miðvikudagur, 30. júní 2010

Mark eða ekki mark

Fótbolti er vinsælasta sport í veröld og HM er því stórviðburður á heimsvísu. Ég hef áunninn áhuga á dómgæslu í öllum iþróttum enda ótrúlega margir hlutir sameiginlegir með dómgæslu í boltagreinunun þremur. Viðfangsefnin þau sömu í grunninn og lausnir líka.

Þeir sem mest skrifa um fótbolta og mest hafa vitið fyrtast við í hvert skipti sem nefndar eru breytingar á reglum leiksins. Í körfubolta er sífellt verið að bæta reglur og umgjörð til að auka gæði og skemmtanagildi leiksins.

Ég geri mér grein fyrir því að það er viðkvæmt og mikilvægt að vel takist til. Ákveðin íhaldssemi er góð í þessum efnum. Í grunninn finnst mér ekki ástæða til breytinga á reglum fótboltans eins og ég þekki þær.

Nú ræða menn mjög um atvikið þegar boltinn fór inn fyrir marklínuna og sitt sýnist hverjum eðlilega. Í bandarískum íþróttum nota menn sjónvarp hiklaust og gera þá eins löng hlé á skemmtuninni og þurfa þykir. Mér finnst þróunin þar vera óæskileg...

...en velti því fyrir mér af hverju ekki má setja skynjara í fótbolta til að hjálpa mönnum að sjá hvort mark er mark eða ekki. Ekki hefur slíkt í för með sér neina töf á leiknum.

Liðið sem fær á sig mark getur varla kvartað undan slíku og klárlega ekki hitt liðið heldur. Það þarf ekki að vera mat dómarans hvort bolti fer innfyrir eða ekki. Það á að vera mat dómarans hvort um brot er að ræða, hver á innkast og svo framvegis og það er hans vinna.

Ég vill taka þetta mat af dómurnum enda oft afar erfitt að sjá þetta og meta. Tal um að kostnaður við að koma upp svona búnaði verði fótboltahreyfingunni að fjötjóni held ég að standist lítt enda varla hægt að gera kröfur um að allir vellir og allr tuðrur allsstaðar í smákimum veraldar verði svona á einum degi. Og hver ætli kostnaður verði við að fjölga dómurum til að fylgjast bara með þessu verði eins og nú er talað um?

Þessi hræðsla við breytingar í fótboltanum er óþörf í þessu tilfelli. Á þessari breytingu græða allir. Enda er það ekki mat einhvers dómara hvort boltinn fór inn fyrir línuna eða ekki.

Annað hvort gerði hann það eða ekki og bráðeinföld tækni getur úrskurðað um það á sekúndubroti.

Röggi

4 ummæli:

Davíð sagði...

Hmmm, er virkilega hægt að tala um boltagreinarnar ÞRJÁR? Ég gæti í fljótheitum nefnt mikið fleiri en þrjár boltagreinar, jafnvel einhverjar sem njóta lítilla vinsælda á Íslandi (já, þær eru til).

Nafnlaus sagði...

Af hverju tekur þetta fólk sig ekki til sem hefur svona gaman af íþróttum og fer bara að horfa á körfubolta? Handbolti og fótbolti eru að verða leikur án snertingar eins og karfan, það er lagt meira og meira upp úr leikni en fautaskap í þessum greinum en áður var.

Handboltinn á í rauninni ekkert eftir að gera nema klæða menn í hlýraboli, setja upp skotklukku, banna klístrið og gera mörkin hringlótt. Handboltinn er alltaf að taka upp fleiri og fleiri reglur og siði úr körfunni. Best væri þó að leggja bara handboltann niður og spila eingöngu Körfubolta. Fótbólti má síðan fylgja með.

Nafnlaus sagði...

" Í bandarískum íþróttum nota menn sjónvarp hiklaust og gera þá eins löng hlé á skemmtuninni og þurfa þykir. Mér finnst þróunin þar vera óæskileg..."


-Þetta er þvæla, það er varla aldrei stoppað meira en í mínútu. Í ameríska boltanum fær hvor þjálfari fyrir sig einn séns per leik á að senda dómarann á hliðarlínuna þar sem allt er klárt. Það myndi fjarlægja 99% af röngum dómum sem afgera leikina.

Nafnlaus sagði...

Þrjár boltagreinar eða ekki, meira af körfubolta eða ekki,hlé í Amerísku sjónvarpi eða ekki! Ekki aðal málið í þessari umfjöllun að mínu mati. Umræðan snýst um tækni sem ákvarðar hvort bolti fór inn fyrir marklínu eða ekki. Og ég bara spyr: Afhverju í ósköpunum er ekki löngu búið að græja þetta???