Icelandair er að láta fólk fara í stórum stíl. kemur engum á óvart enda gerist þetta árlega þó þessi skammtur sé stærri en áður og horfur á endurráðningum ekki eins góðar og yfirleitt. Þetta eru hörmungar.
Stórhækkað olíuverð og fækkun farþega vega hér þyngst. Ég efast að sjálfsögðu ekki um það en velti því fyrir mér hvort þetta fyrirtæki stæði ekki betur að vígi í kreppunni ef það hefði verið heppið með eigendur undanfarið.
Þær eru ekki litlar upphæðirnar sem Hannes og Jón Ásgeir blóðmjólkuðu út úr félaginu. Hvað voru þeir margir milljarðanir sem runnu í hyldjúpa vasa þessara snillinga þegar þeir keyptu sterling af sjálfum sér? Arfleið þessara manna er græðgi og óhóf. Flugfélagið var gernýtt til að sölsa undir sig eignir, skuldsett að sjálfsögðu. Þá er öllu skipt upp og verðmætin hétu allt í einu FL group en skuldirnar hétu áfram Icelandair. Seinna át svo byltingin börnin sín..
Af hverju fannst fjármáleftirlitinu ekkert óeðlilegt við það á sínum tíma þegar heil stjórn sagði af sér með þeim orðum að ekki væri hægt að vinna með þessum aðilum?
Ég get ekki gert lítið úr því að ástandið almennt í fluginu er ekki gott en bendi fólki á að gleyma því ekki hvernig þessir menn fóru með félagið.
Röggi.
miðvikudagur, 25. júní 2008
Uppsagnir og eigendavandi.
ritaði Röggi kl 13:54
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli