miðvikudagur, 21. apríl 2010

Góði dátnn Jón Ásgeir

það eru ótrúlegar fréttir að hellast yfir þessa dagana. Einhver maður sem heitir Jón Ásgeir er víst bara bölvaður svikahrappur. Skatturinn ætlar að frysta eigur hans og þingnefnd hefur komist að því að hann er mesti bankaþrjótur sögunnar.

Hann hefur víst sett öll fyrirtæki sem hann hefur komið nálægt svo ótrúlega hraustlega á hausinn að annað eins hefur ekki sést. Grunur leikur á að hann sjálfur hafi hagnast gríðarlega á öllu saman.

þetta er mikil tíðindi því þessi maður hefur víst þurft að þola einelti árum saman af hendi vondra manna. Var meira að segja kallaður götustrákur einu sinni. þetta hljóta því að vera mistök eða misskilningur...

..vegna þess að þessi góði drengur er við það að kaupa Haga aftur fyrir slikk og konan hans ásamt nokkrum þöglum eigendum hefur að sögn önglað saman 1 000 milljónum svo hann geti átt fjölmiðlana sína áfram.

Ekki eru menn að greiða götu hans í dag ef þetta allt er rétt. Er það nokkuð? Hver stjórnar þessu eiginlega?

Röggi

5 ummæli:

Kristján Pétur Sigurðsson sagði...

Davíð ?

Palli sagði...

Heyr heyr!

Nafnlaus sagði...

Mikið rétt en samt talið bráðnauðsynlegt að auglýsa og láta hann vita að til standi að kyrrsetja eigur hans. Hvað skyldi þurfa marga daga til að "tæma reikningana" eins og segir í skýrlsunni?
Geta skattyfirvöld nokkuð reynst honum betur?

Nafnlaus sagði...

Góði Dátinn Sveik

Nafnlaus sagði...

Hvað í ósköpunum eiga Góði dátinn og Jón Ásgeir sameiginlegt? Það er einskær hending að þú klankist á eitthvað sem meikar sens.