þriðjudagur, 20. apríl 2010

Klappstýrur forsetans skipta um skoðun

Vinstri menn hvort heldur er á fjölmiðlum eða alþingi hamast nú á forseta vorum. Hefndin vegna Icesave svikanna verður greinilega aldrei næg fyrir þetta fólk. Reynt er að gera hlut Ólafs Ragnars í útrásareinkaþotudansinum að algeru lykilatriði.

Þeir sem hæst láta núna eru búin að gleyma því hvert var fyrsta góðverk Ólafs Ragnars fyrir útrásina. það var þegar hann gékk í lið með glæpahyskinu og kom í veg fyrir að koma mætti lögum um eignarhald á fjölmiðlum á. Hverjir gengu harðast fram með Ólafi þar spyr ég? Hvaða fólk hvatti klárinn í þá daga?

Klappstýrurnar hafa skipt um skoðun og kannst nú ekkert við sinn mann.....

Röggi

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert alveg magnaður rugludallur, Röggi. Það eru ekki nema botnfall Skrímsladeildarinnar sem enn leyfa sér vonglaðir að halda því fram að sú hrákasmíð sem umrædd fjölmiðlalög voru hefðu orðið til bóta hvað þá til bjargar. Í þeirri von að ef hamrað er nógu oft og lengi á þeirri vitleysu þá breytist hún í sannleik.

Páll sagði...

Gæti ekki verið meira sammála þessum pistli hjá þér.

Fyrir þennan nafnlausa sem var á undan mér: Þeir einu sem hömruðu á einhverju í kringum fjölmiðlalögin voru fjölmiðlar útrásarvíkinganna, um hversu slæm þau væru og hversu vondur þessu Davíð væri, greinilegt að þú hefur látið glepjast af þeim áróðri!

Simon H. W. sagði...

Röggi..

Þú dilkadregur svo svakalega, þetta er skelfileg færsla hjá þér og gríðarlega einfeldnings og heimskulega skrifað.

Skil eftir þessi orð því ég mun ekki ómaka mig að skoða þær fleiri hjá þér.

ÓRG ætti annars að fara að draga sig í hlé.

Ég er ekki vinstri maður Röggi, staðreyndaruglvélin í hausnum á þér sem flokkar allt í vinstri og hægri verður að finna nýtt svæði fyrir mig :D haha
Vogur bíður upp á góða leið fyrir fólk að sjá heiminn eins og hann er og gefast upp á sjálfu sér og ruglinu í því, þeir ættu að opna fyrir fleiri en bara alkólista

Simon

Nafnlaus sagði...

Röggi,

Hvað finnst ÞÉR um það sem segir um ÓRG í skýrslu RNA?

Eða er skoðun þín á því háð því hvort þú sért til hægri eða vinstri?

Gunnar Tryggvason sagði...

Þetta eru alveg frábærar andsæður - efst á síðunni þessi öfgafulli pistill og svo fyrirsögn næsta pistils fyrir neðan "Gleymum okkur ekki í leðjuslag"...

Nafnlaus sagði...

Mér þykir þessi pistill ritaður af nokkurri vanþekkingu.

Þú ert kannski svo ungur að þú manst ekki eftir forsetakosningunum 1996.

Þá leiddu skoðanakannanir í ljós að ÓRG naut mjög mikils fylgis meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins -- þetta kom mjög flatt upp á alla og mikið rætt í fjölmiðlum.

Anna

gosi sagði...

Voru ekki um áttatíu prósent aðspurðra ósámmála fjölmiðlalögunum,þegar spurt var í skoðanakönnunum á sínum tíma??

Nafnlaus sagði...

"Gleymum okkur ekki í leðjuslag um pólitík" skrifar þú fyrir viku síðan. Vika liðin og þú bara búinn að gleyma?

Nafnlaus sagði...

http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?issId=259010&pageId=3623540&lang=is&q=Illugi%20J%F6kulsson


Ættir að heyra til hans núna.