sunnudagur, 3. janúar 2010

Þarf forseti pólitíska vináttu?

Nú beinast augu flestra að Bessastöðum. Hvða gerir forsetinn? Ég ætla ekki að leggja neitt undir en augljóst er að Ólafur er í vandræðum með sig og samvisku sína. Auðvitað veit hann eins og allir aðrir að hann getur ekki skrifað undir eftir það sem á undan er gengið. þannig er það nu bara....

Gunnar Helgi stjórnmálasérfræðingur kemst að þeirri niðurstöðu að Ólafur muni skrifa undir til að halda í pólitíska vináttu. Helst var á Gunnari að skilja að þetta væru eðlileg og haldbær rök.

Ef þetta reynist ríða baggamuninn er Gunnar Helgi að lýsa algerlega fáránlegu ástandi bæði á forsetanum sjálfum og embættinu sem hann er á góðri leið með að laska alvarlega.

Ólafur Ragnar starfar ekki í umboði Sanfylkingar og VG á Bessastöðum. Eða öllu heldur, hann á ekki að gera það. En kannski þykir honum vænna um pólitíska vináttu en virðingu heillar þjóðar svo ekki sé minnst á persónulega og faglega reisn.

Röggi

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bægslagangur Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í ICESAVE málinu hefur aðeins haft einn tilgang. Hann er sá að koma ríkisstjórninni frá. Þeir vilja sjálfir geta stjórnað "uppgjörinu" við Davíðstímann.

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Nafnlaus sagði...

Nú stendur yfir fjársöfnun til þess að reisa minnisvarða um ICESAVE samninginn.

ICESAVE-vandinn var búinn til á Íslandi og tengist engu afli frekar en Sjálfstæðisflokknum.

Þess vegna legg ég til að mannvirkinu verði fundinn staður á lóð Valhallar Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Nafnlaus sagði...

Góður pistill Röggi.

Vonandi fer Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur bráðum að jafna sig á þessu.

Kveðja,
Sigrún

Nafnlaus sagði...

Guðmundur 2. Gunnarsson

Sigmundur oft hefur mér þótt þótt þú kostulegur hvað rök"fimi" varðar. Og ekki bregstu mér núna.

Sem sagt að 70% kjósenda þjóðarinnar þarf að hafa meiri áhyggjur af handónýtri ríkisstjórn sem er meira en fullfær sjálf um að murka úr sér líftóruna á eigin ósamlyndi, en að hafa áhyggjur yfir að rústleggja þjóðfélaginu með drápsklyfjum Icesave samningshroðans. Það var og. (O:

Icesave þarf örugglega ekki til, og 70% kjósenda eru ekki Sjálfstæðis - og eða Framsóknarmenn. 70% atkvæðabærra Íslendinga eru þeir sem krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave samningshroðann. Reiknaðu endilega út hvað það eru margir yfir 200 þúsundin. Reiknaðu líka út hve margir standa á bak við ríkisstjórnina, sem nær rétt yfir helming þeirra sem kusu hana. Getur dæmið verið eitthvað skýrara?

Nafnlaus sagði...

Það er eins og enginn efist lengur um að forsetinn geti nýtt sér málskotsréttinn sem 26. grein stjórnarskrárinnar tryggir honum.

Margir svokallaðir “lögspekingar” Sjálfstæðisflokksins gerðu það þó með eftirminnilegum hætti sumarið 2004.

Sjálfstæðismenn eru oft skemmtilegir en alveg sérstaklega í stjórnarandstöðu.

Þar eiga þeir best heima !!!

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur