föstudagur, 3. ágúst 2012

Björn Valur, innsetning forseta og óvirðing

Nú brestur á með stórtíðindum því ég er að hluta til sammála Birni Val Gíslasyni þegar hann talar um að hugsanlega eigi að gera breytingar á því hvernig forseti er settur í embætti.


Ég aftur á móti er honum ósammála þegar hann telur það fínt hjá sér að mæta ekki þegar forseti er settur í embætti. Hann hefur heilsu til þess að saka Ólaf um óvirðingu gagnvart þingi og kýs að svara í því sama gagnvart honum en sér ekki að Ólafur Ragnar er þjóðkjörinn forseti, öfugt við Björn Val,  sem svívirðir lýðræðið með þessu háttarlagi.


Innsetningin snýst nefnilega ekki um Ólaf Ragnar eða pólitísk fýluköst þeirra sem ekki þola hann. Hún snýst um það að þessa aðferð notum við til þess að setja þann í embætti sem þjóðin hefur kosið til þess og menn með snefil af pólitískum þroska og virðingu fyrir niðurstöðunni mæta hvort sem þeirra maður vinnur eða ekki.


Nú er það þannig að þingið nýtur ekki nægilegrar virðingar alveg óháð því hvaða mælikvarða við miðum við. Það hefur ekki mikið með Ólaf Ragnar að gera heldur miklu frekar þingmenn eins og Björn Val sem er eins og fíll í postulínsbúð sem kann ekki að bera virðingu fyrir neinu öðru en eigin skoðunum.


Björn Valur ætlar að gera dónaskap og viðvarandi óvirðingu fyrir skoðunum þeirra sem eru honum ósammála að karrier. Þar er allt undir.....


Röggi









2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rétt er það hjá Rögga að þingið nýtur ekki nægilegrar virðingar hjá þjóðinni. En stóran þátt í því á forsetinn, æðsti maður stjórnsýslunnar. Þetta hefur nefnilega mikið með Ólaf Ragnar að gera, gleymum því ekki. Í 16 ár hefur Ólafur Ragnar verið þjóðinni til skammar, ekki síst með þátttöku sinni á glæpsamlegri útrás “athafnaskáldanna”, en svo ávarpaði hann snillingana. Sjá fyrir neðan link í ræðu hans í maí, 2003.
En ekki aðeins þessi ræða. Lesum Sannleiksskýrsluna, bindi 8, bls. 170-178. Minnumst þess t.d. þegar forsetaræfillinn var að halda “dinner parties” fyrir Martha Stewart, “ex prisoner” og Jón Ásgeir Jóhannesson, hans kellu + bankastjóra, sem í dag eru flestir flóttamenn í útlandinu. Þessi síðasta “innsetning” snerist um Óla og engan annan. En á meðan þessi vanhæfi maður er “okkar” forseti, getum við ekki borið neina virðingu fyrir embættinu. Því gerði Björn Valur rétt með sinni fjarveru. Bravo, Björn Valur.

http://www.forseti.is/media/files/05.05.03.Walbrook.Club.pdf

Haukur Kristinsson

Nafnlaus sagði...

Sammála þér Röggi, þetta fýlukast BVG eykur ekki virðingu okkar fyrir Alþingi, sérstaklega þegar BVG hefur haft þrjú ár til að beita sér fyrir breytingu. Það er ekki eins og innsetningin hafi komið á óvart sem slík! -guðni