mánudagur, 22. mars 2010

Afneitun Icesave krossfaranna

þeir ætla ekki að gefast upp snillingarnir sem gerðu Icesave samninginn. Steingrímur Sigfússon borgar Indriða H. laun og er því ábyrgur fyrir orðum hans. Mikið óskaplega eru þessir menn óheppnir með þjóðina sem ekkert skilur.

Ekki er hægt að greina á milli skoðana Indriða og Steingríms í þessu blessaða máli og áhugavert að að heyra skoðanir þeirra á afstöðu þjóðarinnar til Icesave. Ef Steingrímur stígur ekki upp og afneitar gerir hann þessi orð að sínum.

Icesave krossfararnir þrír, Steingrímur, Þórólfur Matthíasson og Indriði munu líklega aldrei horfast i augu við sannleikann og þjóð sína heldur berja höfðinu við steinninn í fullvissunni um þeir einir viti best.

Afneitun fær nýja merkingu í mínum huga þegar ég hugsa um þessa menn....

Röggi

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

eh.... það er nú eins og þú skiljir ekki orðið:

AFNEITUN

Hverjir eru það sem afneita raunveruleikanum í stað pólitísks hildarleiks með fjöregg þjóðar ??

Ekki þeir sem af ábyrgð hafa horfst í augu við skuldbindingar íslendinga í þessu máli, skuldbindingar fyrri ríkistjórna og ráðamanna, hverjir svo sem að verða bestu samningarnir. Vinir og félagar Sjálfstæðisflokksins vildu fyrst ræna íslenskan almenning og svo hollenskan/breskan! Komust bara upp með hið fyrra :)

Nafnlaus sagði...

mikið ofboðslega hlítur þér að líða vel með að Geir Haarde var ekki að senda Árna Matt og Daví Oddson í neitt svona bull

Nafnlaus sagði...

Lausn Icesavedeilunnar snýst ekki um vini og félaga Sjálfstæðisflokksins, þó svo að þessir ónytjungar í "Bretavinnunni" kalli það að hreinsa upp eftir Sjálfstæðisflokkinn að skrifa undir samning um ríkisábyrgð á skuldum einkabanka.
Hverjar eru lögbundnar skuldbindinar Ríkissjóðs? Hefur einhver getað bent á þær og fært fyrir því lagaleg rök? Nei næst því að geta það hafa menn, bent á minnisblað frá haustinu 2008 þar sem reifuð er hugmynd að lausn deilunnar með aðkomu ESB, sem að nota bene setti lög og hannaði það regluverk, sem Icesavereikningarnir voru stofnaðir á.
Afhverju stukku Bretar og Hollendingar ekki beint á það samkomulag, sem að fól í sér hærri vexti eða 6,7% í stað þeirra 5,5% sem Svavarssamningurinn kvað á um.
Skýringin er einföld; ESB hafnaði aðkomu sinni að málinu, enda hefði sú aðkoma vakið upp skýra ábyrgð ESB á eigin regluverki og leitt til fjölda annara deilna og málsókna, vegna þessa stórgallaða regluverks.
Set hér fyrir neðan "link" á grein sem rökstyður það ágætlega.
http://www.visir.is/article/20100319/SKODANIR03/619435554/-1

Nafnlaus sagði...

Nei, lausnin snýst einmitt ekki um vini og félaga Sjálfstæðisflokksins, þeir gera ekki neitt annað en að standa í veginum fyrir lausn á vandamáli sem að þeir bjuggu sjálfir til, yfirleitt með útúrsnúningum eins og Röggi hér, slær sig til þjóðernisriddara á baki hollenskra sparifjáreigenda. Við erum sjóræningjaþjóð, ef að við borgum ekki því sem var rænt af almenningi í Evrópu.

Endalaust er hægt að berja höfðinu við stein, en það er búið að leysa þetta mál pólitískt (oft) og alþjóðasamfélagið hefur krafið okkur um þessa greiðslu með réttu, sem í samhengi við aðrar greiðslur t.d. tap erlendra aðila, er peanuts. Reyndar er ekki hægt að berja hausnum endalaust við stein, því að honum fer að blæða og svo lekur heilinn út, svipað og íslensku samfélagi er að blæða út núna. En það er víst ekki forgangsatriði hægri manna, þjóðin, heldur að spinna einhverjar skrímslasögur um þá sem að standa í björgunarstarfi.

Nafnlaus sagði...

Það má ekki gleyma einum aðal Icesave-krossfaranum í viðbót; "stjörnublaðamanninum" Jóhanni Haukssyni.
Hann er af sama sauðahúsi og hinir og er auk þess að spunaliði Samfylkingar og VG.

