miðvikudagur, 28. nóvember 2012

Ögmundur býr til stofu

Það er nú oftar en ekki þannig að ríkisstjórnir hrasa í það á lokaári kjörtímabils að spreyja peningum úr misgaltómum ríkiskassanum til gæluverkefna. 


Þetta er pólitík 101 og á víst að hjálpa almúganum að gera upp hug sinn í kjörklefanum. Kannski þetta hjálpi þeim sem ekki hafa í önnur pólitísk húsakynni að leita en þau sem bjóða bestar skyndilausnir og sjónhverfingar.

Svo eru til ýmis önnur tilbrigði í þessu. Eitt er tilbrigðið, ráðherrann reynir að hraða sérstökum áhugamálum sínum í gegn áður en hann missir vinnuna.

Ögmundur Jónasson hefur ákveðið að búa til enn eina "stofuna". Að þessu sinni happdrættisstofu. Stofa þessi verður fyllt að embættismönnum sem munu fylgjast með því að við förum okkur ekki að voða með spilum.

Þannig haga "stofur" sér gjarnan. Þær hafa auga með okkur, passa upp á okkur. Stofurnar hafa svo það eðli að stækka og verksvið þeirra víkkar út. Og áður en auga er deplað vinna alltof margir þar og forstjórinn veit ekkert af hverju hann fer alltaf yfir á fjárlögum.

Ögmundur vill banna netspilun og til vara leyfa hana undir ströngu eftirliti, ef ég skil málið rétt. Þarna þekki ég Ögmund....

Látum stjórnmálamenn banna hlutina og þá verða þeir ekki lengur til. Það bara hlýtur að vera. Þeir eru jú bannaðir og stofa sem fylgist með.

Góð hugsun en þetta nær ekki tilgangi sínum. Enginn stjórnmál banna fólki að spila frá sér öllum eigum sínum eða að græða stórt þegar vel árar. 

Bannið mun færa þetta undir yfirborðið og glæpamenn fagna einum tekjupóstinum til.

Það vantar raunsæið í bannstjórnmálin. Að banna fólki að spila er vonlaust enda hafa flestir gefist upp á því. 

Nema vinstri menn á Íslandi. 

Röggi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mjög rétt, Röggi.

Fjölmiðlastofa til að hafa eftirlit með fjölmiðlum og ákveða hvað er gott fyrir fólk á því sviði.

Happadrættisstofa til að hafa eftirlit með almenningi og ráða lífi hans.

Endalaust EFTIRLIT með fólki.

Vegna þess að kommúnistar treysta ekki fólki og líta niður á það.

Og síðan ætlar þessi ömurlegi stjórnmálamaður að herða reglur um áfengisauglýsingar hvernig sem það er nú hægt til að tryggja að erlendir aðilar geti aðeins auglýst áfengi á Íslandi en ekki innlendir.

Það er ægilegt til þess að hugsa að þessi maður verði 4 ár til viðbótar á þingi.

Forræðishyggjumaður, eftirlitssinni og hrokagikkur fram í fingurgóma.

Ömurðin holdi klædd.

Nafnlaus sagði...

Allt satt og rétt nema að Ögmundur er ekki vinstri maður. Hann er hægrisinnaður afturhaldsframsóknarmaður eins og sumir VG liðar.

jaemeynails sagði...

TATINON GAMING CASINO AT THE NATIONAL DEAL OF GAMING
TATINON GAMING CASINO AT THE NATIONAL DEAL OF GAMING black titanium wedding band · titanium gravel bike Experience the most extensive casino citizen super titanium armor gaming floor in the State of Nevada! · Visit TATINON titanium white acrylic paint GAMING. titanium fat bike