miðvikudagur, 7. mars 2012

Hroki Þórs Saari

Þau draga dilk á eftir sér ummælin sem Þór Saari viðhafði eftir árásina á lögmanninn. Saari er skilgetið afkvæmi búsáhaldabyltingarinnar. Honum skolaði inn á þing og hefur heldur betur látið til sín taka og er með lausnir á öllum vanda okkar en af einhverjum ástæðum hlusta fáir.

Þór Saari tekur stundum stórt upp í sig og slær í báðar og ég ætla ekki að gagnrýna hann fyrir það. Það sem hann skortir hins vegar er færni í skoðanaskiptum þegar að honum er sótt. Þá verður þessi stíll hans allt að því barnalegur og inntakið í rökræðunni víkur fyrir ólund sem engum dylst.

Saari sparar þeim ekki orðin sem hann segir ekki kunna að lesa þessa grein hans en það myndi vera meginþorri þjóðarinnar ef mér skjátlast ekki þeim mun meira um Íslenska þjóð.

Ég heyrði á tal afbrotafræðings í útvarpi allra landsmanna í morgun. Ég held að Þór Saari ætti að finna tíma í að hlusta á það tal. Þar talar sérfræðingurinn um að tilraunir til þess að finna svona atburðum rökréttar skýringar séu beinlínis hættulegar og geti ýtt undir andfélagslega hegðun af því tagi sem þetta ofbeldisverk er sannarlega.

Við eigum að fordæma þennan atburð án skilyrða og ég verð að segja að ég skil ekki hvernig fólk getur sagt að við þessu hefði kannski mátt búast. Þannig umræðu er erfitt að misskilja og ég held að menn eins og Þór Saari ættu að staldra við og velta því upp innra með sér hvort sú umræðuhefð sem hefur skapast hér og fylgdi í kjölfar hrunsins sé ekki kominn út fyrir alla almenna skynsemi.

Einnig væri gagn að því að hann hjálpaði okkur sem ekki kunnum að lesa greinar sem hann skrifar. Hann þarf að vera okkur innanhandar sem ekki kunnum að lesa hann í stað þess að atyrða.

Hroki þess sem allt veit lekur af stjórnmálamanninum í þessu máli og hann lætur okkur fara í taugar sínar. Mér finnst sá eiginleiki ekki gera mikið fyrir hann.

Röggi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Algjörlega sammála þessu. Þá Marinó G. Njálsson og Guðmund Gunnarsson setur niður með þeim hætti sem þeir hafa talað í þessu máli. Ekki veit ég hvort Þór Saari kemst mikið neðar?

El Acróbata

Nafnlaus sagði...

Já les skilningur sumra er lítill.

Nafnlaus sagði...

Ég hef hvergi séð nokkurn mann réttlæta þetta. Enda er það ekki hægt.

Það er hinsvegar kannski skiljanlegt þegar svona hræðilegur atburður á sér stað að fólk velti fyrir sér hvernig hann geti átt sér stað.

Vona að maðurinn sem varð fyrir þessari fólskulegu árás nái sér að fullu. Þetta á enginn skilið.