mánudagur, 15. desember 2008

Illugi Gunnarsson og þrískipting valds.

Illugi Gunnarsson er flottur þingmaður. Málefnalalegur en þó fastur á sínu. Það er yfir honum pólitísk ró og yfirvegun og hann virkar traustur. Og nú undir það síðasta, kjarkmikill.

það þarf kannski ekki mikinn kjark til að segjast hneigjast til ESB eins vinsælt og það er í dag. En það sem hann segir um að hugsanlega þyrftum við að skoða margt af þvi sem Vimundur boðaði forðum þarfnast aðeins meiri kjarks.

Mig rekur ekki minni til þess að neinn flokkur hafa sýnt þeim tillögum hinn minnsta áhuga. Einn og einn þingmaður hefur nefnt þetta létt og vakið litinn áhuga. Þess vegna fagna ég því að Illugi nefni þetta núna. Bæði vegna þess að ég ber virðingu fyrir honum eins og margir en ekki síst vegna þess að hann er sjálfstæðismaður eins og ég og mér finnst þetta eiga að geta rímað fallega við grundvallaratriði okkar flokks.

Kjósum framkvæmdavaldið beint og löggjafann sér. Þrískiptum valdinu eins og stjórnarskráin segir til um. það er ekkert að óttast eins og margir virðast halda. Og þetta er ekki heldur flókið. Vissulega þarf að ráðast í breytingar en það er nú akkúrat það sem þarf er það ekki....

Með þessu fengjum við eðlilegra umhverfi í okkar stjórnsýslu en ekki það ráðherraræði sem nú er. Er nánast þeirrar skoðunar að þeir sem ekki vilja breyta og skipta valdinu í þrjá hluta þurfi að útskýra fyrir mér af hverju ekki!

Þetta hentar öllum flokkum og allri þjóðinni. Þjóðin getur kosið sér forstjóra til að reka batteríið og kýs sér svo þing sem setur forstjóranum reglurnar. Þingmeirihluti getur svo myndast utan um alls konar mál þar sem málefni ráða kannski meiru en vilji framkvæmdavaldsins. það sjáum við ítrekað í Bandaríkjunum og mér finnst það hollt.

Dropinn holar steininn og kannski mun þetta ná fram að ganga og vonandi fyrr en seinna. Og þá er ekki afleitt að menn eins og Illugi Gunnarsson vinni málinu kannski fylgi. Ég vona að minn flokkur taki þetta til umræðu af alvöru því þetta er raunverulega miklvægt til að tryggja okkur eðlilegri stjórnsýslu en við búum við núna.

Röggi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég fjallaði um Vilmund og birti þrjár þingræður hans 25. nóvember, sjá hér: http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/724660/

Þarna kemur m.a. fram hugmyndin um að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu en einnig annað sem mér finnst mikils um vert - persónukjör þvert á lista. Nokkurs konar prófkjör innan í sjálfum kosningunum.

Góðar og gildar hugmyndir en hrædd er ég um að flokkurinn þinn samþykki þær ekki því þá minnka völd hans og flokksræðisins almennt.

En lengi má Flokkinn reyna...

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra talsmenn þrískiftingar ríkisvaldsins á hægrivængnum. Þetta er þverpóltískt lýðræðismál sem á að vera hægt að ná í gegn með stuðningi bæði félags- og einstaklingshyggjufólks.

Nafnlaus sagði...

Vilmundur var langt á undan eigin samtíma.
Hins vegar engar líkur því miður á að þessar hugmyndir nái fram að ganga.
Valdakerfið þ.e.a.s. flokkarnir og stjórnmálamennirnir stendur vörð um eigin hagsmuni.
Ég tel óhugsandi að Sjálfstæðisflokkurinn taki upp þessa stefnu.

Nafnlaus sagði...

ég vona að Illugi sé að gera þeta í góðri trú, held þó að þetta falli undir popúlisma hjá honum, dreifa athyglinni frá hversu involveraður hann er í Glitnismálið t.d. En vonandi er það rangt hjá mér.

Nafnlaus sagði...

Á dauða mínum átti ég von...
Röggi, eins og einhver sagði hér á undan mér þetta er þverpólitískt lýðræðismál sem verður að koma í gegn. Tek heilshugar undir.

Nafnlaus sagði...

Loksins kom e-ð af viti frá þér Röggi minn. Það er bara vonandi að Illugi meini þetta það er svo erfitt að trúa nokkrum sköpuðum hlut sem kemur úr barka sjálfstæðismanna. En guð láti gott á vita. Kveðja Peðersen

Nafnlaus sagði...

sammála láru hönnu. Þú sagðir að þér fyndist kerfið í bandaríkjunum hollt en vandamæalið við .að kerfi vegna flokkana er að það er orðið einkum ólýðræðislegt sem verður allt af vandamál nema ef fólk býður sig ekki fram undir formerkjum flokka; stofnana sem velja sér fulltrúa af fyrirfram áhveðnum aðilum sem sæiðan mega fara í prófkjör. þeir sem ráða yfir fjárskiptingu flokksins ráða yfir því hverjir komast á þing og hverjir ekki.