mánudagur, 17. maí 2010

S. Einarssyni sagt upp

Hvurskonar Íslendingur er Sigurður Einarsson? Þessi bankamógúll hefur alið hér manninn og búið til fyrirtæki sem hefur haft gríðarleg umsvif og leikur lykilhlutverk í kreppu sem er að fara með okkur til andsk...

Við erum að rembast við að rannsaka málið af öllum góðum ástæðum mögulegum. Það er okkur nauðsyn og skylda. Til þess að okkur takist þetta eiga engir að hlaupast undan merkjum. það er einfaldega ekki með í þessum leik.

Sigurður lýsir sig saklausan af öllu og það áður en hann er spurður. Þar með telur hann málinu lokið af sinni hálfu og fær til sín mafíu lögfræðing nr 1 til að halda sér utan yfirheyrsluherbergja.

Í mínum huga hefur Sigurður sagt sig úr lögum við litla landið sitt og býr nú við sín eigin lög á peningafjallinu sínu. Ég hef ekkert umboð til eins eða neins en skili hann sér ekki "heim" til að svara eðlilegum spurningum saksóknara og staðfesta þar með sakleysi sitt þá segi ég honum fyrir mína parta upp ríkisborgararéttinum.

Enda vill hann ekkert með okkur hafa. Hér er ekkert meira að fá....

Röggi

4 ummæli:

GSS sagði...

Sigurður Einarsson er Íslendingur og hegðun hans er í samræmi við það. Alveg frá landnámi hafa skapgerðar einkennin verið ljós. Ef þú ert borinn sökum þá grípur þú til vopna. Viðurkennir aldrei sök. Það sýnir hetjulund.Ef þú fellur fram með tárin í augunum og játar syndir þínir, þá ertu aumingi. Íslendingasögurnar segja allt sem segja þarf um lundarfar Íslendinga.
Sigurður er því hetja samkvæmt formúlunni. Hlær að þjóð sinni uppi á skerinu, sendir dómsvaldinu fingurinn, lifir í vellystingum í ævilangri útlegð einhvers staðar í útlöndum, pírir augum og glottir við tönn. Sannkölluð hetja í stíl Íslendingasagna.

Nafnlaus sagði...

GSS góður!
Íslendingar eru 40 % skítapakk eiginhagsmuna sérgæsku sjálfgrægðgisFLokksflokks kjósendur.

Hvurskonar mafía er SjálfgrægiðsFLokkurinn? Þessi frjálshyggjuskríll hefur alið hér manninn og búið til þjóðfélag græðginnar og leikur lykilhlutverk í kreppu sem er að fara með okkur til andsk...

Unknown sagði...

Sigurður Einarsson...?

God riddance to bad rubbish..!

Nafnlaus sagði...

Hví er hann ekki látinn skila fálkaorðunni?