miðvikudagur, 21. október 2009

Hlutleysi Egils Helgasonar.

Egill Helgason er ekki og hefur aldrei verið hlutlaus þátttakandi í þjóðfélagsumræðum. Varla dettur nokkrum manni í hug að trúa því. Hann hringsnýst frá einum tíma til annars eftir vindátt í mörgum málum og velur sér vini og viðmælendur eftir hentugleika og stöðu hverju sinni.

þetta vita menn sem annað hvort lesa bloggið hans eða horfa á sjónvarpið hans. Ég reyndar veit ekki hvernig nokkur maður getur verið alveg hlutlaus í dag en Egill gerir hið minnsta ekki tilraun til þess heldur ræðst með látum að þeim sem benda á. Aðferðin sem hann notar er gamalkunnug.

Hann sleppir því að ræða málefnalega um málið heldur lætur sér nægja að benda á hvaða stjórnmálaflokki og skoðanir þeir hafa sem gagnrýna. Ekki veit ég hvort hann telur að ekki megi neinir gagnrýna hann aðrir en þeir sem hafa sömu skoðanir og hann en mér sýnist handónýt nálgun hans á faglega gagnrýni fara langt með að staðfesta gruninn.

Röggi

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Egill hefur verið duglegur að draga fram fólk með allskyns skoðanir, meðal annars hægri kverjúlanta af ýmsu tagi. Hann er hinsvegar hugsandi og greindur maður, þannig að augljóslega hefur hann persónulega skoðanir sem eru sem lengst frá stefnu FLokksins. Og þar sem hann hefur ekki fæðst inn í hann og fylgt honum í blindni, þá á hann ekki í sama sjálarstríði og t.d. þú virðist eiga sem hugsandi maður, þ.e. að viðurkenna að sjálfstæðisFLokkurinn hefur klúðrað málum landsins algerleg, og í raun gert sig algerlega ómarktækan.

ekkinn

Nafnlaus sagði...

Það er ljóst að mafían á Íslandi skilur ekki efnistök Egils. Að það skuli vera um það rætt í beinni útsendingu sunnudag eftir sunnudag, hvernig þessi sama mafía eyðilagði efnahag Íslands á örfáum árum, er þeim nánast óskiljanlegt. Í marga áratugi hefur þessi mafía stjórnað hér allri umræðu og ráðið öllu. Stolið öllu af alþýðunni og landinu sem hefu verið einhvers virði og fært sér og sínum á silfurfati. Ekki furða þó helstu útverjar hennar risi nú á afturlappirnar og góli.
Það má þó þessi sama mafía vita að það er búið að klódraga hana af þessari sömu alþýðu. Alþýðu sem fyrirlítur tilraunir þessara manna til ritskoðunar og kúgunar.
Þeim er vorkunn því valdið er OKKAR.

Sigurjon Vigfusson sagði...

Egill hefur ekki gætt hlutleysis í þeim málaflokkum sem hann fjallar um og ekki gætt að því hlutleysis sem góður fréttmaður á að gera til að halda fyrrum trúverðleika það er bara einföld staðreynd.

Nafnlaus sagði...

"Velur sér vini...eftir hentugleik"

Að hann skuli voga sér.

Nafnlaus sagði...

Röggi

Þú ert fyndinn. Sérstaklega þetta hér:

"Ekki veit ég hvort hann telur að ekki megi neinir gagnrýna hann aðrir en þeir sem hafa sömu skoðanir og hann en mér sýnist handónýt nálgun hans á faglega gagnrýni fara langt með að staðfesta gruninn."

Þú er að lýsa sjálfum þér hér og náhirðinni sem þig langar svo að tilheyra til þess að komast í innsta hring. Voff Voff-aðu samt áfram því það gætir verið að þú fengir verðlaun.

Hvað varðar Egil Helgason þá hefur hann að mestu haldið fagmennsku sinni í gegnum hrunatímabilið en alls ekki alltaf.

Mistök Egils eru þau að þegar sem mest gekk á þá varð hann afar valdamikill og átti það til að siga illa upplýstum lýðnum á hina ýmsu menn. Hann varð yfirdómari í dómstól götunnar og höndlaði ekki þau völd sem hann fékk upp í hendurnar.

Egill áttaði sig ekki á því að allt líður hjá, líka þau miklu völd sem hann hafði en réði ekki við.

Hann hafnaði ítrekað þeim skilningi og þeirri staðreynd að við værum öll á sama báti og vildi sjá blóð renna og ábyrgð falla. Hann áttaði sig ekki á eigin ábyrgð sem fjölmiðlaður Íslands númer eitt og tekur gagnrýni afar illa.

Hann áttaði sig ekki heldur á því að árásir hans á saklaust fólk og fyrirtæki kæmi síðar meir í bakið á honum síðar meir.

