þriðjudagur, 19. janúar 2010

Dagur B tjáir sig um laun stjórnarmanna

Vonarstjarna Samfylkingarinnar Dagur B Eggertsson birtist á skánum í gær og tjáði sig um laun sem fulltrúi Samfylkingarinnar Sigrún Elsa þiggur frá Orkuveitunni. Ég hef ekkert á móti því að hinn háværi fulltrúi siðbótar Sigrún Elsa fái það sem henni ber frá Orkuveitunni....

..og víst er að sumir eru að fá meira en hún fyrir vinnu sína og þykir mörgum nóg um upphæðirnar. En það er röksemdafærsla vonarstjörnunnar sem vakti athygli mína. Dagur er auðvitað þekktur fyrir að geta sagt mikið og margt á litskrúðugan og skreytinn hátt um ekki nokkurn skapað hlut.

Og hér kemst hann að þeirri niðurstöðu að þetta sé allt eðlilegt enda hafi Sigrún Elsa verið sett þarna inn til að hafa eftirlit með spillingu og hafa á henni hemil.....

Mér sýnist ekkert koma í veg fyrir bjarta framtíð Dags B Eggertssonar í stjórnmálum. Maður sem getur snúið hlutunum svona á haus og þarf ekki að þola frekari spurningar frá afleitum fréttamanni er á réttri braut...

Eða hvað?

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dagur B. er nú ekkert! En hvað er maður eins og Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista að gera á opinberum vettvangi? Og hvernig í ósköpunum komst hann í pólitík? Mikið afskaplega er það algegnt að fólk í pólitík grefur sér sína eigin gröf með því að reyna að grafa undan trúverðugleika annarra í stað þess að beina athyglinni að eigin verkum og verðleikum. Það væri nú gaman að fá beinskeytta og hnitmiðaða skoðun þína Röggi á síðasta útspili Ólafs!! Reyndar er það varla svara vert, þar sem maðurinn er greinilega ekki í jafnvægi og þar með er dómgreindin ekki í lagi.

Nafnlaus sagði...

Æ, það má nú vart á milli sjá hvor er sorglegri - Dagur eða Ólafur F.

Kveðja,
Sigrún G.