Full ástæða til að óska Samfylkingunni til hamingju með þau tíðindi að hið minnsta tveir hafa áhuga á að leiða flokkinn. Ég er viss um flestum þar innandyra þykja þeir tveir, Árni Páll og Guðbjartur, öflugir mjög og reikna með slag verðugra manna.
Sem vonlegt er og algerlega eðlilegt. Þarna eru vörpulegir fulltrúar ólíkra hópa og ef allt gengur upp munu þeir "slást" af þrótti en vonandi líka reisn og af þeim virðuleika sem hæfir verðandi formanni.
Ég hef verið að örlítið að þumbast vegna umfjöllunar um kosningar hvort heldur þær heita prófkjör eða formanns. Þeir sem enga samkeppni hafa fengið og rússneskt klapp hafa þótt flottir og sterkir.
Hinir sem hafa tekið harðan slag við öfluga mótframbjóðendur aftur á móti veikir.
Við verðum eiginlega að vona fyrir hönd Samfylkingarinnar að sá sem hefur betur í þessum slag slátri andstæðingi sínum svo um munar.
Ekkert minna en það dugar ef eitthvað er að marka þau viðmið sem sett hafa verið í umræðunni hingað til. 75% eða meira.....
Öðrum kosti er viðkomandi ekki almennilegur og sterkur formaður.
Röggi
föstudagur, 30. nóvember 2012
Veikir formenn og sterkir
ritaði Röggi kl 19:31 0 comments
fimmtudagur, 29. nóvember 2012
Um getuskiptingu og fleira
Mjög áhugaverð umræða er farin af stað um getuskiptingu í hópíþróttum barna. Þetta hófst með grein eftir Vöndu Sigurgerisdóttur lektors í HÍ. Vanda telur getuskiptingu vandamál sem beri að banna.
ritaði Röggi kl 16:55 0 comments
miðvikudagur, 28. nóvember 2012
Ögmundur býr til stofu
Það er nú oftar en ekki þannig að ríkisstjórnir hrasa í það á lokaári kjörtímabils að spreyja peningum úr misgaltómum ríkiskassanum til gæluverkefna.
ritaði Röggi kl 13:01 3 comments
sunnudagur, 25. nóvember 2012
VG ekki alsvarnað...
Hinum almenna flokksmanni í VG er ekki alsvarnað. Að vísu fær Álfheiður Ingadóttir furðumikið af atkvæðum í prófkjöri VG ef hægt er að tala um mikið í þessu samhengi.
ritaði Röggi kl 12:45 2 comments
fimmtudagur, 22. nóvember 2012
Unga fólkið og Gilz
Er að furða þó ungviðið sé áttavilt þegar kemur að umræðum um sekt og sýknu manna, þegar jafnvel þrautreyndir refir virðast stundum ekki skilja út hvað slíkt gengur?
Í máli Egils ( Gilz) var það þannig og er kannski enn að heilir hópar fólks tóku hann af lífi án dóms og laga. Virðulegt fólk og reynslumikið á hinum ýmsu sviðum hljóp duglega á sig og þurfti ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna fagmanna.
Allskonar afbrigði umræðunnar urðu til. Eitt þeirra er reyndar lífsseigt og dregið fram eftir hentugleika en það er bábyljan um að menn sem kærðir eru til lögreglu hljóti í raun að vera sekir.
Það sé sem sagt ekki sýkna að hljóta ekki ákæru. Þetta er kengmagnaður misskilningur. Það þarf ekki að sýkna menn sem ekki eru ákærðir. Það er ekkert flóknara en það.
Þeir eru saklausir. Þetta 101 í mannréttindum og mikilvægt að standa vörð um þennan sannleika, alltaf í öllum tilfellum. Þetta er ekki valkvætt.
Spekin góða um sakleysi uns sekt er sönnuð er næstum því óþörf þegar þannig er um hnúta búið. Menn sem ekki eru ákærðir eru saklausir. Annað er ekki í boði í lýðræðisríkjum sem vilja vera með í heimi siðaðra manna.