Simon sagði...

Röggi
Smá leiðrétting við færsluna þína sem er arfaslöpp.

Geir Haarde gerði Icesave samningin strax við hrun og setti landið í þetta hjakk , búið að vera rífast og "bits and bobs" síðan þá og reyna að gera þetta eitthvað eðlilegra.

SImon

Nafnlaus sagði...

Gunnar Jónsson

Mikið væri nú spennandi ef blogglúðrasveit Baugsfylkingunnar og VG myndi fabelúera um það sem hér stendur á neðan, miðað við allar stóru fullyrðingarnar. Býst samt ekki við neinu. (O:

ii. Nefndarálit. Fjárlaganefndar. Óformlegar viðræður við Hollendinga 11. október 2008.

“Nokkrum dögum eftir að Landsbankinn var tekinn yfir fóru fram óformlegar viðræður við Hollendinga vegna Icesave-skuldbindinganna. Afrakstur þeirra var minnisblað (Memorandum of Understanding) sem var undirritað þann 11. október 2008. Í því var lagt til að gerður yrði 10 ára lánasamningur sem bæri 6,7% vexti. Enginn bindandi samningur komst þó á milli aðila. Sama dag og undirritun minnisblaðsins fór fram ræddi forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, við starfsbróður sinn í Hollandi og afturkallaði það. Í byrjun desember lýstu Hollendingar því svo yfir að þeir væru reiðubúnir til að ganga til samningaviðræðna á grundvelli hinna umsömdu viðmiða en þær drógust eins og síðar verður rakið.

Því hefur verið haldið fram að þetta minnisblað hafi bundið hendur samninganefndar við samningsgerðina og gert þeim erfitt um vik að semja um betri kjör. 1. minni hluti hafnar þessu alfarið enda augljóst að enginn samningur var kominn á. Í fyrsta lagi var minnisblaðið afturkallað af forsætisráðherra. Í öðru lagi sömdu Hollendingar með öðrum aðilum málsins um umsamin viðmið sem ættu að vera grundvöllur samningaviðræðna vegna Icesave-skuldbindinganna og síðast en ekki síst lýstu Hollendingar því yfir í desember, tveimur mánuðum eftir undirritun minnisblaðsins, að þeir væru reiðubúnir til að semja um skuldbindingarnar á nýjum forsendum. Slík yfirlýsing hefði verið óþörf hefði samningur þá þegar verið kominn á.

Fyrsti minni hluti áréttar að fráleitt er að unnt sé að halda því fram að með minnisblaðinu umrædda hafi komist á samningur og skilmálar ákveðnir. Svavar Gestsson, formaður samninganefndarinnar, staðfesti þennan skilning á fundi fjárlaganefndar og sagði að þetta blað hefði ekki haft áhrif eða truflað störf samninganefndar heldur væri eingöngu minnisblað.”

Nafnlaus sagði...

Það er augljóst að upphaf og endi heimskunnar má finna í vanvitum þeim sem skrifa núverandi ráðamönnum til varnar.

Það er ljóst að sá pólitíski skotgrafahernaður sem stundaður er með þrasi um munin á því sem var og er sýnir svo ekki verður um villst að fjöldi fólks hér á landi er ekki bara hluti af "fábjánunum" hans Þráinns heldur algerir hálfvitar.

Maður upplifir þetta þras með þeim hætti að ekki megi slökkva bálið því þeir einu sem séu með vatnsslönguna, séu þeir sem kveiktu það í upphafi.

Góða ferð á vit örlagana, pólitísku vanvitar, vinstri menn og hálfvitar.

Dr. Doom

Nafnlaus sagði...

Rétt Röggi.

Og vel mælt Dr. Doom - hrein snilld.

Kveðja,
Sigrún

Sveinn Tryggvason sagði...

Grein Indriða H. Þorláksson á Smugunni sýnir fyrst og fremst öfugsnúna afstöðu hans til Icesave-málsins og útskýrir um leið af hverju svo illa hefur verið haldið á lofti málstað Íslendinga í hinum svokölluðu samningaviðræðum.

Greinin ber titilinn "Baráttan við stórkapitalismann" og má álykta sem svo að Indriði telji sig vera að berjast gegn "stórkapítalisma" með framferði sínu. Eins og ég hef fært rök fyrir í greinum mínum í Morgunblaðinu , Berlingske Tidende og á bloggi mínu eru Indriði H., Steigrímur J. og co. með aðgerðum sínum að verja alþjóðlega bankastarfsemi sem byggir á ónýtum grunnstoðum. Grunnstoðum sem verða að fá að falla til að hægt sé að byggja up að nýju.