Hvað ætli ég hafi verið gamall þegar ég heyrði orðið feministi fyrst? Kannski er ekki svo langt síðan þannig séð. Ég man heldur ekki nákvæmlega hvað ég var gamall þegar ég lærði þau eilífu sannindi að auðvitað á að vera fullt jafnrétti kynjanna.
Ég skyldi það mætavel þá og alla tíð síðan en ég skil nú ekki allt sem sumir sem kalla sig feminista eru að reyna að gera góðum málsstað sínum til hagsbóta.
Ég get auðvitað fabúlerað um allskonar í þessum samhengi. Í mínu umhverfi er ekki einn maður/kona sem vill ekki fullt jafnrétti. Við skiljum ekki hvar tappinn er en vitum þó að mikið hefur áunnist þó enn vanti.
Eins og með sum önnur ágæt mál hefur umræðan um jafnréttið mátt þola það að öfga fólk hefur tekið málið yfir og eignað sér. Það kann sumum að þykja undurfagurt enda öfgar stundum hreyfiafl breytinga.
En í þessu tilfelli hefur það gerst að baráttuaðferðirnar snúast um að finna óvininn sem reynast þá oftar en ekki vera öfga rugludallar karlkyns hinu megin á kvarðanum. Þessir hópar hafa svo dundað sér við að halda til haga og birta lista yfir vont fólk sem hatar hitt kynið.
Og meginþorri þjóðarinnar er í forundran að reyna að fatta hvað málið snýst orðið um. Fæstir hafa nennu til að taka þátt í svona ati og afleiðingin er sú að þörf umræða kafnar og málefnin komast minna að.
En á meðan á þessari heldur kjánalegu orðræðu stendur heldur jafnréttið bara áfram að festa sig í sessi á sífellt fleiri sviðum og kærir sig kollótt um það hvernig hinn eða þessi hagar líkamshirðu sinni eða bölsóttast út í fólk á öndverðri skoðun.
Röggi