laugardagur, 19. nóvember 2011

jonas.is og umræðuhefðin

Jónas Kristjánsson er athyglissjúkur maður sem heldur að vægi skoðana hans aukist í réttu hlutfalli við svívirðuna sem hann getur soðið saman. Karlanginn æpir á athygli og fær hana en er nákvæmlega sama á hvaða forsendum sú athygli er.

Þegar rætt er um þennan gamla blaðamann og hans ritstjóraferil er hægur vandi að týna til óhemjusorgleg tilfelli þar sem skrif hans og stílbragð hafa haft alvarlegar afleiðingar en það hefur ef eitthvað er forhert kallinn.

Efnistökin eru þráhyggjukennd þegar kemur að stjórnmálum og ekki verður betur séð en að maðurinn telji sig verða að toppa sjálfan sig í ruddaskap í hvert sinn sem hann sest niður.

Og alltaf skulu þeir fjölmiðlamenn vera til sem sjá tilgang í því að dreifa mykjunni. Það er í raun magnað og segir manni hvað pólitík getur ruglað jafnvel bestu menn í ríminu. Stundum meira að segja menn sem á fínum stundum segjast hafa óbeit á því hvernig pólitísk umræðuhefð okkar er þróast.

Sorglegt.

Röggi

18 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú mættir laga tengilinn. Http er tvítekið hjá þér.
Og já, kallinn á það til að fara hressilega yfir strikið.

Nafnlaus sagði...

Hér er fágætt myndband af karlinum við ritstörf:

http://www.youtube.com/watch?v=-VN2KRxTdjE

Hey, það er föstudagur! Að öllu gríni slepptu er ég sammála hverju orði í þessum pistli.

Eyjólfur

Nafnlaus sagði...

Jónas er flottur og bráðnauðsynlegur til að hræra í heilabotnfallinu og froðunni sem hér fyllir síðurnar.

Hann hefur ekki alltaf rétt fyrir sér sjónarmið hans eru bæði gild og skýr.

Nafnlaus sagði...

Jónas er einn leiðanlegasti bloggari landsins sem leggur illa til fólks sem honum líkar ekki við.

Illskan, hatrið og heiftin skín úr skrifum hans svo hann minnir einna helst á geðvont og biturt gamalmenni.

Nafnlaus sagði...

Jónas skrifar sannleikann um Sjálfstæðisflokkinn nokkrum sinnum í viku og hvílíkt böl hann er búinn að vera á þessari þjóð í meira en 80 ár.

Nafnlaus sagði...

Já, Jónas pirrar marga og flestir eiga það skilið. Hann hefur verið nauðsynlegur í umræðunni um spillinguna þar sem hann ítrekar stöðugt það sem illa er og var gert. Íslendingar hafa ekkert minni en Jónas sér um að þeir gleymi ekki.

Nafnlaus sagði...

Sé ekki betur en Jónas fari með rétt mál, sérstaklega ef horft er á forysturæðurnar á landsþingi Flokksins - þar sem Flokksmenn reyna að hvítþvo sig frá ábyrgð á hruninu. Það er sorglegt. Svipað og Nazistaflokkurinn hefði reynt að hvítþvo sig frá glæpaverkum sínum.

Fólkið í Sjálfstæðiflokknum hefur ekki manndóm til að viðurkenna mistök sín og ábyrgð Flokksins í hruninu. Þeir reyna frekar að klína því á alla aðra og þá helst vonda útlendinga. Þetta reynir Flokkurinn þótt að það sé sannað að forystumenn hans og fjölmargir embættismenn og útrásarvíkingar sem tengjast Flokknum bera mesta ábyrgð á hruninu.

Nafnlaus sagði...

Þegar maður les heilaprump Jónasar öðru hvoru lærir maður að meta kraftaverk skilnings. Í hvert einasta skipti.

Því það er skilningur sem veldur því að vel lundað og andlega heilbrigt fólk eins og ég og Röggi umberum fólk eins og Jónas.

Nafnlaus sagði...

Einu aðilarnir sem eru að gera athugasemdir við skrif Jónasar á netinu, eru félgar í glæpagenginu innan sjálfstæðisflokknum !

Þú býrð þér til það sem þú átt skilið !

Ef þú villt tilheyra glæpagenginu innan sjálfstæðisflokkunum , þá ertu búinn að búa þér til þinn stað !

Ekki sakast við Jónas !!!

Veit ekki hvort maður þorir í stólinn hjá þér ?

Kveðja JR

Nafnlaus sagði...

Ég tek heilshugar undir með Jónasi sem segir skýrt það sem oftast hefur mikilvægan sannleikskjarna.
Þegar maður er ósammála honum er það ergilegt vegna þess hve hvass hann er — sjónarmiðhans eru nær undantekningalsut réttmæt — líka þegar mikilvæg mótrök eru ósögð, það er þá annarra að bera þau fram.

Þjóðrembur og Sjálfstæðismenn þola hann vafalaust illa síðustu misserin enda á hann létt með að afhjúpa sjálfmiðað og eigingjart hugarfar þeirra og hve langt þeir ganga til að fela það.

níels a. ársælsson sagði...

Jónas segir bara sannleikann og aldrei neitt annað.

Jónas er bestur.

Nafnlaus sagði...

Ósammála þér hér. Ný umræða, byggð á heiðarleika og hugrekki, þarf að taka við að heigulshætti sem hér hefur ríkt undir járnhæl DO og SjálfstæðisFLokks. Jónas er kóngurinn.

Nafnlaus sagði...

Jónas er endaþarmur íslenskrar blaðamanna stéttar og bara viðeigandi að hann þorir ekki að leyfa fólki að svara sé beint!

Nafnlaus sagði...

Þá er Jónas frá og AMX næstir. Bíð spenntur.

Nafnlaus sagði...

Jónas er í opinni umræðu á Facebook.

Nafnlaus sagði...

Jónas segir einfaldlega sannleikan um mafíuna sem hefur tröllriðið íslensku samfélagi.

Viðar Ingvason sagði...

Jónas er mótvægi við stæðstu fjölmiðla landsins sem flestir eru í eigu mafíunnar eða á annan hátt undir hennar stjórn.

Nafnlaus sagði...

Sammála. Karlinn er illgjarn og svolítið skrýtið að svona rugludallar eins og hann hafi svona mikið vægi í umræðunni.