föstudagur, 5. mars 2010

Mannorðið hans Pálma

Þeir láta taka við sig viðtöl þessa dagana mennirnir sem höfðu af okkur í nafni útrásar. Allir vita hverjum Jóhannes vorkennir, nefnilega sjálfum sér og nú er röðin komin að Pálma Haraldssyni. Hann segist marinn á sálinni blessaður en sér sökina stærsta og mesta hjá þeim sem ekki gátu séð að hann var að stunda glæpi...

Þetta eiga þeir allir sammerkt útrásar víkingar. Þeir gera sér upp iðrun en í raun finna þeir enga sök hjá sér. Ég veit ekki hvað þetta heitir á fagmáli þeirra sem mennta sig í afbrotafræði en veit að fræðiheitið er til.

Þú mátt sem sagt allt sem þér er ekki beinlínis bannað. Slíkar yfirlýsingar lýsa engri iðrun heldur siðleysi sem er nauðsynlegt þegar menn leggjast í útrás eins og þá sem Pálmi og hans líkar lögðu í enda var hún fjármögnuð þessi útrás með innrás í framtíð hvers einasta Íslendings án upplýsts samþykkis.

Pálmi hefur auðvitað ekki áhyggjur af töpuðum peningum. Hann hefur áhyggjur af töpuðu mannorði. þetta er allt eðlilegt enda tapaði hann engum peningum, það erum við, Íslenska þjóðin sem borgum. Pálmi heldur sínu og lifir í heimi afskrifta....

Okkur gæti ekki verið meira sama um mannorð þessara manna en okkur er talsvert í mun að milljarðamæringarnir skili því til baka sem VIÐ töpuðum. Þannig væri kannski einhver möguleiki á að Pálmi endurheimti slitrurnar af ónýtu mannorði sínu.

Drottingaviðtöl í blöðum sínum duga þar skammt og eru létt í maga þjóðarinnar.

Röggi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rétt Röggi

Nú vantar bara viðtal við aðalglæponana í Landsbankanum, sem færðu okkur Ice-Save ógeðið og eyddu Lánabók bankans.

Landsbankinn kemur langverst út úr þessu vandræðin sem tengjast honum eru þjóðinni langdýrust.

1. Björgólfur Thor
2. Björgólfur Guðmundsson
3. Sigurjón Árnason
4. Kjartan Gunnarson

Davíð Oddsson auðvitað líka, en hann rak bankann ásamt Kjartani Gunnarssyni en Björgólfsfeðar leppuðu þá sem eigendur.

Þessir menn skulda þjóðinn peninga, iðrun og fangelsisvist.

Takk fyrir þetta Rögg, er alveg 100% sammála þér.

Nafnlaus sagði...

Ógeðslegt að sjá hvernig DV leyfir hrunverjunum og auðrónum að koma í drottningar- og samúðarviðtöl í helgarblöðum sínum.

Fyrst var það Jóhannes í Bónus, og nú Pálmi.

Hvaða fallni útrásarvíkingur verður næst í drottingar- og samúðarviðtali hjá DV? Hannes Smárason???, Jón Ásgeir???, Bjarni Ármanns???

Furðulegt hvernig DV tekur málstað þessara manna á þennan hátt.

Nafnlaus sagði...

Fræðiheitið yfir sýn Pálma á það sem hann hefur gert af sér er SIÐBLINDA.