fimmtudagur, 29. mars 2012

Jafnréttisorðræðan

Hvað ætli ég hafi verið gamall þegar ég heyrði orðið feministi fyrst? Kannski er ekki svo langt síðan þannig séð. Ég man heldur ekki nákvæmlega hvað ég var gamall þegar ég lærði þau eilífu sannindi að auðvitað á að vera fullt jafnrétti kynjanna. 

Ég skyldi það mætavel þá og alla tíð síðan en ég skil nú ekki allt sem sumir sem kalla sig feminista eru að reyna að gera góðum málsstað sínum til hagsbóta. 

Ég get auðvitað fabúlerað um allskonar í þessum samhengi. Í mínu umhverfi er ekki einn maður/kona sem vill ekki fullt jafnrétti. Við skiljum ekki hvar tappinn er en vitum þó að mikið hefur áunnist þó enn vanti.

Eins og með sum önnur ágæt mál hefur umræðan um jafnréttið mátt þola það að öfga fólk hefur tekið málið yfir og eignað sér. Það kann sumum að þykja undurfagurt enda öfgar stundum hreyfiafl breytinga. 

En í þessu tilfelli hefur það gerst að baráttuaðferðirnar snúast um að finna óvininn  sem reynast þá oftar en ekki vera öfga rugludallar karlkyns hinu megin á kvarðanum. Þessir hópar hafa svo dundað sér við að halda til haga og birta lista yfir vont fólk sem hatar hitt kynið.

Og meginþorri þjóðarinnar er í forundran að reyna að fatta hvað málið snýst orðið um. Fæstir hafa nennu til að taka þátt í svona ati og afleiðingin er sú að þörf  umræða kafnar og málefnin komast minna að.

En á meðan á þessari heldur kjánalegu orðræðu stendur heldur jafnréttið bara áfram að festa sig í sessi á sífellt fleiri sviðum og kærir sig kollótt um það hvernig hinn eða þessi hagar líkamshirðu sinni eða bölsóttast út í fólk á öndverðri skoðun.

Röggi


6 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

*dæs*

Í fyrsta lagi: Hildur birti aldrei neinn lista (og það er ekki til neinn listi) heldur er þetta myndaalbúm með skjáskotum af ummælum af opinberum vefsíðum. Talsverður munur þar á. Eins er með hina síðuna, sem á víst að sína konur sem hata karla, það eru myndir af ummælum.

Í öðru lagi: Ef þig vantar þokkalegt yfirlit yfir um hvað málið snýst (og í alvöru, það er ekki svo flókið) er ágætt yfirlit hér (ég geri ráð fyrir því að þú hafir fordóma gagnvart höfundinum, en horfðu framhjá því í smástund, þetta er fróðleg og vel skrifuð grein) og í framhaldi væri hollt að lesa þetta hér og svo þetta hér. Þú getur alveg eftir sem áður verið ósammála aðferðum og öllu öðru, en kannski leiðir þetta til einhvers skilnings (nema þú hafir ekki áhuga á slíku, en þú verður að svara því sjálfur).

Oskar sagði...

Mörgum kann að finnast feminisminn og markmið hans góð að mörgu leyti. En tækjunum sem er beitt að útópíska femíníska samfélaginu eru ekki öllum að skapi.

Í fyrsta lagi, er þetta ótrúlega vinstri sinnað oft á tíðum og forræðishyggja og afskiptasemi af náunganum ræður ríkjum.

Kynjakvótar og bann við hinu og þessu eru sérstaklega hvimleiðir fylgifiskar feminisma sem veldur því að mér persónulega, langar oft að æla yfir vinstri sinnaða og róttæka feminista.

En þó finnst mér gott og blessað að láta sér það varða hvernig staðalímyndir og kynjakerfið eru til ama. En margir segja stopp þegar sjálfsákvörðunarréttur þeirra er í sí og æ skertur í samræmi við hugðarefni ákveðins hóps.

