni sem þessari sem einhverri árás á flokk eða stefnu, enda er fólkið á Alþingi núna algjörlega stefnulaust sama hvar það stendur.
Staðreyndin er sú að vinnubrögðin, málflutningurinn og hegðan stjórnmálamanna nú um stundir er hneykslanleg.

Hér skrifar gamalgróinn Sjálfstæðismaður.

Unknown sagði...

Þar sem þér skýst í þessu máli er það að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er sú að íhald og framsókn hafa engin svör, engar leiðir til að leysa Icesave. Því hangir það mál eins og myllusteinn um háls fjármála- og atvinnulífs. Það hefur verið talað um að Icesave málið kosti þjóðarbúið einhverstaðar á milli þriggja og 70 milljarða á mánuði vegna stöðnunar í atvinnulífi og lágs lánshæfismats og þar með hás fjármagnkostnaðar með meiru. Þó við tökum bara miðgildi þessarra upphæða þá er það ljóst að málið hefur kostað þjóðarbúið margfalt á við það sem hugsanlega vinst með næstu samningum um það sem alls ekki eru á næsta leiti. Því er felling samningins á sínum tíma eitthvert mesta skemmdarverk sem unnið hefur verið á íslenku efnahagslífi.