Félagi Össur heldur áfram að vera skemmtilegur mjög. Og taktískur reynir hann líka að vera. Bæði hann og Jóhanna reyna nú að koma því á Sjálfstæðisflokkinn að ekki tekst að koma frumvarpinu um seðlabankann í gegnum viðskiptanefnd.
Á meðan Össur telur ekkert óeðlilegt við að Höskuldur stöðvi afgreiðslu málsins skammast hann í Sjálfstæðsiflokknum. Þarna er reynt við nýtt Evrópumet þvættingi. Þetta frumvarp er ráðherra frumvarp og komist það ekki í gegn þá hefur það bara ekkert með Sjálfstæðisflokkinn að gera. Nákvæmlega ekkert.
En félagi Össur sér ekkert betra í stöðunni en að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn þegar hann í raun langar mest að kaghýða Höskuld. Svona getur þetta nú verið. Og bætir því svo við að hann viti til þess að margir Sjálfstæðismenn vilji breytingar á yfirstjórn bankans.
Hvernig er hægt að ætlast til þess að venjulegt fólk skilji svona málflutning? Væri ekki upplagt fyrir Samfylkinguna að fara að snúa sér að alvöru málum því af þeim er nóg. Málefnafátæktin er svo gríðarleg. Ekkert er í pípunum...
Nema lýðskrumið eitt.
Röggi.
þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Össur ruglar....
ritaði Röggi kl 11:02
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það er ekki gaman þegar fótgönguliði og fallbyssufóður íhaldsins anar fram á vívöllinn til þess eins að fara sér að voða.
Góði dátinn Röggi hbíður ekki eftir skipununni heldur er hann or'ðinn svo skilyrtur að um leið og einhver úr stjórnarflokkunum segir eitthvað þá byrjar hann að blaðra.
Bullið sem dátinn býður uppá er stundum fyndið oftar hlægilegt en oftast grátlega litilsiglt.
Skrifa ummæli