þriðjudagur, 22. september 2009

þórólfur og skattahækkanir.

Ég datt inn í viðtal sem tekið var við Þórólf Matthíasson hagfræðing í speglinum. Þar fór hann með gamla galdraþulu vinstri manna af mikilli innlifun um að ekki sé hægt að bregðast við efnahagsþrengingum með öðru en skattahækkunum. Og komst að því að ekki myndi gagnast að spara hjá ríkinu vegna þessa að fólk sé með svo langan uppsagnarfrest....

Neysluskattar skal það heita og ekkert annað svo við getum nú alveg örugglega lagt alla neyslu af með þeim afleiðingum að atvinnulif lamast og skatttekur ríkissins minnka. Og svo skal hræða liftóruna úr öllum með því að leggja saman ráðdeild í rekstri og meðferð opinberra fjármunu og atvinnumissi þeirra sem hjá ríkinu starfa.

Þetta er þulan sem verður lesin ofan í okkur þegar vinstri stjórnin byrjar að seilast í vasana okkar. Skattar og aftur skattar en ekki hægt að skera niður. Og svo verður klæmst á orði eins og frelsi á meðan öllum okkar málum verður komið í hendur stjórnmálamanna sem eru í óða önn að koma okkur á kaldari klaka en við þurftum að vera á nú eða þá að gera ekki neitt sem er kannski bara betra en það sem gert er.

Ekki lýst mér á það

Röggi

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta hefur verið reynt áður, og gekki ekki. Það var í Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi fjármálaráðherra, núverandi "forseta". Það tók amk tvær ríkisstjórnir að hreinsa til allt skattasukkið eftir Ólaf. Viðeyjarstjórnin vann þar mikið verk. Síðan þurfti mörg ár til viðbótar, til að vinda ofan af öllu þessu skattarugli.

ég trúi því ekki að talsmenn alþýðunnar séu svo "tortóla" ruglaðir að þeir samþykki svona vitleysu þegjandi og hljóðalaust.

Einar sagði...

Skattahækkanir uppá 1% - 3% við aðstæður sem nú ríkja kalla ég nú ekki að seilast ofan í vasa okkar m.v. hvernig frjálshyggjumeistararnir hafa seilst ofan í vasa okkar á undanförnum árum. Munurinn liggur m.a. í því að peningarnir sem fara úr vasa okkar í formi lítillar skattahækkunar kemur okkur vel, sem samfélagi, á meðan peningarnir sem frjálshyggjan tók eru horfnir og gott betur en það, samfélagið skuldum vafið.

Skil ekki þessa skattaumræðu hægri manna....er svo kjánaleg að vart er orðum í hana eyðandi.

Nafnlaus sagði...

Ekki LÍST mér á það - að LÍTAST á eitthvað.

Nafnlaus sagði...

"Skattar og aftur skattar en ekki hægt að skera niður."

Ekki að staðreyndir hafi þvælst fyrir þér á þessu bloggi þínu, en mér þykir þó rétt að benda þér á að skv. stöðugleikasáttmálanum hefur ríkisstjórnin skuldbundið sig til að skattar verði ekki nema 45% af því gati sem þarf að fylla upp í.

Það þýðir niðurskurð upp á 55%. Notaðu þetta að vild, ef þú skyldir taka upp á þeirri nýbreytni að halda þig við staðreyndir.

Nafnlaus sagði...

Sæll meistari,
Ef ekki má hækka skatta, þá spyr ég?
Hvar má skera samsvarandi niður?
Væri gaman að sjá hvaða tillögur Flokkurinn hefur í því, stundum er gott að hafa líka lausnir en ekki bara athugasemdir, slíkt sést best núna þegar Steini Joð og Ömmi önugi þurfa að framkvæma en ekki gagnrýna.
Er ekki í lagi að bæta t.d sem samsvarar útsvari við fjármagnstekjuskattinn?
Ég er ekki hlynntur skattahækkunum almennt, en sumir skattar eru í lagi.