föstudagur, 10. febrúar 2012

Meirihluti og pólitískir sóðakarlar

Það er skemmtilegt á vissan hátt að fylgjast með viðbrögðum við myndun nýs meirihluta í Kópavogi. Allt að því fullkomin móðursýki og gildishlaðin stóryrði einkenna tal margra. Reyndar er ósanngjarnt að gera miklar kröfur til Björn Vals. Hans framlag er að jafnaði dónaskapur um persónur á milli þess sem hann hefur skoðanir á þingi sem eru fyrir neðan allar hellur og er ég þá ekki endilega að vísa í Icesave 1..........

Menn láta eins og nýr meirihluti hafi rænt völdum með vopavaldi að næturlagi. Hvurslags afstaða er það? Það hafði lítið með Sjálfstæðisflokkinn að gera að oddviti Samfylkingar fékk augastað á bæjarstjórastól og linnti ekki látum fyrr en allt sprakk.

Það hafði einnig ekkert með Sjálfstæðisflokkinn að gera að ekki tókst með nokkru móti að búa til nýtt samstarf utan um þennan draum oddvitans. Allt var reynt dögum saman.....og vikur liðu. En allt kom fyrir ekki.

Það er nú þannig að lög um sveitastjórnir gefa ekkert svigrúm. Ekki verður kosið aftur fyrr en að fjórum árum liðnum. Þess vegna verður að mynda meirihluta og auðvitað endar það þannig.

Þess vegna er áhugavert að fylgjast með því hversu mikið pláss pólitískir sóðakarlar eins og Björn Valur og fleiri fá þegar menn nú úthúða þeim sem tókst að mynda meirhluta eins og þar hafi menn framið glæp.

Hin sorglega niðurstaða fyrir þá sem ekki geta unað því að búa við lýðræði í þesssum efnum hlýtur að vera að ekki virðist hægt að stjórna Kópavogi án aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Hvernig ætli standi á því?

Það er nauðsynlegt fyrir þá sem ekki geta haldið aftur af andúð sinni á Sjálfstæðisflokknum en vilja samt láta taka mark á sér að gera sér fulla grein fyrir því að það hafði ekkert með þann flokk að gera að fyrrverandi meirihluti sprakk vegna deilna um vegtyllur fyrst og fremst.....

...og það er eðlilegur gangur mála að sveitarstjórnarmönnum í Kópavogi bar skylda til að mynda nýjan meirihluta. Það tókst og ekkert þarf að vera að því að menn hafi skoðanir á honum. En skilningur og virðing manna eins og Björns Vals fyrir lýðræðinu er bundinn við að hann og hans fólk fái að ráða.

Pólitíska umræðuhefðin sem sumum verður tíðrætt um á sunnudögum þarf ekki á því að halda að þeir sem bjóða best í kjafthætti og stóryrðum hafi að jafnaði orðið óháð innihaldi og inntaki.

Röggi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Getur þú verið aðeins nákvæmari og sagt mér hvar í þessari grein ,sem þú vísar til, Björn Valur er með dónaskap eða sóðaskap. Ég er búinn að tvílesa greinina og kem bara ekki auga á hvað þú átt við.

Það er auðvelt að vera með stóryrði eins og þú um að aðrir séu með stóryrði en þú verður þá að hafa eitthvað fyrir þér í því.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus kl. 19:57

Björn Valur er bara alltaf með hrokakjaft.
Hann er stórytur og óvæginn og leggur illt til pólitískra andstæðinga sinna.

Framkoma hans er alveg í samræmi við eðli annarra vinstrimanna sem stjórnast af öfund, illsku og hatri.

Nafnlaus sagði...

Ef að einhver hefur verið með hrokakjaft, dónaskap og stóryrði í pólitíkinni, þá er það fyrrum foringi ykkar hægri manna Davíð Oddsson.

Framkoma hans er alveg í samræmi við eðli annarra hægrimanna sem stjórnast af hroka, hræsni og græðgi (skammstafað HHG = Hannes Hólmsteinn Gissurarson).

Horfið svo á liðið sem þið bjóðið uppá :

Þorgerður Katrín, Bjarni Ben.,Guðlaugur Þór, Tryggvi Þór, og Árni Johnsen !

Eruð þið ekki rosalega stolt(ir) af þessum hóp ?

Svo kemur lítið Sjálfstæðispeð, eins og þú síðuhöfundur, og talar um sóðakjaft og dónaskap hjá Birni Val og getur ekki einu sinni bent á það hvar Björn Valur hefur viðhaft slíkt. Reyndu að girða þig í brók drengur og stattu fyrir máli þínu.