Félagi Mörður Árnason bloggar um fölmiðlalögin og þann farsa allan, líklega af því tilefni að nú ryfjast upp fyrir mörgum það reginhneyksli að forseti vor skyldi ganga undir auðmenn og Samfylkingu á sínum tíma til að koma í veg fyrir að talmarka mætti heljartök þeirra á fjölmiðlum.
Félagi Mörður notar gamalkunnugt stef og tuðar um bláa hönd og Davíð en þessi söngur síendurtekinn varð í hugum margra staðreyndin eina þó að æ fleirri sjái orðið í gegnum reykinn í dag. Gaman að sjá að bloggarinn kannast við að nóg sé að endurtaka þvæluna nógu oft til að hún taki á sig mynd sannleikans í huga fólks því engin saga hefur líklega verið sögð eins oft í fjölmiðlum þjóðarræningjanna og í innblásnum ræðum þingmanna Samfylkingar eins og sagan um bláu höndina og Davíð. Félagi Mörður getur verið glöggur á stundum þó söguskýring hans hér hitti hann sjálfan all duglega.
Röksemdin um að frumvarpið hafi beinst gegn einu ákveðnu fyrirtæki er marklaus og heldur hvorki vindi né vatni. Með sama hætti gætu eiturlyfjasmyglarar sagt að löggjöf um innflutning á eiturlyfjum bendist gegn þeim einum og væru því ólög. það var ekki öðrum til að dreifa á þessum markaði og því eru þessi rök klár brandari og undirstrika í raun þörfina á lögum.
En Samfylkingin kaus að grípa þetta allt á lofti og fórna hagsmunum almennings sem svo sannarlega hefði átt það skilið í ljósi sögunnar að tekist hefði að takmarka getu þessarra manna til að stjórna almenningsálitinu í gegnum fjölmiðlana sína. Þessa sögu mun félagi Mörður og Samfylking ekki geta flúið.
Og það er að renna upp fyrir honum og fleirum og þá er gripið til gamalla úrræða og bragða sem gengu svo lengi í þjóðina. Jón Ásgeir reyndi þetta sama um daginn og varð að athlægi á flóttanum undan sjálfum sér og verkum sínum.
Og það sama mun gerast hjá þeim öðrum sem gengu til liðs við þessa menn. Einungis spurning um hvenær en ekki hvort en við lestur greinarinnar sýnist mér það verða mun fyrr en seinna.
Röggi
föstudagur, 4. september 2009
Mörður reynir að flýja söguna.
ritaði Röggi kl 10:35
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Bíddu, stýrði Jón Ásgeir sem sagt almenningsálitinu gegnum fréttir Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í gegnum Fréttablaðið?
Svona dellukenning er auðvitað móðgun við almenning í landinu, því fólk er ekki alveg svona auðplatað.
Ætli fjölmiðlaveldi Baugs hafi ekki aðallega verið sett af stað til þess að ná sem mestu af auglýsingamarkaðinum í landinu, en ekki ná pólitískum völdum?
Þetta síðasta var auðvitað bara paranoja Davíðs Oddssonar og ykkar sem "kóið" með honum.
Ég átta mig ekki alveg á hvort ykkar er kræfari við endurskrift sögunnar. Davíð og Halldór þorðu ekki að láta frumvarpið fara í þjóðaratkvæði eins og átt að gerast eftir synjum forseta. Það er staðreynd sem þú getur ekki flúið.
Mér finnst alltaf jafn brilljant þegar hin alheilaga Samfylking býsnast yfir því að einhver hafi virkilega ætlað að setja lög sem beint var gegn einum manni. Þvílík misnotkun á löggjafarvaldinu!
Þessi sami flokkur lét þetta samt ekkert stoppa sig í að leggja fram lagafrumvarp sem ætlað var til þess eins að reka Davíð Oddsson úr vinnunni sinni. Enda alls ekki það sama, Jón Ásgeir og Davíð Oddsson...það sér það hver maður að annar er með krullur en hinn með sítt hár!
Guðmundur 2. Gunnarsson
Nafnlaus...
Eigum við ekki að halda okkur við söguna eins og hún er, í stað þessa hvimleiðu Samfylkingarsöguskýringar sem sífellt tröllríða samfélaginu?
Önnur núna er sú " að við Icesave samninginn átti alltaf að gera fyrirvara, - hvað Samfylkinguna varðar..!!?? "
Að vísu óséðan. (O:
Nafnlaus... vill þá meina að Jón Ásgeir, flokkseigandi og stærsti skoðanafjárfestir landsins og Samfylkingarinnar, er með slíkum eindæmum mikill vanviti í viðskiptum og rekstri, að hann er ekki ennþá búinn að átta sig á að viðleitni hans að "ná sem mestu af auglýsingamarkaðinum í landinu" hefur kostað þjóðina tugi miljarða, enda hefur alla tíð verið rekið með bullandi tapi?
