Ég eins og margir aðrir biðum í rólegheitum eftir því að ritstjóri eyjunnar bæðist afsökunar á ótrúlegum dómgreindarbresti þegar miðillinn birti bæði nafn og bílnúmer þess manns sem myrti barnsmóður sína í vikunni skömmu eftir atburðinn.
Einhverja tilraun gerir Karl Th til þess en þvílíkur kattarþvottur! Karl er eins og gamall stjórnmálamaður sem aldrei kannast við fullan ósigur. Hann biðst afsökunar en samt eiginlega ekki....
Jú nafnbirtingin var klúður viðurkennir ritstjórinn en nauðsynlegt að hafa bílnúmerið og hann notar sömu röksemdir og áður og fyrr hafa verið notaðar. Nefnilega að það sé gert til að þjóðin sé ekki að stimpla alla sem eiga þá bíltegund sem hér um ræðir sem morðingja.
Þessi málatilbúnaður nær auðvitað ekki nokkurri átt og betra hefði verið að segja ekkert. Með þessum rökum er hægt að réttlæta nafnbirtingu korteri eftir hverja einustu handtöku eða yfirheyrslu sem verður fréttaefni til þess að vernda mannorð allra hinna sem annars myndu hugsanlega liggja undir grun.
Í þessum tilefellum er þetta sjónarmið ekki til umræðu og það veit Karl Th auðvitað. Af hverju lætur ritstjórinn það eftir sér að setja fáránlega og ímyndaða hagsmuni allra annarra en geranda og þolanda í málinu í fyrsta sæti?
Getur ritstjórinn ekki séð sjálfan sig í stöðu þessa fólks? Eyjan féllur hér algerlega á prófinu og gerir svo illt verra með sorglegri tilraun ritstjórans til að reyna að finna skandalnum einhverja rökhugsun.
Eyjan fellur tvisvar á prófinu....
Röggi
laugardagur, 14. maí 2011
Eyjan fellur tvisvar á prófinu
ritaði Röggi kl 12:24
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Eyjan er orðin hryllilega léleg eftir að Karl Th. Samfylkingarmaður tók við henni.
Það er greinilegt að allt Samfylkingar-ruslið hefur safnast saman í kommenta-kerfinu á Eyjunni og fagnar alltaf innileg öllum Samfylkingarvænum árórðri sem þar kemur með puttana uppi.
Nenni ekki að lesa orðið þessa leiðinlega Samfylkingar-Eyju.
Þú hefur bloggað árum saman en aldrei tekist að segja nokkuð af viti. Þetta fer að jaðra við afrek.
Nál. 40% kjósenda ætla viljandi að falla á prófinu í næstu kosningum.
Skondið að efsti linkur Eyjunnar síðustu daga hefur verið um þetta mál með vísun í stutta grein DV mannsins Jónasar Kristjánssonar: "Eyjan stóð sig best". Það er lítill afsökunartónn í slíkri fyrirsögn og vísan.
Þetta er hárrétt hjá þér. Í stað þess að íhuga hvort nauðsynlegt sé að segja að bíllinn sé dökkgrár Mitsubishi Galant leitar fréttamaðurinn leiða til að þrengja hópinn enn frekar þar til hann ákveður að birta bílnúmerið. Hver er hagur almennings á þessum tíma að fá þessar upplýsingar í hendurnar? Nákvæmlega enginn. Sama er með myndbirtingar af bílnum, almenningur þarf ekki að vita þessar upplýsingar því maðurinn er í haldi lögreglu á þessum tímapunkti.
Blaðamannafélagið verður að fara taka á svona mynd-og nafnabirtingarmálum. Svona fréttamennska er ekkert annað en slúður.
Skrifa ummæli