Þetta hefur vafist fyrir mörgum, ekki síst eftir búsáhaldabyltinguna þar sem fullkomlega normal fólk gleymdi sér í réttlátri reiðinni. Og þurft ekki dómstóla til þess að taka mann og annan og aflífa eftir snörp réttarhöld dómstóls götunnar.
Það er því ekki að undra að unga fólkið sé pínu ringlað í þessu. Ég geri ekkert með það þó fólk þoli ekki Gilz og vilji hvergi sjá hann. Egill er maður sem kallar fram viðbrögð og þessi eru kannski viðbúin suma daga.
En við þurfum að passa upp á það að fólk sé ekki halda því á lofti að Egill sé í raun ekki saklaus maður af því að hann var ekki sýknaður í réttarhöldum.
Þá bábylju þarf að kveða duglega niður í eitt skipti fyrir öll. Þar fara hagsmunir okkar allra mjög fallega saman.
Röggi
ritaði Röggi kl 18:44 8 comments
miðvikudagur, 21. nóvember 2012
Vafningur DV og Andersen heldur áfram
Ekki er að spyrja að DV. Ingi Freyr fréttastjóri blaðsins virðist ekki geta tekið á heilum sér tekið eftir að vafningur hans gegn Guðlaugi þór með ákærðum Gunnari Andersen gékk ekki upp, heldur afhjúpaði einungis misferli í opinberu starfi.
Áfram skal samt haldið. Nú hefur traustur heimildarmaður DV sagt Inga að Guðlaugur hafi verið kærður. Samkvæmt þessum grjóthörðu heimildum er kærandinn einmitt hinn ákærði fyrrum forstjóri FME, Gunnar Andersen.
Sem ekki sá ástæðu til að kæra þingmanninn meðan hann var forstjóri FME heldur tók ömurlegan vafning í málinu sem við öllum blasir, nema DV sem var reyndar þátttakandi í brellunni.
DV hefur miklu meiri áhuga á þætti Guðlaugs Þórs í þessari sögu en nokkurn tíma þeirri stórfrétt sem málið er. Nefnilega fáránleg framganga embættismannsins, sem við reyndum að treysta fyrir FME á viðkvæmum tíma í okkar sögu.
Fyrir DV er þetta einfalt. Ef einhver, og þá skiptir í raun engu máli hver er, er reiðubúinn að tala illa um að ég tali nú ekki um, að kæra Sjálfstæðismann er viðkomandi öruggur um plás í blaðinu.
Ef þetta gerist er fréttastjórn blaðsins tilbúin að setja til hliðar öll prinsipp sem hægt er að týna til um vandaða fréttamennsku.
Röggi
ritaði Röggi kl 16:17 1 comments
Um Álfheiði í boði NOVA
Álfheiður Ingadóttir er stórmerkilegur stjórnmálamaður. Hún fagnar því þegar ráðist er á lögregluna ef hún sjálf styður ástæður þess ofbeldis. Það er ógleymanlegur hápunktur á hennar ferli. Svo er hún Álfheiður alltaf svo reið.
Og húmorslaus. Hún er gamaldags kommi og þeir geta vissulega haft sinn sjarma. Nú er henni talsvert niðri fyrir. Það er vegna þess að strákarnir í hraðfréttum er fyndnir. Það finnst henni grunsamlegt og líklega kostað af einhverjum.
Þetta er ekki frétt um það hversu húmorslaus Álfheiður er og er auðvitað fyndin á sinn hátt. Álfheiður heldur að hún sé kommissar í ráðstjórnarríki. Þetta atriði hennar er eiginlega svona íslenskt Pussy Riot afbrigði.
Álheiður Ingadóttir situr á löggjafarþingi en heldur greinilega að hún sé eftirlitsstofnun með því að fólk sé ekki að reyna að vera skemmtilegt.
