Núna sjá margir sigur í því að stjórn bankasýslu ríkissins hefur sagt af sér og nýráðinn forstjóri ætlar ekki að taka starfið. Prinsippslausa þjóðin skilur málið ekki . Þjóðin sem heldur að hún vilji boðlega stjórnsýslu án pólitískra afskipta vill nefnilega akkúrat þannig stjórnsýslu. Þegar það hentar.
Við viljum stjórnmálamenn sem vasast í öllu eftir pólitískum hentugleika. Við viljum enga andskotans armlengd. Við viljum stjórnmál í öllu. Það er fólkið sem er líklegt til að láta ekki pólitísk hagsmunamál ráða för!
Svo tekur þjóðin bara glænýja afstöðu næst þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af. Þá verða heldur engin prinsipp sem ráða heldur bara dægurumræða þess tíma og svo hið klassíska sjónarmið; Með hverjum held ég.....
Þeir sem fagna núna eiga þau stjórnmál sem við búum að í dag skilið.....
Röggi
þriðjudagur, 25. október 2011
Bankasýslan og prinsippsleysi þjóðar
ritaði Röggi kl 20:17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hægrimenn hafa ekki prinsip, þess vegna gengur þeim svona vel að vinna saman gegn millistéttinni.
Alveg rétt hjá þér. Það er bezt þegar við steinhöldum kjafti og leifum fullorðnu fólki að stjórna eins og það veit að er bezt.
Nú lokum við bara öllum fjölmiðlum á morgun og höfum ekki meiri áhyggjur af þessu fyrst hinn hugprúði fjórflokkur stendur vaktina fyrir okkur.
Ég held að Röggi sé að skjóta vel yfir markið.
Einu sinni var mér sagður brandari um hvernig eigi að finna rétta endurskoðandann. Þú boðar fólk í viðtal og spyrð: Hvað er 2+2? Þeir sem sögðu 4 fengu þakklæti fyrir komuna. Þegar þú finnur einhvern sem svarar: Hvaða tölu hafðir þú í huga? Þá ertu búinn að finna rétta endurskoðandann. Hvað er faglegt ráðningarferli? Það er sama hversu mörg viðtöl og krossapróf umsækjendur eru settir í ef grunnkröfurnar vantar. Hefur þú haldgóða reynslu af bankarekstri? Hefur þú haldbæra menntun tengda fjármálastarfsemi? Ef svarið við annarri hvorri spurningunni er nei, að ég tali ekki um báðum, þá ætti að vera sama hvað kemur út úr almennum krossaprófum í kjölfarið.
Það er ekki allt að gera hlutina rétt, það verður að gera réttu hlutina.
kk,
SIJ
Ætli Röggi þekki nokkurn sem hefur það pricip að fylgja FLokknum í einu og öllu?
Skrifa ummæli