Steingrímur J Sigfússon hefur enn einu sinni snúist til varnar afstöðu sinni í Icesave málinu. Fyrir okkur "venjulega" fólkið er auðvitað engin varnarstaða til fyrir Steingrím í því máli og að líkindum hefur hann loks séð það sjálfur og reynir því að snúa vonlausri vörn í einhversskonar sókn.
Og vörn hins samviskubitna Steingríms fellst helst í því að tala illa um baráttu þeirra sem björguðu okkur frá hörmungar samningi þeirra kumpána Steingríms og Svavars Gestssonar. Þar sér félagi Steingrímur sín helstu mistök hafa verið að standa ekki fastar á sínu og vera of eftirgefanlegur. Og á sama tíma reynir hann með mögnuðum hætti að eigna sér stöðu málsins í dag.....
Steingrímur bendir á að hann hafi ekki búið vandamálið til og telur sig þá væntanlega í góðum rétti til að klúðra lausninni fullkomlega. Svona tal heldur auðvitað hvorki vatni né vindum og er ekki boðlegt vilji menn taka vitrænan þátt í umræðum.
Hér sjáum við þrautreyndan stjórnmálamann reyna að bulla sig út úr vonlausri stöðu með taktískum hætti. Þáttur Steingríms J í Iceasave klúðrinu er með þeim hætti að enginn PR maður getur hannað pólitískan sigur í þeirri sögu.
Þar blasa staðreyndir við og við getum þakkað öllum öðrum en félaga Steingrím fyrir hvernig virðist vera að rætast úr.
Röggi
fimmtudagur, 26. maí 2011
Steingrímur og Icesave.....
ritaði Röggi kl 12:30
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þessi skömm mun fylgja Steingrími.
Ferill hans er ónýtur.
Og svo bætist við sú ákvörðun hans og Jóhönnu að siga erlendum vogunarsjóðum á heimili og fyrirtæki í gegnum bankana sem þau einkavæddu.
Í bönkunum er fólk á kaupaauka við að innheimta þessar skuldir.
Á þessu bera Jóhanna og Steingrímur ábyrgð.
Sennilega sleppa þau við ákæru en sagan mun dæma þau og sá dómur verður hrikalegur.
En þeim er auðvitað alveg sama um það.
Þannig hugsa valdasjúklingar
Góð færsla og algjörlega sammála ykkur báðum.
Nú stefnir í að EF Icesavesamningurinn hefði verið samþykktur þá þyrftu skattgreiðendur ekki að borga neitt.
Hann var hins vegar EKKI samþykktur og því er enn óvissa um málsafgreiðslu og versta hugsanlega niðurstaða er enn möguleg.
Ég er eins og á sínum tíma sammála Steingrími að best hefði verið að málið hefði verið afgreitt strax með Svavars samningunum (minnisblað Árna Matt gerði ekki ráð fyrir greiðslum úr búinu og var því ekki hagstæður) en þó ekki síðar en með Icesave IV. Þá væri málið búið.
Skrifa ummæli