Uppistand hennar nú er jöfnun á norðurlandameti í húmorsleysi innanhúss án atrennu.
Ég tek það skýrt fram að þessi færsla er í boði NOVA og ÁTVR.
Röggi
ritaði Röggi kl 10:19 2 comments
mánudagur, 19. nóvember 2012
Hefur RÚV enga skoðun á málinu?
Ég hef eins og aðrir skilning á því að fréttamenn verndi heimildarmenn. Það er svo sjálfsagt enda í raun grunnur að vinnu þeirra.
Hin hliðin á þessu er svo hvernig unnið er með þessar "heimildir". Nýgenginn dómur í svona máli bendir til þess að menn geti ekki skýlt sér á bak við heimildarmanninn og hafi í því skjóli leyfi til þess að skrifa hvað sem er.
Og séu þar með undanþegnir skyldunni um að geta sannað það sem þeir segja. Þessi vegur er auðvitað vandrataður og ég held við skiljum flest rétt einstaklinga til þess að sækja það til þeirra sem um þá fjalla að þeir geti fært sönnur á mál sitt.
Enda er eins og alltaf betra að sekir gangi lausir en að einn saklaus sé hengdur. Svarar Halldórsson fréttamaður er síbrotamaður þegar kemur að þessu.
Ég hef ekki kynnt mér hans mál í þaula en stend gapandi yfir viðbrögðum hans að fenginni niðurstöðu dómara. Svavar telur að mér virðist sem honum komi lögin ekki við. Hann og hans heimildarmenn vita sannleikann og það nægir honum.
Hlutlausir dómarar vopnaðir löggjöf lýðveldisins eru að mati Svavars á bandi þeirra sem ákærðu hann, vegna þess að hann var ekki sýknaður. Þetta er ekki rökstutt hjá fréttamanninum.
Þessi nálgun fréttamannsins er svo fráleit að engu tali tekur. Að mínu mati skilur hann í engu um hvað dómsmálin á hendur honum snúast.
Og leyfir sér svo eins margir áður og fyrr að segja að sá sem hann fjallaði um hafi ekki tekist að afsanna fréttina. Og bætir við að sér hafi verið stillt upp við vegg þegar honum var gert að færa sönnur á mál sitt.
Hér er öllu snúið á haus. Ég skil að enginn er góður dómari í eigin sök en kemst ekki hjá því að hugsa um hugarfar fréttamannsins. Hugarfar sem mér finnst benda til fullkomins skilningsleysis á grundvallaratriðum þess réttarríkis sem við á vesturlöndum höfum komið okkur upp.
Ætlar vinnuveitandi hans ekki að hafa neina skoðun á málinu?
Röggi
ritaði Röggi kl 13:24 8 comments
mánudagur, 12. nóvember 2012
Hálfnaður sigur Árna Páls
Sigur Árna Páls, sem hefur bætt sig og sinn pólitíska lestur verulega, í prófkjörinu í kraganum eru tímamót. Hann skellir þeim arminum sem hefur ráðið för í flokknum á bakið.
Og gerir það með yfirvegun og stæl. Hann veit að nú er ekki rétti tíminn til að höggva mann og annan, en sá tími gæti þó komið.
Honum hefði verið í lófa lagið að gera allt vitlaust þegar honum var sparkað af ráðherrastóli. Margir hefðu gert það en hann horfði lengra. Hann horfði á prófkjörið. Og hann horfði lengra en það...
Munurinn á Árna Pál og Katrínu finnst mér að hluta til vera sá að Árni Páll hefur svo augljóslega gríðarlega löngun til að vera formaður flokksins. Katrín aftur á mót virkar á mig eins og valinn fulltrúi klíkunnar sinnar frekar en kappsfullt leiðtogaefni sem ekki getur beðið eftir því að taka við.