Það mun klárlega gera það og þá er ég ekki aðeins að tala um mafíu Sjálfstæðismanna og náhirðar Davíðs heldur alla hina sem hann veittist að og fjölskyldur þeirra. Egill skaðaði margar fjölskyldur þegar mesta æðið var á honum og sá ekkert athugarvert við það.

En eitt það versta við Egil faglega er sú augljósa staðreynd að hann hefur ekki hundsvit á viðskiptum almennt. Öll umræða hjá honum um peningamál, viðskipti og efnahag þjóðarinnar er mörkuð afar litlum skilning (barnalegur) og hann getur ekki gegnt þeirri grunnskyldu blaðamanns að setja sig inn í mál og draga ályktanir byggðar á þeim rannsóknum.


Egill hefur allt tímabilið, bæði fyrir og eftir hrun, fallið í Hagfræði 101 og ætti að halda sig við dægurmál og bókmenntir.

Svo vonar maður auðvitað, að einn góðan veðurdag, þá muni Egill geta horft í eigin barm, farið sjálfskoðun, og séð hversu illa hann brást sem blaða-og fjölmiðlamaður þjóð sinni fyrir hrun.

Egill lét eins og hann hefði ekki fæðst fyrr en 6 oktober 2008 (og þá fullskapaður), ekki verið viðstaddur fram að því, og að öll árin frá t.d. einkavinavæðingu bankanna hefður ekki gerst á hans vakt.

Egill verður að horfast í augu við þá staðreynd að hann brást þjóðinni sem fagmaður fyrir hrun með því að fjalla ekki um eigið samfélag nægilega gagnrýnum augum.

Síðan klikkaði Egill á basic með því að gerast populisti á ögurstundu í sögu þjóðarinnar (eftir að bankarnir féllu og út þetta ár) þegar hann fékk einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða.

Það eru því mun fleiri en hinir seku: mafía Skrýmsla-og náhirðar Sjálfstæðisflokksins sem telur sig eiga harma að gegna gagnvart Agli.

Hinir saklausu, sem óvart lentu í skotlínu Egils Helga, fallbyssufóðrið, eiga eitt og annað ósagt við Egill og bíða síns tíma því Egill neitaði þeim um fair trial fyrir dómstóli götunnar á sínum tíma.

Nafnlaus sagði...

Finnur FLokkurinn fyrir andúð?
Ótrúlegt!

Geirinn sagði...

Ekki ætlarðu þá að fara básúna um hlutleysi þeirra sem eru að saka hann um hlutdrægni?

Björn Bjarna, Hannes Hólmsteinn og Ólafur Kára verða sjálfir seint sagðir vera óhlutdrægir persónugervingar sannleikans...ekki nema sinn eigins sannleika sem að þeir eru ósáttir við að Egill sé ekki að hafa eftir þeim orðréttann.

Egil er kannski ekki hlutlaus í alla staði en hann er skömminni skárri en flestir aðrir hér á skerinu...

Nafnlaus sagði...

Guðmundur 2. Gunnarsson

Afskaplega er þetta nú viðkvæmt mál fyrir stjórnarliðið, sem bregðast við eins og öfga Múslimir þegar sá danski teiknaði guðinn.

Það er fjöldi fólks búið að tjá sig opinberlega í áraraðir um að Egill gangi alltof langt með að hygla vinstri skoðunum sem hentar helming þjóðarinnar.

Er ekki sjálfsagt að umræða sem þessi fer fram á jafn viðkvæmu máli eins og þáttagerð sem er greidd af þjóðinni, sem skiptist í pólitískar fylkingar, og ekkert eðlilegra en að jafnræðis er gætt í hvívetna.

Af því að Björn Bjarna veltir málinu upp, og spyr hvort hlutleysisreglur eru aðrar en var, og hvenær þær breyttust, þá hefur það ekkert með það að gera að hann er að fara fram á að Egill verði rekinn. Það segir hann hvergi. Ef að jafnræðisreglur hafa verið beygðar eða brotnar, þá er sjálfsagt að kippa í því í liðin, ekki síst að Egill hefur verið afar harðorður opinberlega með andstyggð sína á Sjálfstæðisflokknum og hægri skoðunum, sem er ekki beint efnilegt til að halda frið um sín störf.

En hvaða hræðsla og harka er þetta í hans mönnum ef þeir eru vissir að hann og þátturinn standist gagnrýna skoðun? Það er jú helmingur landsmanna sem eru til hægri í pólitíkinni og borgar líka helminginn af laununum hans og þáttargerðarinnar, og hljóta að eiga þann rétt að vera ekki afgreidd af þáttarstjórnandanum og flestum gestum hans, sem opinber úrhrök fyrir að hafa aðrar skoðanir.