laugardagur, 26. júní 2010

Öfgar Árna Páls

Hann er þverhníptur formannskandidat Samfylkingar Árni Páll þegar hann kallar Sjálfstæðisflokk öfga hægri flokk vegna þess að hann hefur efasemdir um aðildarviðræður við ESB á þessum tímapunkti hið minnsta.

Þessi ágæti Árni Páll vísar í vilja þjóðarinnar í þessu samhengi. Greinilegt að glundroðaástandið í ríkisstjórninni er farið að bíta á kallinn sem sér nú fram á að Samfylking er að einangrast ekki bara á pólitíska sviðinu í þessu máli heldur ekki síður frá þjóð sinni...

..sem hefur lítinn áhuga á inngöngu í ESB núna. Og reyndar tel ég að þetta að blessaða mál sé ekki stærsta mál dagsins í dag.

það eru önnur mál sem brenna á okkur og Árni Páll ætti kannski að hafa stærri áhyggjur af því vilji hann rísa upp úr meðalmennskunni.

Röggi

12 ummæli:

Bjössi sagði...

Efasemdir? Þeir vilja draga til baka umsókn sem Alþingi tók lýðræðislega ákvörðun um að senda til Brussel. Efasemdir? Þeir vilja (þora) ekki að þjóðin fái að kjósa um aðild. Efasemdir? Þeir eru skíthræddir við þá tilhugsun að missa hreðjatak sitt á landinu sem þeir hafa haft allt, allt of lengi.

Nafnlaus sagði...

Sjálfsstæðisflokkurinn hefur enga stefnu sem gagnast venjulegu fólki. FLokkurinn vill áfram ónýta krónu og verðtryggingu sem er dauðastefna og aftökuaðferð fyrir venjulegt fólk.

Eina sem Sjálfsstæðisflokkurinn styður eru málefni sem henta hagsmunaklíkum og glæpasamtökum eins og LÍÚ.

Hólmfriður Bjarnadóttir sagði...

Það er nú bara svo að Árni Páll hitt naglann mjög vel á höfuðið með þessum ummælum sínum. Það er oft erfitt að sjá sannlekann á prenti eða hlusta á hann í beinni.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur 2. Gunnarsson

Hvar værum við ef ef að snillingnum Hólmfríðar nyti ekki við til að túlka meint ágæti Baugsfylkingarinnar fyrir okkur og hvað þá snillingsins Árna Páls?

Gerast menn öfgafyllri og meiri stjórnmálalegir ómerkingar?

Nafnlaus sagði...

Auðvitað er G2G mættur með skítadreifarann.

Einar Marel

Unknown sagði...

Af hverju má ekki klára aðildarviðræður og fá á borðið nákvæmlega hvað felst í aðild fyrir Íslendinga?

Nafnlaus sagði...

Þetta er hárrétt hjá Árna Páli og ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum að lokinni afgreiðslu á tillögu um að Sjálfstæðisflokkurinn vildi draga ESB umsóknina til baka.

Þar með hætti ég í flokksráði Sjálfstæðisflokksins, stjórn fulltrúaráðs Reykjanesbæjar, stjórn Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings og kjördæmisráði flokksins í Suðurkjördæmi

Ég hef hins vegar alls ekki breyst í sósíaldemókrata vegna þessa, heldur er áfram sami frjálslyndi miðju-hægri maðurinn og ég hef alltaf verið. Nú er ég "pólitískur munaðarleysingi!

Ég á þó von á að nýr öflugur og gjörsamlega óspilltur hægri flokkur líti dagsins ljós fyrir haustið!

Með kveðju,

Guðbjörn Guðbjörnsson

Nafnlaus sagði...

Er ekki um 70% þjóðarinnar á móti ESB aðild? Hvernig getur Sjálfstæðisflokkurinn verið að einangra sig með því að fara eftir vilja þjóðarinnar?

Má þá að sama skapi segja að Samfylking hafi verið að opna sig upp á gátt og sína hversu opinn sá flokkur er og víðsýnn, þegar hann samdi af sér í Icesave málinu, og tapaði því svo í þjóðaratkvæðagreiðslu 98-2? Er ekki í góðu lagi að flokkar fari eftir vilja þjóðarinnar þegar því er við komið?

Jóhanna vill nú setja amk fjögur mál í þjóðaratkvæði. Inni í því er ekki ESB aðild. Hvers vegna varð þetta mál útundan? Var það af "víðsýnisástæðum"?

Nafnlaus sagði...

Guðmundur 2. Gunnarsson

Það hlýtur að vera Sjálfstæðisflokknum stórkostlegt áfall að Guðbjörn sagði sig úr flokknum vegna þess að hann fékk ekki að ráða og þá gegn skoðun amk. 70% flokksmanna. Þó það nú væri að menn taki slíku illa. Eru ekki allar lýkur til þess að flokkurinn dragi til baka að draga til baka ESB umsóknina, eftir að forystan hefur gert sér grein fyrir að hann hafi hætt vegna þess að þeir vilja draga til baka ESB umsóknina?

Hvernig dettur einhverjum í hug að draga til baka ESB umsóknina þegar aðeins 70% þjóðarinnar krefst þess, og um leið stoppa milljarðapartíið sem, kratarnir velta sér uppúr þessi misserin, eins og mútuferðum til Brussel fyrir ofurbloggara og blaðamenn. Stuðningurinn verður keyptur ef annað dugar ekki til. Það er jú almenningur sem borgar sukkið og bjölluatið í Brussel. Dýrasta bjölluat sögunnar. Það er ekki ESB sem borgar, heldur milill meirihluti þjóðarinnar sem segir stórt NEI. Hvers vegna spyr engin hvernig hægt er að eyða öllum þessum peningum í ruglið? Talandi um spillingarlausan flokk og ESB.

Einar Marell er mættur og segir fátt sem fyrri daginn, eins og Baugsfylkingartrúðarnir og ESB fíklarnir tveir, þar sem annar heldur ekki vatni yfir bráðskemmtilegum trúðslátum hins. En auðvitað má ekki segja sannleikann um að keisarinn er allsber. ESB partýið á fullu og timburmennirnir og mórallinn því meiri þegar ESB víman rennur af liðinu.

Hvaða andskotans máli skiptir Baugsfylkinguna að 70% þjóðarinnar segir NEI - hingað og ekki lengra, þegar 98.2% þjóðarinnar sagði eitt stórt NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og henni var sýnd fingurinn af Heilagri Jóhönnu og kratatrúarhópnum.

Nafnlaus sagði...

Þeir lengjast alltaf pistlarnir þínir þegar þú reiðist G2G.

Einar Marel

Nafnlaus sagði...

Stjórnmálin eru böl samfélagsins. Jafnvel svokallaðir öfga trúhópar blikna í samanburði við heift ykkar sem trúið blint á málstaðinn.

Smurstöð sagði...

Ummæli Árna er pólitísk spunabrella til þess að skíta mótherja sína út. Það skiptir ekki öllu máli hvort það sé satt sem sagt er eins lengi og mótherjinn komi fram í neikvæðu ljósi í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Svo skal böl bæta að benda á annað verra.