fimmtudagur, 22. nóvember 2012

Unga fólkið og Gilz

Er að furða þó ungviðið sé áttavilt þegar kemur að umræðum um sekt og sýknu manna, þegar jafnvel þrautreyndir refir virðast stundum ekki skilja út hvað slíkt gengur?

Í máli Egils ( Gilz) var það þannig og er kannski enn að heilir hópar fólks tóku hann af lífi án dóms og laga. Virðulegt fólk og reynslumikið á hinum ýmsu sviðum hljóp duglega á sig og þurfti ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna fagmanna.

Allskonar afbrigði umræðunnar urðu til. Eitt þeirra er reyndar lífsseigt og dregið fram eftir hentugleika en það er bábyljan um að menn sem kærðir eru til lögreglu hljóti í raun að vera sekir.

Það sé sem sagt ekki sýkna að hljóta ekki ákæru. Þetta er kengmagnaður misskilningur. Það þarf ekki að sýkna menn sem ekki eru ákærðir. Það er ekkert flóknara en það. 

Þeir eru saklausir. Þetta 101 í mannréttindum og mikilvægt að standa vörð um þennan sannleika, alltaf í öllum tilfellum. Þetta er ekki valkvætt. 

Spekin góða um sakleysi uns sekt er sönnuð er næstum því óþörf þegar þannig er um hnúta búið. Menn sem ekki eru ákærðir eru saklausir. Annað er ekki í boði í lýðræðisríkjum sem vilja vera með í heimi siðaðra manna.

Þetta hefur vafist fyrir mörgum, ekki síst eftir búsáhaldabyltinguna þar sem fullkomlega normal fólk gleymdi sér í réttlátri reiðinni. Og þurft ekki dómstóla til þess að taka mann og annan og aflífa eftir snörp réttarhöld dómstóls götunnar.

Það er því ekki að undra að unga fólkið sé pínu ringlað í þessu. Ég geri ekkert með það þó fólk þoli ekki Gilz og vilji hvergi sjá hann. Egill er maður sem kallar fram viðbrögð og þessi eru kannski viðbúin suma daga.

En við þurfum að passa upp á það að fólk sé ekki halda því á lofti að Egill sé í raun ekki saklaus maður af því að hann var ekki sýknaður í réttarhöldum. 

Þá bábylju þarf að kveða duglega niður í eitt skipti fyrir öll. Þar fara hagsmunir okkar allra mjög fallega saman.

Röggi


8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er enginn speki sem segir að maður sé saklaus uns sekt er sönnuð.

Annað hvort er maður saklaus eða sekur, óháð því hvað öðrum finnst.

Nafnlaus sagði...

Óábyrgir fjölmiðlar eiga mikla sök þarna, sérstaklega Ingi Freyr og co hjá DV.

Ég myndi hiklaust álíka grundvallar mannréttindi speki, líklegast ein merkilegasta speki sem sett hefur verið fram, þannig að það er klárlega þannig að saklaus þar til sekt er sönnuð er speki.

Ég er farinn að halda að ekkert effort sé sett í sögukennslu í grunnskólum landsins. Fólk er að minnsta kosti ótrúlega fúst að henda frá sér grunnréttindum sem tók nokkur þúsund ára baráttu að ná í gegn.

Nafnlaus sagði...

Presumption of innocence

The principle that one is considered innocent until proven guilty.

Ef þú sleppir "considered" þá færðu þína vitlausu speki.

Nafnlaus sagði...

Menn geta gert sig seka um margvislega hluti án þess að dómstólar þurfi að kveða upp úr um það. Í umræddu tilfelli gerði maðurinn t.d. sig sekan um að troða túrtappa upp í leggöng á ungri stúlku svo hún þurfti aðstoð á bráðamóttöku við að ná nonum út. Að mínum dómi er maðurinn hreinn og klár drullusokkur og skiptir mig engu hvað dómstólum kann að finnast um það.

Nafnlaus sagði...

Hún var með blessaðan túrtappann fyrir en hafði ekki fyrir að fjarlægja hann áður en elskhuginn sarð hana.

Hún hefði alveg eins getað verið með munninn fullan af munnskoli þegar hún kyssti hann.

Nafnlaus sagði...

Augljóslega ekki allt í lagi hjá þessum dreng“
http://www.visir.is/-augljoslega-ekki-allt-i-lagi-hja-thessum-dreng-/article/2012121129510

Ingi Kristján Sigurmarsson og Álfheiður Ingadóttir mamma hans.
http://www.facebook.com/kaskur

http://www.vg.is/folkid/thingflokkurinn/alfi/

Álfheiður er í sambúð með Sigurmari Kristjáni Albertssyni hæstaréttarlögmanni, sonur þeirra er Ingi Kristján Sigurmarsson nemi í Listaháskólanum.

Álfheiður er í eftirtöldum félögum: ...Feministafélagi Íslands,Samtökum um kvennaathvarf, UNIFEM, og Vinstri grænum Reykjavík...

Nafnlaus sagði...

Og þetta er "bilun".
http://kaninka.net/snilldur/?p=2385

Fékk hugrekkisverðlaun fyrir að blogga í vinnutíma á launum hjá Reykjavíkurborg.
http://www.dv.is/frettir/2012/11/23/hildur-faer-hugrekkisverdlaun/

Nafnlaus sagði...

Ekki kæmi mér á óvart að um samsæri hefði verið að ræða þar sem Gilz var leiddur í gildru.

Það kæmi mér ekki á óvart að fúlir femínstar hefðu staðið fyrir þessu til að eyðileggja feril Gilz vegna þess að þeim hefur fundist hann skyggja of mikið á femínsta og þeirra málstað.

Svo má vel vera að einhverjum femístum hefðu viljað hefna fyrir það að dýrðlingurinn þeirra, hann Hugleikur Dagssoon (einn minnst fyndnasti maður á Íslandi), varð að víkja fyrir Gilz við skreytingu á símaskránni.