miðvikudagur, 1. júní 2011

Blogg um forræðishyggju

Ég ætla að nýta mér rétt minn til að blogga um forræðishyggju ríkisstjórnarflokkanna. Þennan rétt hef ég sem betur fer óskertan ennþá en hver veit nema rétthendum mönnum á fimmtugsaldri sem halda með Val og dæma körfubolta og eiga lögheimili í Hafnarfirði verði fljótlega bannað að blogga um forræðishyggju með valdboði.

Hvar endar þessi endemis árátta vinstri manna? Reyndar kemur það ekki sérstaklega flatt upp á mig að VG vilji banna borgurunum allt nema nema það sem þeir sjálfir telja sig hafa umboð til að ákveða fyrir okkur.

Í þessum efnum rís vinstri stjórnin vissulega undir mínum "væntingum" því miður og gott betur. Það er bara pólitísk lífsskoðun vinstri manna að pólitíkusar og embættismenn séu best til þess fallnir að ákveða allt fyrir okkur.

Og eftir þeirri sannfæringu er unnið og stöðugt bætt í og ég hef lúmskt gaman að þeim sem aðhyllast stefnu þessara flokka en eru nú að bölsóttast út í þessar aðferðir. Frelsi er og verður alltaf skammaryrði í bókum VG og eldri kynslóðar Samfylkingarmanna. Þetta er prinsipp en ekki mannvonska.

Þegar heimurinn hrundi yfir okkur tókst þessu fólki að komast til valda og seldi mörgum það að frelsi, einka og hagnaðarvon væri vondir hlutir. Það er í því umboði sem verið er að svipta okkur sjálfsákvörðunarréttium.

Ný viðmið eru sett í forræðishyggju dag hvern og hugmyndaauðgi valdhafanna eru lítil takmörk sett þegar kemur að finna leiðir til að minnka kaupmátt okkar og takmarka rétt okkar til sjálfsákvörðunar um eigin mál í stóru sem smáu.

Af hverju eru sumir hissa á þessu?

Röggi

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er nátúrulega alveg sturlaður hroki í þessum stjórnmálamönnum. Forræðishyggjan sem þetta aumingjans fólk er að gera sig seka um er valdhroki af verstu gerð.
Ef það er eitthvað sem á erindi inn í stjórnarskrá þá eru það ákvæði sem takmarka verulega vald stjórnmálamanna til að setja svona lög.

Dude

Nafnlaus sagði...

Hvar er stjórnarandstaðan?

Hvar eru frjálslyndu öflin í þessu þjóðfélagi?

Hvar eru and-fasísku öflin í þessu þjóðfélagi?

Hvar eru umburðarlynd öflin í þessu þjóðfélagi?

Ástandið er hrikalegt.

Hreinn fasismi veður hér uppi og engum vörnum er haldið uppi.

Nafnlaus sagði...

Sammála, hvar er stjórnarandstaðan?

Nafnlaus sagði...

Eitt er víst; vegurinn til Austur-Þýskalands verður ekki fetaður í einu skrefi. Við erum búin að taka skuggalega mörg skref þangað á skömmum tíma.

Tek undir með nafnlausum @ 14:18 - hvar eru frjálslyndu öflin? Það þurfa einhverjir með stærri sápukassa en Vefþjóðviljinn að láta í sér heyra og það duglega.

Hvar ætli allt þetta fólk sé sem í árafjöld hefur tautað um skerðingu á borgaralegum réttindum, gerræði og slíkt í USA eftir hryðjuverkaárásirnar í september 2001? Prófið að horfa aðeins inn á við, úff...

Nafnlaus sagði...

Haustið 1989 endaði með ósköpum tilraun með sósíalism og forræðihyggju í A-Evrópu.

Fólkið þar reis einfaldlega upp. Það hafði fengið nóg.

Nákvæmlega 20 árum síðar, haustið 2009, var þessari tilraun framhaldið, nefnilega á litla Íslandi þegar ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnum að taka þessu sömu tilraun upp og reyna hana hér.

Þau Ceausecu-hjónin Íslensku hafa á ótrúlega skömmum tíma sett í lög ýmis boð og bönn, hefti tjáningafrelsi með nýjum fjölmiðlalögum, og komið á laggirnar öfgafullum femínískum fasisma.

Sagt er að Norður-Kórea sé farið að óttast um stöðu sína sem mest afturhaldsamasta land í heimi, enda veitir Ísland þeirra Ceausescu-hjónanna, Jóhönnu og Steingríms Norður-Kóreu harða samkeppni.

Guðmundur sagði...

Mér þætti vænt um ef þú myndir kalla þetta "áráttu SUMRA vinstri manna". Sjálfur er ég vinstri sinnaður, en frjálslyndur og vil ekki ríkisafskipti og boð og bönn (og sama á við um flesta vini mína vinstra megin sem ég hef talað við). Enda fer forræðishyggjan ekki eftir því hvort maður halli sér til vinstri eða hægri, heldur því hvort fólk hefur hugmyndaflug eða ekki. Því miður virðast íslenskir stjórnmálamenn upp til hópa ekki hafa hugmyndaflug. Allra síst framsóknarmenn eins og Siv.

Annars eru kommentin hjá Nafnlausum frekar fyndin. Ef þetta er það eina sem ykkur dettur í hug að segja til að berjast gegn forræðishyggju, þá verður ykkur nú ekki mikið úr verki, greyin mín.