fimmtudagur, 29. október 2009

VG í stríði við verkalýðinn.

Árni Þór einn af æðstuprestum VG ræðst á Gylfa Arnbjörnsson formann ASÍ vegna þess að hann er ekki nógu hlýðinn. Vinstri menn telja sig nefnilega þinglýsta eigendur verkalyðsbaráttunnar og reiðilestur Árna Þórs er ekkert minna en hótun af hans hálfu um að Gylfi verði ekki langlífur í starfi með þessu áframhaldi.

VG er að vaxa sjálfstraust og um leið kemur eðlið í ljós. Stórfyrirtæki, fjármagn og auðvald eru óvinurinn í munni Árna Þórs. Eða í stuttu máli, atvinnulífið enda sjáum við hvaða afstöðu þessi flokkur hefur til þess geira þjóðfélagsins. Þetta eru raunar ekki ný tíðindi en margir höfðu gleymt þessu þegar þeir merktu við vinstri.

Nú verður spennandi að sjá hvort framkvæmdavaldinu tekst að beygja verkalýðinn undir sig og til hlýðni. Vinstri stjórnin hefur sagt verkalýðsbaráttunni stríð á hendur og því stríði mun hún tapa.

Gylfi Arnbjörnsson sækir nefnilega umboð sitt ekki til Árna Þórs eða annarra stjórnmálamanna. Og hver kaus Árna Þór til að skipta sér af málefnum verkafólks? Hér fer Árni fram af óvenju miklum hroka og frekju og greinilegt er að óþol stjórnarinnar gagnvart aðilum vinnumarkaðarins er á þrotum.

Röggi

3 ummæli:

Sigurjon Vigfusson sagði...

Moskvu komminn Árni Þór er óánægður vegna þess að verkalýðshreifinnginn er ekki samstíga VG og Samfylkinguni og getur ekki skilið það að árásir ríkisstjórnarinnar á launþega landsins séu varinn á samatíma verja þeir hagsmuni útrásarvíkingana að þeir verði fyrir sem minnstu skaða fjárhagslega af gjörðum sínum en láta heimili launþegans og skuldir lönd og leið.

Nafnlaus sagði...

Síðan hélt ballið áfram í Kastljósinu, þegar Mörður Árnason frá Samfylkingunni réðist á Gylfa Arnbjörnsson af sömu ástæðum.

Ætlar ASÍ að láta vinstri stjórnina kúga sig á þennan hátt?

http://blog.eyjan.is/gudbjorn/

Nafnlaus sagði...

Æ, þið eruð svo miklir verkamenn.