Fréttirnar af þingflokksfundi VG í gær og yfirlýsingar í kjölfarið minna mig á það þegar þjálfari fótboltaliðs fær traustyfirlýsingu stjórnar. Þá er stutt í brottreksturinn. Auðvitað vilja allir vera vinir á mannamótum og menn taka ekki á móti fornum vinum og samferðamönnum úr langferðum til að vega þá á staðnum og það jafnvel þó þeir hafi týnt lífsstefnunni í ferðinni.
En það er samt það sem er að gerast. Steingrímur hefur umpólast í þingmann Samfylkingar á meðan sannfærðir VG þurfa að hlusta á formann Framsóknarflokksins flyta ræðuna sem Steingrímur flutti sjálfur af innlifun og þrótti fyrir ári siðan. Við borgum ekki og burt með AGS og ESB og svo framvegis. það er búið að stela málsstaðnum fyrir framan nefið á VG.
Steingrímur er í gríðarlega erfiðri stöðu og situr pikkfastur í gildru sem Ögmundur og hans fólk neyddist til að egna enda mikilvægt fyrir flokkinn að ná að halda í sérkenni sín. Hann getur sig í raun hvergi hrært og allsendis óvíst að Ögmundur taki nokkurt tillit til áberandi löngunar Steingríms til að vera ráðherra. Ég get ekki séð hvernig VG ætlar sér að smyrja þessum ólíku skoðunum saman í einum flokki. Þó Ögmundi hafi ekki tekist að losna við óbragðið eftir að hafa kynngt sannfæringu sinni síðast er ekki hægt að útiloka að mönnum takist trixið öðru sinni þó ótemjan láti sýnu verr nú en þá.
Síendurteknar tilraunir Steingríms til að fá fé að láni framhjá AGS hljóta að fara mikið í taugarnar á Samfylkingu sem veit að með því fer allt ESB ferlið í uppnám og þar með eina mál flokksins.
Á meðan á þessu öllu stendur brennur Róm og þá sjaldan forystumenn stjórnarinnar mega vera að því líta upp frá innanflokksátökum og gagnkvæmri tortryggni þá er það til að spilla fyrir áframhaldandi uppbyggingu með skattaofbeldi á allt og alla.
Allt ber þetta að sama brunni og einungis spurning hvort en ekki hvenær. Standandi andspænis mjög erfiðum ákvörðunum og verkefnum verða menn að vera samhentir en það er þessi stjórn fráleitt. það er öllum ljóst þó ég geri mér grein fyrir þvi að hún muni hanga á stólunum á meðan einhvernveginn er sætt. Augljóst er þó að þolinmæði beggja er á þrotum og.....
....því kæmi mér ekki á óvart að klækjameistari Samfylkingar félagi Össur væri nú þegar farinn að þreifa á öðrum aðilum til að vera með eitthvert forskot þegar allt fer úr böndunum, það er hans stíll. Þar verður honum þó ekki kápan úr klæðinu því Samfylking er vinalaus flokkur sem hefur brennt allar brýr að baki sér með vinnubrögðum sínum.
Röggi
fimmtudagur, 8. október 2009
Eldarnir loga nú samt.
ritaði Röggi kl 16:34
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Algerlega sammála Röggi.
Kv.
GRB
Hvað geru Þjóverjar við FLokkinn sem rústaði þeim?
Stóðu 29% með honum eftir það?
Nei, þeir bönnuðu FLokkinn, en stuðningsmenn hans á Íslandi, sem voru þó nokkrir, fylla allir sem einn þann FLokk hér á landi sem nú hefur rústað sínu landi.
FLokksmenn hans ættu ekki einu sinni að láta sjá sig á netinu.
Svei þeim!
Mikið rétt. Takk Röggi.
Held að Nafnlaus 2 hér sé eitthvað að fara á límingunum :D
Því þetta er eiginlega hjákátleg uppákoma hjá VG. Steingrímur pantar myndatöku þegar hann faðmar Ömma. Og allir passa sig á að ræða ekki málin á þessum mikilvæga fundi. Mál sem brenna á einstökum flokksmönnum - og þjóðinni.
Og Össur hoppar um plottandi í sínu ráðaleysi.
Kv.
Sigrún
Skrifa ummæli