miðvikudagur, 10. febrúar 2010

Hvers vegna þrífst spilling?

Ég hef lengi verið upptekinn af því að styrkja og efla löggjafann og þingið. Stjórnmálamenn myndu alveg þola að hressa upp á ímynd sína og flokkarnir líka. Núna eru, reyndar hægt og rólega, að koma upp á yfirborðið allskonar að því er virðist undarlegir hlutir sem tengjast fjármunum og tengslum stjórnmálamanna úti í þjóðfélaginu.

Ég veit að sekt manna er ekki sönnuð þó blaðamenn þyrli upp fréttum, öðru nær, og reyndar er óþolandi að þurfa að sitja undir ásökunum í fjölmiðlum sér í lagi ef þær eru ekki úr sannfærandi upplýsingum unnar.

Núna eru fjölmiðlar og aðrir að elta menn uppi og mér sýnist hin meinta spilling ekki tengjast einum flokki endilega meira en öðrum. Við sitjum uppi með afleiðingar af gölluðu systemi en erum ekki að ræða úrbæturnar sem eru svo nauðsynlegar.

Ég fyrir mitt leyti skil ekki hvernig það má gerast að þingmenn þurfi ekki að gera grein fyrir tengslum og stöðu sinni þegar þeir sverja sinn embættiseið. Fólk sem velst til þess að sjá um löggjöf fyrir okkur getur verið svo bullandi vanhæft að engu tali tekur.

þannig er kerfið og svo erum við hissa á því að sumir svindli eða missi fótanna í lausbeisluðu lagaumhverfinu. Breytum kerfinu á þann veg að möguleikinn á feluleikjum og svindli hverfi. það er ekki flókið eins og okkur er oft sagt. það þarf bara vilja...

Stjórnmálaflokkar og einstakir þingmenn eiga ekki að komast upp með að gefa ekki upp hverjar eignir þeirra eru eða tengsl út í þjóðfélagið. Mér er alveg sama hvort þingmaðurinn heitir Ásbjörn Óttarsson eða Össur Skarphéðinnson. Engu skiptir fyrir mig hvort viðkomandi er Tryggvi Þór eða Árni Þór og mér finnst að minn flokkur eigi að fara fyrir í þessum efnum.

Ég vill að reglurnar séu skýrar og að við gerum kröfu um að almennt siðferði gildi líka um þá sem eru í trúnaðarstörfum fyrir okkur. Þetta verður að vera óháð persónum og flokkum.

þetta er auðvitað erfitt allt saman af því að við viljum helst halda með okkar fólki en hvenær eigum við að velja núllpunktinn ef ekki núna?

Röggi

11 ummæli:

krilli sagði...

Heyr heyr.

Nafnlaus sagði...

batnandi mönnum er best að lifa........

Nafnlaus sagði...

Flottur pistill! Heyr!

Nafnlaus sagði...

Jamm, Það skiptir engu máli í hvaða flokki spillingin þrífst, hana verður að uppræta.

Nafnlaus sagði...

já, það væri fínt. Endilega taktu það upp á flokksfundi að settar verði reglur hvenær þingmenn eigi að segja af sér. Sýnið gott fordæmi.

Nafnlaus sagði...

Við erum kerfið...Spilling þrífst þegar fólkið sem veit betur þagnar og tekur þar af leiðandi virkan þátt í spillingunni...Spurning hvort hægt sé að fá fólkið til að tala aftur...þannig að eyjan eigi framtíð fyrir sér...???

Nafnlaus sagði...

Ég er alveg sammála þér, mér finnst þessir þingmenn sleppa ótrúlega vel, bara að svara spurningunni eins og: Finnst þér eðlilegt að þegar þú ert kosinn af almenningi til þess að vinna að hagsmunum almennings með því að sitja t.d. í stjórnum..að þú eigir að fá einhver hlunnindi út á það sem almenningur fær ekki???

Nafnlaus sagði...

Ég gæti ekki verið þér meira sammála!!

Nafnlaus sagði...

Af því að það er alltof mikið af Sjálfstæðismönnum!

Röggi
glöggi?
Ekki aldeilis!

Einar Jón sagði...

Þú segir að það skipti engu hvað menn heita - en hingað til hefur það eina sem skiptir máli í pistlum þínum hvaða flokksskírteini þeir hafa.
Er það ennþá málið?

Nafnlaus sagði...

Stór fyrirsögn og góð spurning. Spilling vegna siðblindu, óafvitandi eða af vanþekkingu...Skiptir ekki máli. Á aldrei að líðast. Og það er aldeilis gott að þú Röggi, hafir lengi verið upptekinn af því að styrkja og efla löggjafann og þingið!! Hvernig fórstu að því?Kannski pönnsur á alþingi í pásum??... eða bara hárblástur??? Bara nokkuð góður! :)