miðvikudagur, 8. febrúar 2012

Feluleikur Steingríms

Það er ekki verið að fela neitt eða fegra segir Steingrímur J þegar ríkisendurskoðandi skilur ekki af hverju 47 milljarða skuldbinding ríkissins vegna lífeyris er ekki gjaldfærð í reikningum Steingríms. Hér er því væntanlega um misskilning að ræða hjá embættismanninum.

Ég ekki von á því að mikið verði gert með þessa uppivöðslusemi ríkisendurskoðunar. Reynslan hefur sýnt að athugasemdir þaðan fara inn um eitt og út um hitt þegar pólitíkinni hentar.

Ég er hvorki endurskoðandi né bókari og er því kannski fyrirgefið þó ég skilji trauðla útskýringar ráðherrans. Steingrímur talar um að allt sé þetta nú normal hjá sér enda óeðlilegt að færa til gjalda þessa skuldbindingu þar sem enginn veit nákvæmlega hversu mikil hún verði þegar hún kemur til greiðslu.

Þetta er skemmtileg nálgun og nýstárleg nokkuð. Ég get þá samkvæmt þessu sleppt því að færa til gjalda lán vegna þess að ég veit ekki nákvæmlega hver endanleg upphæð verður til greiðslu hvorki mánaðarlega né endanlega.

Mér finnast útskýringar ráðherrans út í hött. Staðan varðandi þessa skuldbindingu er sú að ríkissjóður skuldar þessa upphæð núna og ríkisreikningurinn hlýtur að verða að sýna stöðuna eins og hún er. Hvort hún mun hækka eða lækka er algert aukaatriði.

En Steingrímur notar margþvælda Íslenska aðferð. Skuldin er einfaldega ekki til fyrr en reikningurinn dettur inn um lúguna!

Annars er það þannig að fáir hafa á þessu máli áhuga eða gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt það er ef ríkið getur ekki staðið við lífeyrisskuldbindingar sínar. Spyrjið þið bara Grikki sem eru að súpa seyðið eftir svona bókhaldsæfingar ráðamanna.

Þegar Geir Haarde tók við ríkiskassanum á sínum tíma í bullandi góðæri og sölu ríkisfyrirtækja notaði hann einmitt afgang af ríkissjóði til að greiða niður skuldir ríkissjóðs vegna þessara skuldbindinga.

Þá eins og nú hefur varla nokkur maður áhuga á svona málum. En það kemur að skuldadögum í þessu og þeir sem einu sinni héldu að bankar og ríkisstjórnir gætu ekki farið á hliðina ættu að vita að það voru einmitt svona bóhaldsæfingar sem hjálpuðu til í þeim efnum.

Röggi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Röggi. Hann veit að hann er að fara með staðlausa stafi. Þessi prósenta er bundin við samninga og það kemur því ekkert við hvað er greitt út við starfslok. Hvernig væri að dæma hann í fangelsi fyrir að skila ekki rimlagjöldum, eins og alla aðra sem bera ábyrgð á rekstri. Inn með dúddann.
Kv.
Sveinbjörn

Nafnlaus sagði...

Það tekur enginn sæmilega viti borinn maður minnsta mark á Steingrími Sigfússyni.

Hann er einfaldlega búinn að dæma sig úr leik.

Nú bíður þjóðin þess að losna við hann og að ný öfl og heiðarleg siðvæði stjórnmálin hér.

Nafnlaus sagði...

Burtu með Steingrím og Ögmund eru búnir að vera þjóðinni dýrkeyptir.
Steingrímur með því að færa hrægömmum bankanna og Ögmundur átti þátt í því að vera að gamla með peninga lífeyrisþega opinbera starfsmanna sem kostar skattgreiðendur mikið.