fimmtudagur, 10. september 2009

Engu logið upp á Jón Ásgeir.

Ég er auðvitað búinn að blogga fullmikið um fjármáladólginn Jón Ásgeir og hans viðskipti alveg frá því að hann keypti sig með peningunum okkar í gegnum allt Íslenska réttarkerfið í Baugsmálinu forðum. Sú saga er öllum kunn í dag og margir þeir sem vörðu hann þá ýmist læðast með veggjum laumulegir eða hafa tekið nýja trú og garpar eins og Hallgrímur Helgason og Egill Helgason tala nú um Baugsmiðla enn það orð var bannorð á tímum tjónkunarinnar við Jón Ásgeir.

Blessaður drengurinn er í viðtali í viðskiptablaðinu í dag og eins og áður get ég ekki orða bundist. Þar biður hann fólk um að hafa ekki áhyggjur af afkomu sinni en hann kannski veit ekki að eini maðurinn sem hefur haft áhyggjur af honum er pabbi hans sem lét blaðið sitt (DV) taka við sig viðtal þar sem hann lýsti þessum áhyggjum brúnaþungur. Við hin vitum að eitthvað er líklega enn til á hlaupareikningnum góða á Tortola....og víðar.

Karlgarmurinn er auðvitað orðinn háður því að geta stjórnað allri umræðu um sig og lætur alla óritskoðaða umræðu um sig fara í taugarnar á sér bæði þá nafnlausu og hina. Hann er sjálfur sérfræðingur í nafnleysi og sjónhverfingum hvort heldur það er í gegnum fjölmiðla sína eða skúffufyrirtæki og falin og ekki falin eignatengsl og ekki Tortola, ekki 365 ehf eða Rauðsól eða 1998 eða.....

Ég vona að Jón Ásgeir haldi áfram að láta taka við sig viðtöl því hvert og eitt einasta viðtal við hann styrkir fólk í trúnni um hverskonar siðferði býr innra með honum. Þá trú þarf nefnilega að styrkja þvi enn er merkilega mikið til af fólki sem telur að vondur maður hafi logið öllu upp á piltinn.

En það var engu logið upp á hann Jón Ásgeir.

Röggi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig veit hann að hann verður ekki yfirheyrður?
ISG?

Nafnlaus sagði...

Hann laug þá engu heldur um Icesave eða hvað?

Enda er það hárrétt hjá honum að tjón Sjálfstæðismanna bankans þeirra, Landsbankans, er það sem stendur upp úr og almenningur sleppur aldrei undan.

FLokkurinn er mesti orsaka-og skaðvaldur í þessu öllu.

Ég er því 100% sammála þér, Röggi minn, enda engu á okkur logið :)

Nafnlaus sagði...

Samfylkingin þorir ekki að láta yfirheyra hann, því þá gæti hann farið að blaðra og lekið subbuskap um pólitíkusa samfylkingarinnar.