Ein leið og örugg til að öðlast 15 mínútna frægð er að skrifa bara nógu stórt og mikið um þá sem ritstjórn eyjunnar telur vera pólitíska andstæðinga sína. Björn Valur Gíslason er frægur fyrir margt blessaður og kjaftháttinn hefur hann í umframmagni.
Þegar hann vill annað hvort ná athygli eða þá dreifa henni frá hlutum sem ekki henta honum að fjallað sé um skrifar hann bara eitthvað vont um einhvern Sjálfstæðismann og ritstjórn eyjunnar hleypur til og gerir að frétt.
Hvað er þá vinsælla en gamli Davíð Oddsson? Þetta er gömul brella sem ég hélt reyndar að Jón Ásgeir hefði fullnýtt en lengi er von á einum.
Ég á auðvitað ekkert með það að velta því fyrir mér hvað Björn Valur dundar sér við þegar hann hefur ekkert gáfulegt að segja en finnst magnað hvað eyjan nennir að leggjast lágt á sama tíma og ritstjóri hennar hikar ekki við að vanda um fyrir öðrum.
Röggi
sunnudagur, 13. nóvember 2011
Lágkúra
ritaði Röggi kl 23:17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
haltu þá bara áfram að dýrka arkitekt hrunsins og þjóðníðing nr.1
Aulaháttur ritstjórnar Eyjunnar að elta uppi svona kjaftaska og lýðskrumara á vinstrivæng stjórnmálanna.
Björn Valur er einn mesti kjaftaskur sem setið hefur á Alþingi.
Hann er hrokafullur og sýnir andstæðingum sínum megnustu fyrirlitningu.
Svoleiðismenn hafa aldrei orðið gæfumenn og hafa einungis grafið sjálfum sér og viðhlægjendum sínum fyrirlitlega gröf.
Vanvirðing hans við forseta landsins sem og aðra málsmetandi menn sem hann fyrirlítur, á eftir að koma honum og hans flokki rækilega um koll síðar meir.
Segja má að Berlusconi og Davíð séu amk. skynsamlegri en allur þingflokkur VG til samans.
Ekki er ég mikill aðdáandi Davíðs í dag, né Berlusconi, en mér sýnist sem að Björn Valur sé með dulda aðdáun á þeim fyrrnefnda.
Björn Valur á það nefnilega sameiginlegt með Davíð Oddssyni að sýna "pólitískum andstæðingum" sínum megna fyrirlitningu og beitir þeim fyrir sig í smjörklípum hægri vinstri.
Kannski Björn Valur nefni Dabba til sögunnar síðar meir sem einn af sínum mestu áhrifavöldum í pólitíkinni, hann virðist vera ómeðvituð fyrirmynd Björns Vals.
Einn stærsti gallinn við íslenskt stjórnmálalíf í dag er einmitt orðræða sú sem Björn Valur hefur greinilega í hávegum.
Menn eins og Björn Valur eru ástæða þess að virðing fyrir Alþingi og stjórnmálamönnum er komin að frostmarki.
Skrifa ummæli