mánudagur, 7. júlí 2008

Til hvers eru reglur?

Sorglegt mál þetta með Kenýja manninn sem ekki fær að vera hjá konu sinni og barni. Hann var hér ólöglega ef ég hef skilið þetta rétt og gott ef ekki konan líka. Allt frekar snúið.

Þar til bær yfirvöld komust svo að því að maðurinn skyldi úr landi. Væntanlega ekki af mannvonsku einni saman. Hér hlýtur að vera unnið eftir reglum um mál af þessu tagi. það er best enda tryggir það að allir fái sömu afgreiðslu en ekki tilviljanakenndar.

Stundum gerist það að alsherjarreglan hittir suma verr en aðra. Þá vilja margir grípa til undantekninga. Og í þessu tilfelli að ráðherrar skipti sér af, grípi inn í. Þekki þetta mál ekki út í hörgul en hef skoðanir á prinsippinu.

Almennt finnst mér að stjórnmálamenn sem hafa sett stofnunum reglur eigi ekki að vesenast í því að fara á svig við þær eftir hentugleika. Það býður upp á misnotkun og spillingu.

Skipti Björn Bjarnason sér af rannsókn á Baugi? Var Jónína Bjartmars að vinna í umsókn tengdadóttur sinnar? Vonandi ekki. Enda treystum við fagfólki til þess að komast að eðlilegri niðurstöðu að vandlega íhuguðu máli og eftir þeim reglum sem starfseminni eru settar.

Ekki gengur að skammast í ráðherrum einn daginn fyrir að vera með nefið sitt ofan í málefnum stofnana sem undir þá heyra og ætlast svo til þess að þessir sömu ráðherrar séu einmitt með fingurna í vinnu stofnana sem undir þá heyra, allt eftir hentugleika hverju sinni.

það er handónýt stefna og hættuleg.

Röggi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tvær athugasemdir:
Í fyrsta lagi þá er það ekki regla að það eigi að senda hælisleitendur aftur til þess lands sem þeir komu frá, það er heimild. Á þessu tvennu er stór munur.
Í öðru lagi þá eru reglur (og lög) sett til að búa til eðlilegan farveg fyrir mál og eiga að endurspegla gildismat þeirra sem setja reglurnar. Þegar við rekumst á að reglurnar og gildismatið stangast á þá eru það reglurnar sem eiga að víkja og þá þarf að búa til nýjar reglur. Mér finnst alltaf undarlegt þegar menn halda að lög og reglur séu fyrst og fremst til að fara eftir þeim sama hversu bjánalegar þær eru en ekki til að skilgreina hvernig við viljum að samfélagið sé.

Nafnlaus sagði...

Er þér bæði treyst til að dæma kappleiki og meðhöndla skæri?

Röggi sagði...

Sæll Daniel.

Allt gott og blessað sem þú segir. það sem ég er að tala um er að ég vill ekki að misvitrir stjórnmálamenn séu að vasast í hlutunum frá einum degi til annars. Eftir hentugleika sem stundum er ansi þokukenndur þó mörgum finnist þetta vera gott mál til að berjast fyrir.

Breytum reglunum hiklaust. Það er aðferðin. Ekki handahófskennd afskipti ráðherra takk.

Við vitum hvernig svoleiðis system getur virkað, á einhverjum öðrum degi en þessum.

Nafnlaus sagði...

Alveg sammála þér með Ramses. Íslendingar taka svona kjánamál og ætla að bjarga heiminum. Hann er að fara til Ítalíu !! hún er með dvalarleyfi í Svíþjóð. Hvoru tveggja eru ekki þekkt sem hræðileg lönd. Íslendingar flykkjast í annað landið í frí og hitt í nám !!
Þau hjónakorn eru hér ólöglega, senda þau til baka samkvæmt reglum og láta fjalla um þeirra mál á réttum stöðum. Er þetta fólk sem mótmælir nú, tilbúið að taka við öllum öðrum sem koma hingað, ólöglega, á sömu forsendum.
Kv Ellert