föstudagur, 19. desember 2008

Hagar fá sekt.

það er ekki nýtt að Jóhannes stórkaupmaður í Bónus telji sig vera góða kallinn. Samkeppniseftirlitið hefur nú sektað Haga um fleiri hundruð milljónir fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Þó fyrr hefði verið segi ég.

Hann telur sig starfa í þágu viðskiptavina sinna. Þeir hafi byggt upp stórveldið eins og hann orðar það í sjónvarpi í kvöld. Þvílíkt þvaður. Undirboð á markaði eins og Bónus hefur stundað lengi voru og eru eingöngu til þess gerð að koma samkeppni fyrir kattarnef.

Þetta eru almenn sannindi og þau eru lika alkunna sannindin um að fákeppni er ekki neytendum til hagsbóta. það er bara Jóhannesi og öðrum fjölskyldumeðlimum í stjórn Haga til hagsbóta að fækka samkeppnisaðilum með svindli.

Kallinn talar um að þetta sé nöturleg jólagjöf. Þær eru ekki allar fínar jólagjafirnar sem viðskiptamenn þjóðarinnar eru að færa okkur fyrir þessi jól. Hagstæðast væri fyrir Jóhannes að borga þetta bara og loka svo strigakjaftinum því ég tel og vona að þjóðin sé nú loks að fá sig fullsadda af gjöfum frá þessari fjölskyldu.

Reyndar er miklu líklegra að hann sigi bara lögfræðingahjörðinni á kerfið og reyni að komast undan þessu. það er aðferðin sem hefur dugað svo vel. Verst er þó að geta ekki fengið goodvill hjá þjóðinni með því að klessa þessu máli á Davið.

Annars hef ég efasemdir um að sniðugt sé að sekta kennitölurnar sem skráðar eru fyrir rekstrinum. Miklu nær er að refsa þeim sem tóku ákvarðanir um svindlið því Jóhannes mun sækja sektina til þeirra sem kaupa mat af honum.

Getur verið að það sé hrein tilviljun að fjölskylda þessa manns er hingað og þangað í forgrunni þar sem svindl og svínarí eru í Íslensku viðskiptalífi? Er kannski hugsanlegt að sá dagur renni upp að almenningur hætti bara að versla við þetta fólk af prinsippástæðum?

Að þjóðin sjái loks að góðu kallarnir voru bara að plata.

Röggi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

joð

Hann á örugglega eftir að klína þessu á Davíð og að þetta sé partur af Baugsmálinu eins og hinir vanvitarnir fullyrða með ákærurnar um skattalagabrotin sem verið var að dómtaka.

Skil að mannvitsbrekkan Jón Ásgeir hafi ekki skilning á að um allt annað mál er að ræða sem hefur sér dómstól og réttarhöld. En að Gestur Jónsson lögmaður hefur augljóslega ekki hugmynd um það heldur, segir manni helst að hann ætti að skila inn starfsleyfinu og fara á kassa í Bónus.

Er samt ekki alvega að fatta að svona serial krimmar skuli ekki vera með meiri þekkingu á réttarkerfinu að halda að með fyrsta dómi hafi þeir fengið eilífðar afbrotapassa sem leyfir þeim að brjóta af sér um alla framtíð án nokkura eftirmála.

Nafnlaus sagði...

Les þetta þannig að þú ætlir ekki að kaupa jólasteikina í bónus þessi jólin Rögnvaldur?

Nafnlaus sagði...

Stjórnarkona í fyrirtækinu fær pabba sinn til að skrifa þetta á embættið.