Dómur er fallinn. Hef reyndar ekki lesið hann frekar en flestir aðrir sem þó vita allt um málið. Veit það þó að Jón Ásgeir slapp vel en þó ekki alveg. Skárra væri það nú eftir alla fyrirhöfnina. Ég kemst ekki hjá þeirri hugsun að það sé ekki bara O J Simpson sem hagnast á því að hafa hæfari og dýrari lögmenn í vinnu en hið opinbera.
Glimrandi fínir hálaunalögmenn sýnast mér hafa tekið ríkisstarfsmennina í bakaríið. Árum saman komust sakborningar hjá því að svara til um efnisatriðin. Þras um tækniatriði voru aðalmálið. Af hverju ætli það hafi verið taktíkin?
Nú og svo vita allir að Davíð og vondu kallarnir settu málið af stað og ráku það sennilega líka allan tímann. Reyndar veit það alls enginn en svo oft er búið að segja það að það er fyrir löngu orðin alkunn staðreynd að málið allt var í raun pólitískt. Það er ekki bara á Ítalíu sem auðmenn gírugir telja mikilvægt að ráða yfir helstu fjölmiðlum. Af hverju ætli það sé?
Menn hrópa á afsagnir. Eitthvað hlýtur að vera bogið við embætti saksóknara sem eftir gríðar vinnu og fjárútlát tekst ekki að uppskera betur en þetta. Getur verið að sekir menn sleppi hér vegna getuleysis saksóknara?
Frá mínum bæjardyrum tókst snilldarbragðið algerlega. Efnisatriði málsins urðu fljótlega algert aukaatriði og einnig tókst frábærlega að klína pólitík á málið þó enginn hafa að mínu viti getað bent á neitt sem tengdi málið við pólitík. Það bara hentaði verjendunum og svo hentaði það líka stjórrnmálmönnum sumum á sínum tíma. Gleymir einhver bíltúrum Ingibjargar til Borgarness?
Persónulegar árásir á starfsmenn lögreglu og dómstóla urðu siður og regla. Nýtt fyrir mér að það sé haldgóð vörn en hér tókst það vel. Allt vegna þess að stór hluti þjóðarinnar hélt að þetta snérist um stjórnmál. Sorglegt.
Ákæruvaldið ákvað svo eftir ótrúlegan þrýsting að ákæra aðalavitnið í málinu. Frábær skilaboð til þeirra sem gætu í framtíðinni hugsað sér að koma upp um svindl og svínarí sem þeir standa í með risafyrirtækjum. Loka endilega fyrir þann kanal..
Þeir eru saklausir þessir menn. Að vísu dæmdir en samt saklausir af því þeir voru sýknaðir af svo mörgu! Þeir eru líka saklausir af því sem þeir eru sekir um en verður ekki gerð refsing vegna þess að málið er fyrnt. það er vissulega ein tegund sakleysis.
Þeir eru líka saklausir af því að hafa brotið hlutafélagalög af því að allir eru að því. Jónatan þórmundsson seldi fræðimannsheiður sinn með þessari fullyrðingu í skýrslu sem hann gerði fyrir baug. Síðan þá er það orðin venja hér að telja það sanna sakleysi að geta bent á að aðrir séu líka sekir eða að lágmarki jafn lítið saklausir.
Ég er hundóánægður með þetta mál allt. Er eins og margir aðrir sannfærður um fullkomið getuleysi ákæruvaldsiins. Fleiri stór mál undanfarin ár styrkja mig í trúnni. Ég hef mun sterkari sannfæringu fyrir þvi en sakleysi sakborninga í málinu. Saklausir menn hefðu varla eytt fleiri hundruð milljónum í að reyna að komast undan þvi að sanna sakleysi sitt. Eða hvað?
Röggi.
föstudagur, 6. júní 2008
Spekúlasjónir um sakleysi.
ritaði Röggi kl 23:20
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég veit líka allt um þetta mál þó ég hafi ekki nennt að lesa mér neitt til um það.
Þú segir að saklausir menn eyði ekki hundruðum milljónir í vörn.
Er þetta ekki bara eins og í öllum öðrum "keppnum". Þú mætir andstæðingnum að sama krafti og hann sækir fram. Þú spilar ekki í 1stu deild með 4du deildar liði.
Ég hef verið framkv.st. fyrirtækja í 15 ár og verið í stjórnum yfir 20 fyrirtækja.
Mín skoðun er að í þessu máli var farið á stað með það að vinna sekt, ekkert fyrirtæki stenst það, jafnvel þó ásetningur þeirra sé góður einn.
Það þarf að halda því til haga að réttarkerfi okkar byggist á jafnræði og meðalhófi - dettur einhverjum í hug að það hafi átt við hér.
Það er búið að standa í þessum málarekstri í sex ár. Ákæruvaldið skáldaði upp tugi ákæruliða, sem jafnan var hent út af dómstólum.
Það var varla að Baugsmenn þyrftu á aðstoð sinna lögfræðinga til að koma meirihluta ákæranna út, svo ömurleg voru vinnubrögð ákæruvaldsins.
Þetta eru grófustu nornaveiðar síðari ára á Íslandi og það er ekki nokkur leið að sjá annað nema að menn hafi einhverja annarlega hagsmuni að leiðarljósi.
IG
Ég skil þig ekki. Finnst þér að Jón Ásgeir og co hefðu átt að ráða lélegri lögmenn? Eða borga þeim minna?
Skrifa ummæli