Nafnlaus sagði...

Það er merkilegt hvað orðhengilsháttur er femínistum tamur þegar gagnrýni kemur á aðferðafræði þeirra og forræðishyggju. Fyrir utan þá staðreynd að róttækir femínistar hafa ekki á nokkurn hátt barist fyrir jafnréttismálum karla, spjallað smá reyndar, en aðgerðir snúast aðallega um að stöðva framgöngu mála eins og t.d. dómaraúrræðins fyrir sameiginlegri forsjá í barnalögum sem nú er verið að vinna í.

Á sama tíma og Sóley talar um staðalímyndir, og baráttu gegn þeim, þá var hún að birta myndir sem á stóð "karlar nauðga". Staðalímynd? Ójá. Þversögn, hræsni? Ójá.

Það er nefnilega gallinn við þetta, Gummi, að róttækir femínistar berjast fyrir réttindum kvenna og gegn staðalímymdum kvenna en láta sér í léttu rúmi liggja jafnréttismál karla og staðalímyndir. Kynjungabók er t.d. alger snilld hvað þetta varðar.
Þú getur fundið helling af heimildum hjá Forréttindafemínistanum.
http://forrettindafeminismi.wordpress.com/

Og hérna gerir þú þig sekan um það sama og Hildur Lilliendhal, tala niður til þeirra með vissri fyrirlitningu sem dirfast að vera ekki sammála róttækum femínistum en samt kenna sig við jafnrétti. Sérstaklega ef hann er með þann fæðingargalla að vera karlmaður.
http://kaninka.net/snilldur/?p=2083

Röggi, keep up the good work.
Góðar stundir.

Kv. Grétar Thor Ólafsson

Gummi Erlings sagði...

Sæll Grétar. Ég held að þú þurfir að lesa innlegg mitt aftur. Ég er ekki "tala niður til þeirra með vissri fyrirlitningu sem dirfast að vera ekki sammála róttækum femínistum en samt kenna sig við jafnrétti". Vissulega læt ég pirring yfir ákveðnu skilningsleysi í orðum Rögga ná yfirhöndinni, óþarflega mikið og ég skal alveg biðjast afsökunar á því. Með skilningsleysi á ég við e.k. svona hugsunarhátt: "ég skil ekki hvað þessir femínistar eru að fara því allir sem ég þekki vilja jafnrétti". Burtséð frá því hvort maður er sammála eða ósammála femínistum (og þeir eru nú eins ólíkir og þeir eru margir) þá er ekkert erfitt að kynna sér hvað býr að baki orðræðu þeirra og öðlast einhvern skilning. Það þýðir ekki að Röggi þurfi að vera sammála þeim, en ef hann skilur hvað liggur að baki hlýtur það að hjálpa honum í sinni gagnrýni á femínismann, ekki satt? Honum er velkomið að vera ósammála þeim sem honum sýnist, og ég er ekkert alltaf sammála öllum femínistum um allt (enda ekkert sérlega duglegur femínisti sjálfur), enda leiðinlegt ef allir væru alltaf sammála.

Varðandi réttindi karla og femínista þá er þetta ekki alveg eins einfalt og þú setur það upp, en það er kannski önnur og flóknari umræða.

Hermann Stefánsson sagði...

Mér fannst þetta ágætlega vel heppnaður gjörningur hjá Hildi. Hinsvegar er jafnréttisumræðunni þannig háttað að margir karlar veigra sér við að taka þátt í henni, eins og Röggi segir. Það er alltsvo ekki gott. Kveðja, Hermann Stefánsson

Nafnlaus sagði...

Femínistar eru eins og aðrir öfgasinnar, það má ekki gagnrýna þá né skoðanir þeirra.

Þarna eiga femínistar margt sameiginlegt með nazistum, kommúnistum og samtökum á borð við öfga-íslamista eins og Al-Qaida.

Ekkert þessara fyrirbrigða þolir gagnrýni.