miðvikudagur, 26. janúar 2011

Ráðherrar og fræðimenn grínast með lög og rétt

Ég er ekki einn af þeim sem nenni að fagna því sérstaklega að hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að kosningar til stjórnlagaþings skuli skoðast ógildar. Þetta er auðvitað afar dapurt fyrir okkur öll hvort sem við teljum þennan vetfang hentugan eður ei til endurskoðunar á stjórnarskrá.

Viðbrögð stjórnmálamanna hafa verið eins og kannski mátti við búast. Þeir sem ekki sitja í súpunni hamast á þeim sem þar sitja og keppast við að reyna að nýta sér stöðuna pólitískt. Allt pínu leiðinlegt og út í hött.

Jóhanna Sigurðardóttir er bara öskufúl á móti og telur það merkilegt innlegg í umræðuna að segja bara nógu oft að íhaldið sé vont. Og pólitískir léttadrengir freistast í kjölfarið til þess að draga heilindi hæstaréttar í efa. það er verða ótrúlega langt síðan forsætisréðherra lagði eitthvað bitastætt til umræðunnar...

Ögmundur Jónasson slær þó flest út og ef hann réði þá fyndi ÖSE sig knúið til að senda eftirlitsmenn hingað við hverjar kosningar. Ögmundur telur að reglur séu í raun bara þreytandi formsatriði þangað til einhver beinlínis fer á svig við þær. Engin ástæða sé til þess að taka mark á kærum sem sýna fram á alvarlega ágalla á kosningum ef ekki telst sannað að einhver hafi nýtt sér gallann. Ég vek athygli á að þetta er haft eftir ráðherra innanríkismála.....

Og nú birtast fræðimenn sem gefa undir fótinn með það að best sé að gefa skít í að þjóðin fái að kjósa og láta alþingi bara eftir að velja fólkið sem var kosið í ógildu kosningunum. Þú ert ekki að lesa tilvitnun í frétt af baggalút núna. Prófessorinn Gunnar Helgi er nefnilega ekki að spauga.

Frá mínum bæjardyrum séð er ekki um annað að ræða en að kjósa aftur vilji löggjafinn halda þessu þingi til streitu. það er ekki boðlegt að reyna að stytta sér leið framhjá lögum og leikreglum í þessu.

Alþingi og ríkisstjórn hafa bara ekki efni á því að bæta öðrum mistökum við hin fyrri. Látum ekki blinda ráðherra eða mistæka próferssora selja okkur þá hugmynd að lög og reglur séu bara til skrauts og skuli notaðar þegar pólitíkusum hentar mest og best.

Röggi

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Litlir sigrar minni manna á örmáli, sem eru blásnir út af uppþemdu fólki.

En jú, við neyðumst víst til að kjósa aftur.

Kv, Atli