Besti valkosturinn til þess að sigra Árna Pál. Það er alls ekki sexý og Samfylkingin ætti að vera búin að læra að þannig dugar ekki. Steinunn Valdís og Jóhanna er ágæt dæmi um þannig valkosti.
Nú tekur við slagur fram að formannskosningum. Árni Páll mun haga sér eins og sá sem valdið hefur og fyrir þá sem ekki eru innvígðir eru úrslit prófkjörsins þannig að hann er leiðtoginn.
Hann stendur fremstur í flokki hvort sem þessari klíkunni eða hinni líkar betur eða verr. Nú er það annarra að taka af honum formennskuna. Og það mun ekki gerast án átaka.
Hverjum dettur í hug að Árni Páll ætli að láta fólkið sem vængstýfði hann einu sinni gera það aftur nú þegar hann er með bestu spilin?
Röggi
ritaði Röggi kl 15:14 5 comments
miðvikudagur, 7. nóvember 2012
Að lesa út úr skoðanakönnunum
Galdurinn að lesa úr skoðanakönnunum er þeim hulinn sem sér fátt annað en pólitískt notagildi slíkra kannana, en þá bara ef niðurstaðan hentar pólitísku vaxtarlagi viðkomandi.
Þegar forsetinn okkar var kosinn skipti það andstæðinga hans máli að þátttaka var ekki í hámarki og atkvæði dreifðust á fleiri en hann. Slíkur forseti er ekki nógu góður forseti. Hann er ekki með nægan stuðning þjóðarinnar. Túlka varð fjarveru þess fólks sem ekki kaus án afláts sem andstöðu við þann sem flest atkvæði fékk. Auk þess sem það var talið veikja hann að hafa haft nokkra yfirburði yfir öfluga frambjóðendur.
Hún er landlæg bábyljan um að þeir séu sterkastir sem ekki fá nein mótframboð heldur eingöngu rússneskt klapp eftir að búið er að vinna að því daga og nætur baksviðs að koma í veg fyrir kosningar milli hæfra manna.
Jóhanna er sterk af því að þar þorir enginn að taka slag sem allir vita að þarf að taka en það bara hentar ekki spunameisturunum. Og þá klappar samkoman. Bjarni Ben er veikur vegna þess að hann sigrar afar öflugan andstæðing. Merkilegt.
Svo hefur þetta fólk sumt nýja og aðra og hentuga skoðun þegar þjóðin mætir illa til leiks og afar lítill hluti atkvæðisbærra manna kýs sér stjórnlagaráð.
Þá skipta þeir sem ekki mæta engu máli lengur. Þá er þjóðin að kjósa og fólk skreytir sig með lýðræðistali og allt er sögulegt nema auðvitað sögulega arfaslök mætingin.
Töluglöggir andstæðingar Ólafs Ragnars sem höfðu reiknað út hversu lítið hlutfall þjóðarinnar studdi hann í raun veru að teknu tilliti til þess hversu margir mættu og dreifingu atkvæða mega svo ekki heyra minnst á slíkar pælingar að aflokinni skoðanakönnun um tillögur stjórnlagaráðs.
Ég ætla mér auðvitað ekki þá dul að lesa hug þeirra sem ekki mæta og kjósa en ég gef harla lítið fyrir þá speki að það sé bara stundum sem þátttaka í kosningum skiptir máli og stundum ekki. Allt eftir pólitískri hentisemi.
Almennt er það fjandakornið þannig að lítil þátttaka veikir gildi kosninga. Það er vegna þess að hvert barn skilur að betra er að fleiri mæti en færri.
Þeir sem ekki geta sæst á þetta sjónarmið fyrirfram hafa einir rétt til þess að vera með uppivöðslusemi þegar þeir tala út og suður allt eftir behag um svona mál.
En það stendur upp á það fólk að skýra út fyrir okkur hinum hvaða prínsipp gilda í málinu. Önnur en pólitísk fötlun...
Röggi
ritaði Röggi kl 00:11 19 comments