föstudagur, 27. febrúar 2009

Björgvin G talar...

Björgvin G upplýsir nú hvernig raunveruleg staða bankanna var þegar sú ákvörðun var tekin að taka Glitni yfir. Þetta er smart hjá honum og staðfestir enn einu sinni að seðlabankinn og ríkisstjórnin voru að gera góða hluti þessa örlagaríku daga. Kannski alger tilviljun að Björgvin kemur þessu frá sér um leið og Davíð er farinn úr bankanum...

Hvar er fólkið sem gékk undir Jón Ásgeir þessa daga og lengi á eftir í gagnrýni sinni á seðlabankann og ríkisstjórnina? Eins og það hefur reyndar gert áum saman með glæsilegum árangri. Það er fólkið sem vildi að Davíð fengi 500 milljarða að láni frá norrænum bönkum til að afhenda bankaeigendum svo þeir gætu fengið meira fé til að sigla með til fjarlægra skattaeyja sinna. Fólkið sem taldi að á þessum tímapunkti hefði verið albest að láta Glitni hafa rúmar 80 000 milljónir af framtíðarskattfé okkar til meðhöndlunar. Svona fór nú hatrið á Davíð og ástin á Jóni Ásgeir með marga. Og gerir enn....

Það er í raun geggjað að hugsa til þess að liðið sem átti og rak bankana skuli hafa komist upp með að kenna einhverjum öðrum um en sjálfum sér. það hefur þeim tekst að miklu leyti. Seðlabankastjórar fjúka og stjórnmálamenn týna líka töluna einn af öðrum. Einfaldir einstaklingar halda sig vera í rétti til að grýta hús allra nema þeirra sem stálu af þeim
kaupmættinum.

Ég er auðvitað ekki hagfræðingur né bankasérfræðingur hvað sem það nú er og get þess vegna ekki fullyrt að ekki hefði verið hægt að halda lífi í bönkunum í nokkrar vikur í viðbót. En ég get alls ekki varist þeirri hugusn að treysta því ekki að eigendur og stjórnendur gömlu bankanna hefðu farið vel og eðlilega með lánsfé frá seðlabankanum okkar.

Þeir virðast hafa talið að allt það fé sem kæmist í þeirra hendur væri til þess best fallið að enda í þeirra eigin fyrirtækjum. Kannski var þetta ein af ástæðunum fyrir því að seðlabankinn ákvað að láta til skarar skríða.

Eða jafnvel einhverjar enn betri sem fyrrverandi viðskiptaráðherra getur nú talað um. Nú eru það fleiri en bara Davíð sem hafa fengið málfrelsið. það er óneitanlega gaman að sjá Björgvin reyna að verja ákvarðanir seðlabankans og ríkisstjórnarinnar þó seint sé.

Hann hefði væntanlega verið bannfærður ævina á enda ef hann hefði opnað munninn áður en Davíð var burtrekinn. Betra er þó seint en aldrei.

Röggi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Röggi

Þú ert nú að misskilja eitthvað mikið hér. Eftir þjóðnýtingu seðlabankans sem var mjög ílla útfærð þá byrjaði run á bankana hér heima og úti.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson.

Útfærfslan var ekki verri en svo að núverandi Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði Paul Krugman skrifaði um Glitnisafgreiðsluna í New York Times að stjórnvöld og Seðlabankinn hafi farið hárrétt að.

Einkennilegt er að enginn fréttamaður spyr Björgvin um hvernig hægri hönd Jóns Ásgeirs, Hjálmar Blöndal hafi nýst honum og ráðuneytinu í "sérverkefnum"í þessa mánuði meðan allt var að fara til andskotans, eða frá Jan 2008 þegar hann var formlega ráðinn?

Hann hefur "örugglega" ekki komið nálægt neinu, eða komist að neinu, sem tengdist Jóni Ásgeiri frekar en fyrrum aðstoðarforstjórinn Tryggvi Jónsson gerði hjá Nýja Landsbankanum eins og frægt er. (o:

Nafnlaus sagði...

Má líka benda á að það var ekki seðlabankinn sem ákvað þjóðnýtinguna heldur ríkisstjórnin.

Rétt Guðmundur. Skrítið að SF geti þvegið hendur sínar af þessu. Sjálf Baugsfylkingin.

Nafnlaus sagði...

Þetta er mjög gott yfirlit á því hvernig þett gekk fyrir sig. Það væri náttúrulega bara fínt að fá lista yfir þá hverjir sögðu hvað til að loka á Davíð þegar þetta var að gerast.