föstudagur, 30. nóvember 2012

Veikir formenn og sterkir

Full ástæða til að óska Samfylkingunni til hamingju með þau tíðindi að hið minnsta tveir hafa áhuga á að leiða flokkinn. Ég er viss um flestum þar innandyra þykja þeir tveir, Árni Páll og Guðbjartur, öflugir mjög og reikna með slag verðugra manna.

Sem vonlegt er og algerlega eðlilegt. Þarna eru vörpulegir fulltrúar ólíkra hópa og ef allt gengur upp munu þeir "slást" af þrótti en vonandi líka reisn og af þeim virðuleika sem hæfir verðandi formanni.

Ég hef verið að örlítið að þumbast vegna umfjöllunar um kosningar hvort heldur þær heita prófkjör eða formanns. Þeir sem enga samkeppni hafa fengið og rússneskt klapp hafa þótt flottir og sterkir.

Hinir sem hafa tekið harðan slag við öfluga mótframbjóðendur aftur á móti veikir.

Við verðum eiginlega að vona fyrir hönd Samfylkingarinnar að sá sem hefur betur í þessum slag slátri andstæðingi sínum svo um munar.

Ekkert minna en það dugar ef eitthvað er að marka þau viðmið sem sett hafa verið í umræðunni hingað til. 75% eða meira.....

Öðrum kosti er viðkomandi ekki almennilegur og sterkur formaður.

Röggi

Engin ummæli: