Svavar Gestsson gefst ekki upp í baráttu sinni fyrir Icesave samningnum sínum. Karlinn er pikkfastur í tíma sem er liðinn og missti af fjörinu öllu þegar þjóðin hafnaði klúðrinu hans eftirminnilega og afgerandi. Svavar veit greinilega ekkert hvar víglínan í þessari baráttu liggur núna og þusar bara um gamla tíð.
það sem er auðvitað verst í þessu er að gamli allaballinn á sér dygga stuðningsmenn í ríkisstjórninni. Ef eitthvað er að marka félaga Svavar er þetta fólk enn sannfært um að Icesave samningurinn sér stórsigur.
Hvað þarf til að opna augu þessa fólks?
Röggi
fimmtudagur, 9. september 2010
Svavar og Icesave
ritaði Röggi kl 10:51
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Uppreisn.
Byltingu.
En friðsamlega.
Ekki byltingu eins og Svavar og hans félaga dreymdi um þegar hann var í "námi" í Alþýðulýðveldinu.
Nú hræðist hann fólkið sem hann þóttist áður vinna fyrir.
Og er orðinn ofurlaunamaður á framfæri skattgreiðenda.
Tíminn breytist en óheilindin ekki.
svavarssamningurinn er sá besti sem við höfum gert hingað til.
í honum er m.a. ákvæði um að við megum borga hann upp ef við fáum lán á betri kjörum annarstaðar.
ég er ekki að segja að hann sé "góður" eða "slæmur". það er hinsvegar staðreynd að samningsaðilar voru tilbúinir í að samþykkja.
kannski fáum við betri samning. kannski ekki. kannski töpum við málinu fyrir dómstólum og lendum í miklu verri aðstöðu. kannski.
eina sem er í hendi í dag, er að þetta var skásti samningur sem við höfum náð enn sem komið er
Það verður alveg sama hvernig fer í Iceavemálinu. Íslendingar munu aldrei viðurkenna að þeir hafi tapað. Hvorki ærunni né peningunum. Þeir eru einsog riddarinn hugumstóri sem hikaði ekki við að gera árás á vindmyllur. Annar frækinn riddari í Monthy Python kvikmynd barðist þar til búið var að höggva af honum alla útlimi, samt hætti hann ekki að rífa kjaft á meðan blóðið spýttist í allar áttir. Þessi þjóð er sætust. Það er ekki hægt annað en að elska okkur.
Skrifa ummæli