Reyndar eins og nánast allt sem hann hefur komið að, og ekkert hefur sýnilega breyst né bendir til að slíkt gerist.
Pólitísk áhrif eru örugglega í fyrsta sæti hjá skúrkinum, eins og glögglega má sjá á sviðinni jörðinni sem hann og meðreiðarskúrkar hans hefur farið yfir. í sérstöku boði Samfylkingarinnar og annara flokka.
Enda hefur hann fylgt áformum sínum með fjölmiðlaveldið vel eftir, í að kaupa skoðanir einstakra þingmanna og heilu flokkanna, með "rekjanlegum" peningum.
Þekkt er hvaða upphæðir voru í boði af "órekjanlegum" fyrir réttu aðilana og skoðanir, og þá peninga er örugglega ekki að finna í dag í vörslu Bónussvína.
Inn í fjölmiðlapakkanum var og er öll tímaritaútgáfa Birtings ca. 10, og DV, Vísir.is, fréttir Útvarps Sögu os.frv.
Það er þjóðarskömm af þjóðníðingnum, forsetanum og vinum hans auðrónunum sem hann blés í lúðurinn fyrir, enda efir sólahringskönnun eru um 70% landsmanna sem vilja að hann segi af sér embætti strax.
Óskiljanleg framkoma Sjálfstæðisflokksins og biluð framganga Bjarna Ben, formannsins, tryggðu að Icesave landráðssamningurinn fór í gegn og að Bessastaðatrúðurinn skrifaði undir gegn vilja um 70% þjóðarinnar,sem er nánast sama prósentutala og vill að hann segi af sér embætti strax í fyrstu könnun eftir níðingsverkið.
Varðandi Icesave þá er reyndar rétt að halda því til haga að þó að um 2/3 hlutar þjóðarinnar séu á móti samningnum eru enn fleiri sem telja að fall samningsins myndi hafa slæm áhrif á þjóðarhag.
Flestir vilja semsagt "bíta í það súra epli" að samþykkja samninginn, og flestir voru á móti fjölmiðlalögunum eins og þau komu frá alþingi, Forsetinn var því að fara að vilja þjóðarinnar í bæði skiptin.
Guðmundur 2 Guðmundsson ætti að leyta sér meðferðar. Hann er alvarlega illa haldinn.
Guðmundur 2. Gunnarsson
Nafnlaus... Er ekki full ástæða að halda okkur við sannleikann og staðreyndir á þessum síðustu og verstu, þar sem stjórnmálamenn og flokkar hafa lagst neðar en nokkur dæmi eru til í Íslandssögunni?
Minnst 63% til mest 82% hafa alfarið hafnað Icesave samningnum eins og hann var á hverjum þeim tíma sem kannanirnar fóru fram, og meðmæltir hafa aldrei einusinniu náð 25% eða 1/4.
Samfylkingarspuni breytir þar engu um, enda þorðu þeir ekki að leggja málið fyrir dóm þjóðarinnar vitandi hversu mikill meirihluti hennar er gegn ríkisábyrgðinn.
Einfallt. Þeir sem eru öruggir um að sinn málstaður er réttur, hika ekki við að leggja það undir dóm þjóðarinnar til að sýna og sanna sitt mál.
Það þorðu ekki þessi hörmungarstjórnvöld og forsetasmámennið, vegna þess að það hentar ekki myrkraverkum þeirra og auðglæpagengisins sem á þá.
Endilega leggðu fram heimildir um þessa forvitnilegu könnun sem þú bendir á og Samspillingarliðar reyna að nýta sem eitthvert mótvægi og sönnun þess að allar hinar eru ómarktækar, þar sem þjóðinn segist samþykkja ríkisábyrgðina að því að það er skásti kosturinn.
Man eftir einni þar sem spurning var eitthvað á þessa leiðina - "Hvort að að Icesave samningurinn skaðaði þjóðarhag?"
Varla ætti niðurstaðan að koma mörgum á óvart.
Og þó...(O:
Afturámóti var ekki nein spurning hvernig þjóðin hefði svarað Icesave landráði stjórnvalda, og því svari þorði hún ekki að standa fram í fyrir og tryggði að Bessastaðafíflið stæði vaktina.
Borin von að stjórnvöld og hlaupadrengur þeirra komist upp með þetta nýðingsverk án eftirmála.
Guðmundur minn, reyndu að gera eitthvað annað en skrifa svona vanstillt ofstækiskrif á síðu sem örfáir lesa.
Farðu fekar í langa göngu í haustemmningunni frekar en að úða úr þér svona eitri úr sálinni hér á netinu.
May the force be with you... :)
Skrifa ummæli