Ríkisstjórnin hefur fundið leið til að viðhalda sjálfri sér. Skipt er út ráðherrum og tilgangurinn er eingöngu einn. Að tryggja í ofboði eitthvert það jafnvægi sem gæti gefið vinnufrið. Þetta er í sjálfu sér smart allt saman og kannski heldur þetta ógnarjafnvægi og fólk getur farið að vera heiftarlega ósammála við ríkisstjórnarborðið í miklum kærleik.
Ríkisstjórnin er eins og stökkbreyttur vírus. Það eru engin málefni sem halda henni saman. Hún lifir bara til að lifa. Samfylkingin hefur gefist endanlega upp á VG og heldur bara sinn veg á leið sinni í ESB og VG fær að leika lausum hala á meðan með fáránlega afstöðu til atvinnuuppbyggingar og skatta.
Niðurlæging Samfylkingarinnar er fullkomnuð og spái því að óþol flokksins til VG muni vaxa en ekki minnka við þennan kapal.
Og við öll súpum seyðið af vitleysunni.
Röggi
fimmtudagur, 2. september 2010
Uppstokkunin.......
ritaði Röggi kl 17:35
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég vissi að þú yrðir ánægður með þetta.
Svo verður þetta bara svona ein kósý happý famílý maður! Ekki alltaf í fýlu út í allt! ....eða þannig! :)
Skrifa ummæli